Vansvefta gleymum við Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Kona verður ólétt og við tekur 9 mánaða meðganga. Barnið fæðist og foreldrar gleðjast. Fjölskyldan nýtur 9 mánaða fæðingarorlofs. Að fæðingarorlofi loknu tekur svo við svarthol óvissu og tekjutaps. Einn daginn fær barnið pláss í dagvistun og svefnvana foreldrar komast á fullt í vinnu. Lífið gengur sinn vanagang og það eina sem minnir á þetta tímabil vonleysis, tekjuleysis og svefnleysis er bölvaður yfirdrátturinn. Það hafa flestir upplifað eitthvað þessu líkt og það er eiginlega með ólíkindum að þetta sé látið viðgangast í okkar ríka samfélagi sem stærir sig af jöfnuði og kynjajafnrétti. Ég hitti svefnlækni um daginn sem sagði mér að við myndum ekki minningar þegar við erum vansvefta. Kannski er það ein ástæðan, við komumst öll í gegnum þetta og svo fellur þetta bara í gleymskunnar dá svefnleysis. Í dag byrja nær öll börn í dagvistun hjá dagforeldrum og hentar það flestum litlum börnum vel. Því miður hefur fækkað í stétt dagforeldra og við því þarf að sporna. Það þarf að stórauka niðurgreiðslur til dagforeldra og fjölga þeim sem vinna tveir og tveir saman. Kortlagning á leikvöllum borgarinnar sem nú á sér stað mun skila okkur fleiri gæsluhúsum og betri aðstöðu fyrir dagforeldra. Dagforeldrar eru og eiga að vera partur af dagvistunarkerfinu og mega ekki upplifa sig sem tegund í útrýmingarhættu. Reykjavík getur verið stolt af sínum leikskólum sem sinna sínu hlutverki sem fyrsta skólastigið af alúð og starfsfólkinu sem þar vinnur faglegt og ótrúlegt starf á hverjum degi. En það þarf að koma börnum fyrr að og tryggja börnum pláss í sínu hverfi. Þetta gerum við með því að fjölga ungbarnadeildum í öllum hverfum og fara í þær umbætur á starfsumhverfi sem nauðsynlegar eru til þess að við getum mannað nýjar stöður. Við eigum ekki að treysta á að vansvefta foreldrar harki þetta af sér og gleymi. Við eigum einfaldlega að leysa þetta fyrir börnin okkar og samfélagið allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Kona verður ólétt og við tekur 9 mánaða meðganga. Barnið fæðist og foreldrar gleðjast. Fjölskyldan nýtur 9 mánaða fæðingarorlofs. Að fæðingarorlofi loknu tekur svo við svarthol óvissu og tekjutaps. Einn daginn fær barnið pláss í dagvistun og svefnvana foreldrar komast á fullt í vinnu. Lífið gengur sinn vanagang og það eina sem minnir á þetta tímabil vonleysis, tekjuleysis og svefnleysis er bölvaður yfirdrátturinn. Það hafa flestir upplifað eitthvað þessu líkt og það er eiginlega með ólíkindum að þetta sé látið viðgangast í okkar ríka samfélagi sem stærir sig af jöfnuði og kynjajafnrétti. Ég hitti svefnlækni um daginn sem sagði mér að við myndum ekki minningar þegar við erum vansvefta. Kannski er það ein ástæðan, við komumst öll í gegnum þetta og svo fellur þetta bara í gleymskunnar dá svefnleysis. Í dag byrja nær öll börn í dagvistun hjá dagforeldrum og hentar það flestum litlum börnum vel. Því miður hefur fækkað í stétt dagforeldra og við því þarf að sporna. Það þarf að stórauka niðurgreiðslur til dagforeldra og fjölga þeim sem vinna tveir og tveir saman. Kortlagning á leikvöllum borgarinnar sem nú á sér stað mun skila okkur fleiri gæsluhúsum og betri aðstöðu fyrir dagforeldra. Dagforeldrar eru og eiga að vera partur af dagvistunarkerfinu og mega ekki upplifa sig sem tegund í útrýmingarhættu. Reykjavík getur verið stolt af sínum leikskólum sem sinna sínu hlutverki sem fyrsta skólastigið af alúð og starfsfólkinu sem þar vinnur faglegt og ótrúlegt starf á hverjum degi. En það þarf að koma börnum fyrr að og tryggja börnum pláss í sínu hverfi. Þetta gerum við með því að fjölga ungbarnadeildum í öllum hverfum og fara í þær umbætur á starfsumhverfi sem nauðsynlegar eru til þess að við getum mannað nýjar stöður. Við eigum ekki að treysta á að vansvefta foreldrar harki þetta af sér og gleymi. Við eigum einfaldlega að leysa þetta fyrir börnin okkar og samfélagið allt.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar