Körfubolti

KR-ingar komnir með nýjan Kana

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kendall Pollard
Kendall Pollard Vísir/Getty

Íslandsmeistarar KR í körfubolta hafa samið við Bandaríkjamanninn Kendall Pollard um að leika með liðinu út tímabilið.

Pollard er 23 ára gamall kraftframherji sem útskrifaðist úr Dayton háskólanum í fyrra, við góðan orðstír að því er fram kemur í tilkynningu Vesturbæjarliðsins. 

Hann samdi svo við Utah Jazz á undirbúningstimabili NBA deildarinnar síðastliðið haust en komst ekki í lokahóp liðsins. Hann lék því með Salt Lake City Stars fyrri hluta tímabilsins en það er lið Jazz í þróunardeild NBA.

Miklar hræringar hafa verið á útlendingamálum KR í vetur líkt og hjá mörgum öðrum liðum Dominos deildarinnar en lokað var fyrir félagaskipti um síðastliðin mánaðarmót og ljóst að KR-ingar hafa náð að landa þessum kappa á lokametrunum en fyrir hjá liðinu er Bandaríkjamaðurinn Brandon Penn.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.