Flytur inn Michael Jackson sýningu frá New York Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2018 08:00 Yesmine ætlar að flyja inn heilt Michael Jackson show frá New York. MYND/MUMMI LÚ Yesmine Olsson mun heiðra minningu Michael Jackson með stórsýningu í Hörpu þann 8. september nk. 18 söngvarar og dansarar koma fram og tveir skipta með sér hlutverki Jackson. Yesmine er vön að láta verkin tala. Þegar hún áttaði sig á að uppáhaldstónlistarmaðurinn hennar, Michael Jackson, hefði átt stórafmæli í ár ákvað hún að heiðra minningu hans með eftirminnilegum hætti. „Ef ég fæ hugmynd sem ég hef trú á verð ég að hrinda henni í framkvæmd. Ég fór af stað að leita að einhverjum til að leika Michael Jackson og eftir mikla leit fann ég frábæra listamenn á heimsklasssa sem hafa sett upp Michael Jackson sýningu í New York. Ég sá einn þeirra syngja og dansa í spjallþættinum hjá Ellen og vissi þá að þetta væri málið. Aðaldanshöfundurinn vann mikið með Michael Jackson sjálfum. Síðustu mánuðina hef ég verið í viðræðum við framleiðendur sýningarinnar og samningar voru undirritaðir í vikunni,“ segir Yesmine spennt og nú er því ljóst að hugmyndin verður að veruleika. 18 manna hópur kemur frá New York og verður Michael Jackson í aðalhlutverki í Hörpu þann 8. september.Yesmine í hlutverki Michael Jackson með verðlaunin fyrir sigur í hæfileikakeppninni.Dansaði í gervi Michael Jackson á Strikinu „Ég er ekki bara hrifin af Michael Jackson sem tónlistarmanni heldur hafði hann mikil áhrif á líf mitt. Þegar ég var að alast upp í Svíþjóð var ekki margt dökkt fólk í kringum mig en svo kom Michael Jackson fram á sjónarsviðið með Billie Jean og þá vissi ég hvað ég ætlaði að gera í lífinu. Ég vildi verða dansari og danshöfundur og eftir að varð ekki aftur snúið,” segir Yesmine hlæjandi. Hún var á kafi í fótbolta og stundaði æfingar á trampólini og var að eigin sögn mikil strákastelpa. „Eftir að ég sá Jackson tók dansinn yfir en ég æfði dansana hans í laumi inni í herberginu mínu því mér fannst dansskólarnir ekki nógu töff. Vikulega var tónlistarþáttur í sjónvarpinu og ég missti ekki af neinum þeirra til að sjá nýjustu dansssporin með honum,“ segir Yesmine en hún var fljót að ná rétta taktinum í dansinum og ekki leið á löngu þar til hún fékk áhuga á að taka þátt í hæfileikakeppni. „Foreldrar mínir voru ekki hrifnir af því en ég fékk það í gegn. Þeir höfðu ekki hugmynd um að ég kynni að dansa og vissu ekkert hvað ég ætlaði að sýna en þeim til mikllar undrunar bar ég sigur úr býtum með því að sýna Michael Jackson dans,“ rifjar Yesmine upp. Með sigrinum öðlaðist hún rétt til að taka þátt í aðalhæfileikakeppni Svíþjóðar og vann hana líka. „Sumarvinnan mín það árið var að dansa í gervi Michael Jackson á Strikinu í Kaupmannahöfn og þannig byrjaði minn ferill í dansheiminum,“ segir Yesmine en síðan þá hefur líf hennar meira og minna snúist um dans.Fékk Zara Larsson til Íslands Þetta er í annað sinn sem hún kemur að stóru verkefni á borð við þetta. „Ég sit í stjórn sænsk-íslenska verslunarráðsins. Fyrir rúmum tveimur árum skipulögðum við sænska daga og þá datt mér í hug að fá Zara Larsson til landsins en hún lítt þekkt utan Svíþjóðar. Ég hafði samband við umboðsmanninn hennar og boltinn byrjaði að rúlla. Svo sló hún í gegn og ég áttaði mig strax á því að best væri að fá reynslumeira fólk að borðinu og Sena Live kom inn í samstarfið sem heppnaðist vel.“ Yesmine segir Jackson hafa áhrif á fjölda manns um heim allan. „Ég leitaði að réttu Michael Jackson týpunni í marga mánuði og var því mjög ánægð þegar ég fann þá réttu. Það eru tveir sem deila með sér hlutverkinu í þessari sýningu, enda enginn eins og hinn eini sanni Michael Jackson. Annar dansar eins og Jackson og hinn syngur eins og hann. Þetta er alvörusýning,“ segir Yesmine. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Fleiri fréttir „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Sjá meira
Yesmine Olsson mun heiðra minningu Michael Jackson með stórsýningu í Hörpu þann 8. september nk. 18 söngvarar og dansarar koma fram og tveir skipta með sér hlutverki Jackson. Yesmine er vön að láta verkin tala. Þegar hún áttaði sig á að uppáhaldstónlistarmaðurinn hennar, Michael Jackson, hefði átt stórafmæli í ár ákvað hún að heiðra minningu hans með eftirminnilegum hætti. „Ef ég fæ hugmynd sem ég hef trú á verð ég að hrinda henni í framkvæmd. Ég fór af stað að leita að einhverjum til að leika Michael Jackson og eftir mikla leit fann ég frábæra listamenn á heimsklasssa sem hafa sett upp Michael Jackson sýningu í New York. Ég sá einn þeirra syngja og dansa í spjallþættinum hjá Ellen og vissi þá að þetta væri málið. Aðaldanshöfundurinn vann mikið með Michael Jackson sjálfum. Síðustu mánuðina hef ég verið í viðræðum við framleiðendur sýningarinnar og samningar voru undirritaðir í vikunni,“ segir Yesmine spennt og nú er því ljóst að hugmyndin verður að veruleika. 18 manna hópur kemur frá New York og verður Michael Jackson í aðalhlutverki í Hörpu þann 8. september.Yesmine í hlutverki Michael Jackson með verðlaunin fyrir sigur í hæfileikakeppninni.Dansaði í gervi Michael Jackson á Strikinu „Ég er ekki bara hrifin af Michael Jackson sem tónlistarmanni heldur hafði hann mikil áhrif á líf mitt. Þegar ég var að alast upp í Svíþjóð var ekki margt dökkt fólk í kringum mig en svo kom Michael Jackson fram á sjónarsviðið með Billie Jean og þá vissi ég hvað ég ætlaði að gera í lífinu. Ég vildi verða dansari og danshöfundur og eftir að varð ekki aftur snúið,” segir Yesmine hlæjandi. Hún var á kafi í fótbolta og stundaði æfingar á trampólini og var að eigin sögn mikil strákastelpa. „Eftir að ég sá Jackson tók dansinn yfir en ég æfði dansana hans í laumi inni í herberginu mínu því mér fannst dansskólarnir ekki nógu töff. Vikulega var tónlistarþáttur í sjónvarpinu og ég missti ekki af neinum þeirra til að sjá nýjustu dansssporin með honum,“ segir Yesmine en hún var fljót að ná rétta taktinum í dansinum og ekki leið á löngu þar til hún fékk áhuga á að taka þátt í hæfileikakeppni. „Foreldrar mínir voru ekki hrifnir af því en ég fékk það í gegn. Þeir höfðu ekki hugmynd um að ég kynni að dansa og vissu ekkert hvað ég ætlaði að sýna en þeim til mikllar undrunar bar ég sigur úr býtum með því að sýna Michael Jackson dans,“ rifjar Yesmine upp. Með sigrinum öðlaðist hún rétt til að taka þátt í aðalhæfileikakeppni Svíþjóðar og vann hana líka. „Sumarvinnan mín það árið var að dansa í gervi Michael Jackson á Strikinu í Kaupmannahöfn og þannig byrjaði minn ferill í dansheiminum,“ segir Yesmine en síðan þá hefur líf hennar meira og minna snúist um dans.Fékk Zara Larsson til Íslands Þetta er í annað sinn sem hún kemur að stóru verkefni á borð við þetta. „Ég sit í stjórn sænsk-íslenska verslunarráðsins. Fyrir rúmum tveimur árum skipulögðum við sænska daga og þá datt mér í hug að fá Zara Larsson til landsins en hún lítt þekkt utan Svíþjóðar. Ég hafði samband við umboðsmanninn hennar og boltinn byrjaði að rúlla. Svo sló hún í gegn og ég áttaði mig strax á því að best væri að fá reynslumeira fólk að borðinu og Sena Live kom inn í samstarfið sem heppnaðist vel.“ Yesmine segir Jackson hafa áhrif á fjölda manns um heim allan. „Ég leitaði að réttu Michael Jackson týpunni í marga mánuði og var því mjög ánægð þegar ég fann þá réttu. Það eru tveir sem deila með sér hlutverkinu í þessari sýningu, enda enginn eins og hinn eini sanni Michael Jackson. Annar dansar eins og Jackson og hinn syngur eins og hann. Þetta er alvörusýning,“ segir Yesmine.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Fleiri fréttir „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Sjá meira