Reykjavík er okkar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Í umræðum um borgina eru skipulags- og samgöngumál áberandi enda mikilvæg fyrir líðan, heilsu, hagkvæmni, öryggi og fleira. En það sem býr til samfélag er fólk sem á það sameiginlegt að í því býr djúpstæð þrá eftir vellíðan. Það hlýtur því að vera markmið stjórnvalda í öllu sem þau taka sér fyrir hendur að stuðla að vellíðan íbúa og heilbrigði. Fyrir utan áhrif hins manngerða umhverfis á vellíðan hefur jöfnuður þar líklega mest áhrif, í tekjudreifingu, efnahagslegri stöðu, menntun og heilsufari. Einstaklingur sem upplifir að hann tilheyri samfélagi þar sem samkennd og samvinna ríkir og hans framlag skipti máli er líklegri til að upplifa vellíðan. Á kjörtímabilinu hefur meirihlutinn í Reykjavík unnið að því að kortleggja hvað það er sem við getum gert til að stuðla að heilbrigði, vellíðan og hamingju íbúa og á næstu vikum verður kynnt heildstæð Lýðheilsustefna. Við erum að skapa borg þar sem íbúar hafa tækifæri til að velja heilsusamlegan lífsstíl, eiga samskipti og vinna saman að sameiginlegum áhugamálum. Hverfi borgarinnar eru nú heilsueflandi þar sem fyrst er horft til umhverfis barna og eldri borgara. Við höfum tekið stefnu á að vera aldursvæn borg, erum að móta stefnu í málefnum eldri borgara þar sem kortlagðir eru allir möguleikar þeirra til að eiga fjörugt eða rólegt ævikvöld, allt eftir óskum hvers og eins. Auk þess sem víðtæk mennta- og þjónustustefna við barnafjölskyldur er í mótun. Þó hentugt geti verið að horfa á mismunandi aldur fólks í stefnumótun er mikilvægt að nærþjónusta borgarinnar sé til staðar alltaf þegar á þarf að halda út frá þörf en ekki aldri. Lífið færir okkur flestum einhverjar óvæntar áskoranir sem geta tengst öldrun, ofbeldi, langvinnum veikindum, fötlun eða hverskyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri fjölskyldunni og allt nærumhverfið líður fyrir bragðið. Við þurfum að auðvelda íbúum að fá þjónustu sem fyrst eftir að þörf skapast, því með því getum við oft komið í veg fyrir frekari veikindi eða vanlíðan. Það tekur tíma að breyta „Kerfinu“ en við höfum tekið mikilvæg skref á þessu kjörtímabili og stefnan er sett á aðgengilega og vingjarnlega þjónustu fyrir fólk.Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um borgina eru skipulags- og samgöngumál áberandi enda mikilvæg fyrir líðan, heilsu, hagkvæmni, öryggi og fleira. En það sem býr til samfélag er fólk sem á það sameiginlegt að í því býr djúpstæð þrá eftir vellíðan. Það hlýtur því að vera markmið stjórnvalda í öllu sem þau taka sér fyrir hendur að stuðla að vellíðan íbúa og heilbrigði. Fyrir utan áhrif hins manngerða umhverfis á vellíðan hefur jöfnuður þar líklega mest áhrif, í tekjudreifingu, efnahagslegri stöðu, menntun og heilsufari. Einstaklingur sem upplifir að hann tilheyri samfélagi þar sem samkennd og samvinna ríkir og hans framlag skipti máli er líklegri til að upplifa vellíðan. Á kjörtímabilinu hefur meirihlutinn í Reykjavík unnið að því að kortleggja hvað það er sem við getum gert til að stuðla að heilbrigði, vellíðan og hamingju íbúa og á næstu vikum verður kynnt heildstæð Lýðheilsustefna. Við erum að skapa borg þar sem íbúar hafa tækifæri til að velja heilsusamlegan lífsstíl, eiga samskipti og vinna saman að sameiginlegum áhugamálum. Hverfi borgarinnar eru nú heilsueflandi þar sem fyrst er horft til umhverfis barna og eldri borgara. Við höfum tekið stefnu á að vera aldursvæn borg, erum að móta stefnu í málefnum eldri borgara þar sem kortlagðir eru allir möguleikar þeirra til að eiga fjörugt eða rólegt ævikvöld, allt eftir óskum hvers og eins. Auk þess sem víðtæk mennta- og þjónustustefna við barnafjölskyldur er í mótun. Þó hentugt geti verið að horfa á mismunandi aldur fólks í stefnumótun er mikilvægt að nærþjónusta borgarinnar sé til staðar alltaf þegar á þarf að halda út frá þörf en ekki aldri. Lífið færir okkur flestum einhverjar óvæntar áskoranir sem geta tengst öldrun, ofbeldi, langvinnum veikindum, fötlun eða hverskyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri fjölskyldunni og allt nærumhverfið líður fyrir bragðið. Við þurfum að auðvelda íbúum að fá þjónustu sem fyrst eftir að þörf skapast, því með því getum við oft komið í veg fyrir frekari veikindi eða vanlíðan. Það tekur tíma að breyta „Kerfinu“ en við höfum tekið mikilvæg skref á þessu kjörtímabili og stefnan er sett á aðgengilega og vingjarnlega þjónustu fyrir fólk.Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar