Hvaða borgarstarfsmönnum mun Eyþór segja upp? Magnús Már Guðmundsson skrifar 20. janúar 2018 15:57 Hin fimm fræknu keppast nú í oddvitaslag um atkvæði Sjálfstæðismanna í Reykjavík og beita þau til þess ólíkum meðulum. Tvö nýta sæti sín í borgarstjórnarsalnum ágætlega, einn frambjóðandinn býr í Garðabæ en keyrir til Reykjavíkur, sá fjórði fordæmir feita og útlendinga og sá fimmti birtir forsíðufréttir um sjálfan sig í eigin fjölmiðli. Sá heitir Eyþór Arnalds sem skrifaði greinar í vikunni, þó ekki Morgunblaðið, heldur í Fréttablaðið sem ritstjóri Morgunblaðsins segir að enginn lesi. Í byrjun vikunnar boðaði hann lausn á „leikskólavandanum“ sem felst í því að segja starfsfólki borgarinnar upp. Í gær skrifaði hann að þétting byggðar væri misheppnuð og boðaði í sömu grein frekari uppbyggingu í 101 til að minnka umferðartafir! Á milli þess sem hann skrifaði greinar birtist hann á forsíðu Morgunblaðsins og vildi segja upp samningi við ríkið sem tryggir borginni árlega milljarð til reksturs Strætó og hafnaði hugmyndum um sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um borgarlínu. Skemmst er frá því að segja að ekkert var fjallað um tafirnar á umferðinni sem þessar breytingar mundu óhjákvæmilega valda.Fátt um svör Mótsagnakenndur málflutningur Eyþórs er með miklum ólíkindum og hann hrakinn með afgerandi hætti í vikunni undir merkimiðanum #tómirvagnir. Hér verður spjótunum beint sértaklega að skólamálum, sem oft fá litla athygli, og þeim starfsmönnum sem Eyþór ætlar að reka til að bæta skólastarf. Í grein sinni tilgreindi Eyþór ekki hvar hann sér fyrir sér að losa sig við borgarstarfsmenn né hvernig þeir fjármunir sem myndu mögulega sparast í slíkum aðgerðum ættu að skila sér í bættu skólastarfi. Rósa Ingvarsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, krafði Eyþór svara vegna þessara skrifa og óskaði eftir því að fá heyra í hverju niðurskurðartillögurnar sem Eyþór boðaði fælust. Svarið var hins vegar svo gott sem jafn innihaldslaust og hin popúlíska grein hans. Eyþór segist vilja bæta skólana og til þess þurfi að „setja skýr markmið og vinna markvisst að árangri“ . Punktur. Hann hefur sem sagt ekki nein svör. Gera þarf betur í mönnun leik- og grunnskóla. Uppsveiflan og mikill skortur á vinnuafli gerir sveitarfélögunum erfitt fyrir. Vegna stærðar sinnar hefur athyglin ekki síst beinst að Reykjavík þrátt fyrir að staðan hafi ekki verið verst þar í vetur. Ágætlega hefur gengið að ráða í lausar stöður, þó enn séu einhverjir leikskólar ekki fullmannaðir. Það er sannarlega slæmt og er okkur sem komum að stjórn borgarinnar mikið kappsmál að leysa. Þetta er veruleikinn eins og hann blasir við stjórnmálamönnum á höfuðborgarsvæðinu og víða annarsstaðar á landinu hvort heldur sem fólk stendur til vinstri eða hægri í pólitík. Í Reykjavík höfum við kappkostað að vanda okkur og forgangsraðað fjármunum í skólamál, velferð og innviði. Fjárveitingar til skóla- og frístundamála hafa þannig aukist um 9 milljarða króna á yfirstandandi kjörtímabili þrátt fyrir að leikskólagjöld hafi einnig lækkað. Að auki stendur nú yfir metnaðarfull vinna verið gerð menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 auk þess sem sérstakir hópar með kennurum, fulltrúum fræðasamfélagsins og fleirum innanborðs hafa rýnt í starfsumhverfi í leik- og grunnskóla. Það hefur sem sagt ansi margt verið gert sem þegar hefur og mun áfram skila sér til baka á næstu misserum.Minnir á TrumpAð einn helsti ökuþór Valhallar reyni að breiða yfir þessu mikilvægu skref sem hafa verið stigin og segi lausnina felast í því að segja borgarstarfsmönnum upp störfum er grafalvarlegt. Þar er boðuð ódýr töfralausn sem stenst enga skoðun. Lausn sem er til þess fallinn að villa um fyrir almenningi og afvegaleiða umræður á fölskum forsendum í aðdraganda kosninga. Málflutningurinn minnir óþægilega á Donald Trump og helstu forsvarsmenn Brexit. Það má öllum vera ljóst sem hafa minnsta áhuga skólamálum að uppsagnir nokkurra embættismanna duga skammt þegar litið er á þá staðreynd að 4.300 starfsmenn starfa hjá skóla- og frístundasviði. Smekkleysið sem felst í því að hóta starfsmönnum borgarinnar uppsögnum verða Sjálfstæðismenn í Reykjavík að eiga við sig sjálfa. Hins vegar heyrir það upp á okkur öll að láta ekki innistæðulausar upphrópanir og hægri popúlisma stela umræðunni. Þá munum við sitja uppi með svikin loforð og verri samfélög.Höfundur er formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hin fimm fræknu keppast nú í oddvitaslag um atkvæði Sjálfstæðismanna í Reykjavík og beita þau til þess ólíkum meðulum. Tvö nýta sæti sín í borgarstjórnarsalnum ágætlega, einn frambjóðandinn býr í Garðabæ en keyrir til Reykjavíkur, sá fjórði fordæmir feita og útlendinga og sá fimmti birtir forsíðufréttir um sjálfan sig í eigin fjölmiðli. Sá heitir Eyþór Arnalds sem skrifaði greinar í vikunni, þó ekki Morgunblaðið, heldur í Fréttablaðið sem ritstjóri Morgunblaðsins segir að enginn lesi. Í byrjun vikunnar boðaði hann lausn á „leikskólavandanum“ sem felst í því að segja starfsfólki borgarinnar upp. Í gær skrifaði hann að þétting byggðar væri misheppnuð og boðaði í sömu grein frekari uppbyggingu í 101 til að minnka umferðartafir! Á milli þess sem hann skrifaði greinar birtist hann á forsíðu Morgunblaðsins og vildi segja upp samningi við ríkið sem tryggir borginni árlega milljarð til reksturs Strætó og hafnaði hugmyndum um sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um borgarlínu. Skemmst er frá því að segja að ekkert var fjallað um tafirnar á umferðinni sem þessar breytingar mundu óhjákvæmilega valda.Fátt um svör Mótsagnakenndur málflutningur Eyþórs er með miklum ólíkindum og hann hrakinn með afgerandi hætti í vikunni undir merkimiðanum #tómirvagnir. Hér verður spjótunum beint sértaklega að skólamálum, sem oft fá litla athygli, og þeim starfsmönnum sem Eyþór ætlar að reka til að bæta skólastarf. Í grein sinni tilgreindi Eyþór ekki hvar hann sér fyrir sér að losa sig við borgarstarfsmenn né hvernig þeir fjármunir sem myndu mögulega sparast í slíkum aðgerðum ættu að skila sér í bættu skólastarfi. Rósa Ingvarsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, krafði Eyþór svara vegna þessara skrifa og óskaði eftir því að fá heyra í hverju niðurskurðartillögurnar sem Eyþór boðaði fælust. Svarið var hins vegar svo gott sem jafn innihaldslaust og hin popúlíska grein hans. Eyþór segist vilja bæta skólana og til þess þurfi að „setja skýr markmið og vinna markvisst að árangri“ . Punktur. Hann hefur sem sagt ekki nein svör. Gera þarf betur í mönnun leik- og grunnskóla. Uppsveiflan og mikill skortur á vinnuafli gerir sveitarfélögunum erfitt fyrir. Vegna stærðar sinnar hefur athyglin ekki síst beinst að Reykjavík þrátt fyrir að staðan hafi ekki verið verst þar í vetur. Ágætlega hefur gengið að ráða í lausar stöður, þó enn séu einhverjir leikskólar ekki fullmannaðir. Það er sannarlega slæmt og er okkur sem komum að stjórn borgarinnar mikið kappsmál að leysa. Þetta er veruleikinn eins og hann blasir við stjórnmálamönnum á höfuðborgarsvæðinu og víða annarsstaðar á landinu hvort heldur sem fólk stendur til vinstri eða hægri í pólitík. Í Reykjavík höfum við kappkostað að vanda okkur og forgangsraðað fjármunum í skólamál, velferð og innviði. Fjárveitingar til skóla- og frístundamála hafa þannig aukist um 9 milljarða króna á yfirstandandi kjörtímabili þrátt fyrir að leikskólagjöld hafi einnig lækkað. Að auki stendur nú yfir metnaðarfull vinna verið gerð menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 auk þess sem sérstakir hópar með kennurum, fulltrúum fræðasamfélagsins og fleirum innanborðs hafa rýnt í starfsumhverfi í leik- og grunnskóla. Það hefur sem sagt ansi margt verið gert sem þegar hefur og mun áfram skila sér til baka á næstu misserum.Minnir á TrumpAð einn helsti ökuþór Valhallar reyni að breiða yfir þessu mikilvægu skref sem hafa verið stigin og segi lausnina felast í því að segja borgarstarfsmönnum upp störfum er grafalvarlegt. Þar er boðuð ódýr töfralausn sem stenst enga skoðun. Lausn sem er til þess fallinn að villa um fyrir almenningi og afvegaleiða umræður á fölskum forsendum í aðdraganda kosninga. Málflutningurinn minnir óþægilega á Donald Trump og helstu forsvarsmenn Brexit. Það má öllum vera ljóst sem hafa minnsta áhuga skólamálum að uppsagnir nokkurra embættismanna duga skammt þegar litið er á þá staðreynd að 4.300 starfsmenn starfa hjá skóla- og frístundasviði. Smekkleysið sem felst í því að hóta starfsmönnum borgarinnar uppsögnum verða Sjálfstæðismenn í Reykjavík að eiga við sig sjálfa. Hins vegar heyrir það upp á okkur öll að láta ekki innistæðulausar upphrópanir og hægri popúlisma stela umræðunni. Þá munum við sitja uppi með svikin loforð og verri samfélög.Höfundur er formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun