Körfubolti

KR-ingar komnir með nýjan Kana

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kendall Pollard
Kendall Pollard Vísir/Getty
Íslandsmeistarar KR í körfubolta hafa samið við Bandaríkjamanninn Kendall Pollard um að leika með liðinu út tímabilið.

Pollard er 23 ára gamall kraftframherji sem útskrifaðist úr Dayton háskólanum í fyrra, við góðan orðstír að því er fram kemur í tilkynningu Vesturbæjarliðsins. 

Hann samdi svo við Utah Jazz á undirbúningstimabili NBA deildarinnar síðastliðið haust en komst ekki í lokahóp liðsins. Hann lék því með Salt Lake City Stars fyrri hluta tímabilsins en það er lið Jazz í þróunardeild NBA.

Miklar hræringar hafa verið á útlendingamálum KR í vetur líkt og hjá mörgum öðrum liðum Dominos deildarinnar en lokað var fyrir félagaskipti um síðastliðin mánaðarmót og ljóst að KR-ingar hafa náð að landa þessum kappa á lokametrunum en fyrir hjá liðinu er Bandaríkjamaðurinn Brandon Penn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.