Árni Steinn: Ég hugsaði ekki neitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2018 12:00 Stuðningsmenn Selfoss eru á leið í Höllina. Aftur. vísir/ernir Árni Steinn Steinþórsson var hetja Selfoss í gær er hann skoraði ævintýralegt sigurmark liðsins í bikarleiknum gegn Þrótti í Laugardalshöllinni í gær. Árni Steinn lét þá skot vaða yfir allan völlinn er leiktíminn var að renna út og hitti markið. Áhöld eru um hvort leiktíminn var liðinn en markið fékk að standa og Selfoss slapp með skrekkinn gegn liðinu sem er í fimmta sæti í Grill 66 deildinni. „Við vorum næstir því búnir að gera upp á hnakka í þessum leik en það slapp,“ segir Árni Steinn en tap fyrir Þrótti hefði verið afar neyðarlegt fyrir Selfyssinga sem eru í toppbaráttunni í Olís-deildinni. „Ég veit ekki hvað við vorum að gera í þessum leik. Þetta var hræðilegt frá a til ö. Við ætluðum að verja eitthvað að vera komnir í Höllina í stað þess að sækja sigurinn. Við duttum í pirring um leið og á móti blés.“ Selfyssingar komust með sigrinum í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll. Bar þessi leikur þess merki að þeim líði ekki vel þar? „Við getum ekki sagt það. Þetta var vond general-prufa en við erum vonandi búnir að hrista af okkur skrekkinn núna.“ Eins og sjá má hér að neðan er sigurmarkið algerlega ótrúlegt. Hvað var Árni að hugsa? „Ég í raun og veru hugsaði ekki neitt. Þrumaði bara á markið og um leið og ég sleppti boltanum sá ég að markvörðurinn var í skógarferð. Ég var mjög feginn að sjá boltann fara inn. Ég vissi að leiktíminn var að klárast og brást bara við. Ég verð að segja að þetta hafi verið mitt flottasta mark á ferlinum enda var það líka mikilvægt,“ segir Árni Steinn en var tíminn liðinn er boltinn fór inn? „Ég held að bjallan sé aðeins á eftir klukkunni og því erfitt fyrir dómarana að meta þetta. Ég hefði samt verið brjálaður ef markið hefði verið dæmt af.“Algjörlega ótrúlegar lokasekúndur í leik Þróttar R. og Selfoss í 8-liða úrslitum CocaCola bikars karla í handbolta. Selfoss skoraði sigurmarkið í 27-26 sigri á síðustu sekúndunni. pic.twitter.com/BLac1sazb8 — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 8, 2018 Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fram skellti FH | Sjáðu lygilegt sigurmark Selfoss Fram gerði sér lítið fyrir og henti toppliði FH út úr Coca-Cola bikarnum þegar liðin mættust í Kaplakrika í kvöld, en lokatölur 35-27 sigur gestana úr Safamýri. 8. febrúar 2018 21:32 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Árni Steinn Steinþórsson var hetja Selfoss í gær er hann skoraði ævintýralegt sigurmark liðsins í bikarleiknum gegn Þrótti í Laugardalshöllinni í gær. Árni Steinn lét þá skot vaða yfir allan völlinn er leiktíminn var að renna út og hitti markið. Áhöld eru um hvort leiktíminn var liðinn en markið fékk að standa og Selfoss slapp með skrekkinn gegn liðinu sem er í fimmta sæti í Grill 66 deildinni. „Við vorum næstir því búnir að gera upp á hnakka í þessum leik en það slapp,“ segir Árni Steinn en tap fyrir Þrótti hefði verið afar neyðarlegt fyrir Selfyssinga sem eru í toppbaráttunni í Olís-deildinni. „Ég veit ekki hvað við vorum að gera í þessum leik. Þetta var hræðilegt frá a til ö. Við ætluðum að verja eitthvað að vera komnir í Höllina í stað þess að sækja sigurinn. Við duttum í pirring um leið og á móti blés.“ Selfyssingar komust með sigrinum í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll. Bar þessi leikur þess merki að þeim líði ekki vel þar? „Við getum ekki sagt það. Þetta var vond general-prufa en við erum vonandi búnir að hrista af okkur skrekkinn núna.“ Eins og sjá má hér að neðan er sigurmarkið algerlega ótrúlegt. Hvað var Árni að hugsa? „Ég í raun og veru hugsaði ekki neitt. Þrumaði bara á markið og um leið og ég sleppti boltanum sá ég að markvörðurinn var í skógarferð. Ég var mjög feginn að sjá boltann fara inn. Ég vissi að leiktíminn var að klárast og brást bara við. Ég verð að segja að þetta hafi verið mitt flottasta mark á ferlinum enda var það líka mikilvægt,“ segir Árni Steinn en var tíminn liðinn er boltinn fór inn? „Ég held að bjallan sé aðeins á eftir klukkunni og því erfitt fyrir dómarana að meta þetta. Ég hefði samt verið brjálaður ef markið hefði verið dæmt af.“Algjörlega ótrúlegar lokasekúndur í leik Þróttar R. og Selfoss í 8-liða úrslitum CocaCola bikars karla í handbolta. Selfoss skoraði sigurmarkið í 27-26 sigri á síðustu sekúndunni. pic.twitter.com/BLac1sazb8 — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 8, 2018
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fram skellti FH | Sjáðu lygilegt sigurmark Selfoss Fram gerði sér lítið fyrir og henti toppliði FH út úr Coca-Cola bikarnum þegar liðin mættust í Kaplakrika í kvöld, en lokatölur 35-27 sigur gestana úr Safamýri. 8. febrúar 2018 21:32 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Fram skellti FH | Sjáðu lygilegt sigurmark Selfoss Fram gerði sér lítið fyrir og henti toppliði FH út úr Coca-Cola bikarnum þegar liðin mættust í Kaplakrika í kvöld, en lokatölur 35-27 sigur gestana úr Safamýri. 8. febrúar 2018 21:32