Fjögur prósent Eyþór Arnalds skrifar 24. janúar 2018 07:00 Almenningssamgöngur þarf að bæta á raunhæfan hátt. Alla daga lendir Strætó í umferðartöppum og töfum ekkert síður en fjölskyldubílar í Reykjavík. Forgangsakreinar létta þetta að hluta, en á meðan umferðin þyngist ár frá ári verður vandi Strætó áfram mikill. Sú leið hefur verið farin nú í fimm ár að taka milljarð úr framkvæmdafé Vegagerðarinnar og setja hann í tilraunverkefni sem átti að skila meiri notkun á Strætó. Um 4% ferða voru með Strætó 2013 og var markmið samningsins að sú tala færi í 8% á tíu árum. Nú, fimm árum og fimm milljörðum síðar, er hlutfallið enn þá 4% og verkefnið því fallið um sjálft sig. Þegar ég leyfði mér að benda á þessa staðreynd reyndu sumir að slá pólitískar keilur með því að halda því fram að ég hafi sett í grein að í Strætó væru „tómir vagnar“. Fóru þá margir á flug, átu hver upp eftir öðrum þótt ég hafi þetta hvergi skrifað. Það er einkenni rökþrota fólks þegar það vitnar vísvitandi ranglega í annarra manna orð. Það er einmitt svona málflutningur sem hefur fært stjórnmálin niður á svo lágt plan að almenningur ber litla sem enga virðingu fyrir stjórnmálamönnum. Við skulum horfast í augu við raunveruleikann og ræða saman út frá staðreyndum. Eingöngu þannig getum við tekist á við vandann sem fer vaxandi. Ég vil bæta almenningssamgöngur með þeim leiðum sem eru raunhæfar og markvissar og bæta leiðakerfið. Svo er hægt að styðja við ungt fólk í strætó óháð efnahag. Það gerði ég með félögum mínum í Árborg þegar við samþykktum að leyfa grunnskólabörnum að ferðast ókeypis með strætó innan sveitarfélagsins. Þeir sem ekki hafa fengið bílpróf hafa jú engan annan kost. Þetta minnkar skutl og nýtir vagnana betur. Ennfremur er það jafnréttismál að ungt fólk komist kostnaðarlítið í íþrótta- og tómstundastarf frá heimili sínu. Kannski væri hægt að læra af þessari reynslu og ná raunhæfum árangri án þess að veðja á risalausnir fyrir tugi milljarða sem verulegar efasemdir eru um að gangi upp.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Skoðun Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningssamgöngur þarf að bæta á raunhæfan hátt. Alla daga lendir Strætó í umferðartöppum og töfum ekkert síður en fjölskyldubílar í Reykjavík. Forgangsakreinar létta þetta að hluta, en á meðan umferðin þyngist ár frá ári verður vandi Strætó áfram mikill. Sú leið hefur verið farin nú í fimm ár að taka milljarð úr framkvæmdafé Vegagerðarinnar og setja hann í tilraunverkefni sem átti að skila meiri notkun á Strætó. Um 4% ferða voru með Strætó 2013 og var markmið samningsins að sú tala færi í 8% á tíu árum. Nú, fimm árum og fimm milljörðum síðar, er hlutfallið enn þá 4% og verkefnið því fallið um sjálft sig. Þegar ég leyfði mér að benda á þessa staðreynd reyndu sumir að slá pólitískar keilur með því að halda því fram að ég hafi sett í grein að í Strætó væru „tómir vagnar“. Fóru þá margir á flug, átu hver upp eftir öðrum þótt ég hafi þetta hvergi skrifað. Það er einkenni rökþrota fólks þegar það vitnar vísvitandi ranglega í annarra manna orð. Það er einmitt svona málflutningur sem hefur fært stjórnmálin niður á svo lágt plan að almenningur ber litla sem enga virðingu fyrir stjórnmálamönnum. Við skulum horfast í augu við raunveruleikann og ræða saman út frá staðreyndum. Eingöngu þannig getum við tekist á við vandann sem fer vaxandi. Ég vil bæta almenningssamgöngur með þeim leiðum sem eru raunhæfar og markvissar og bæta leiðakerfið. Svo er hægt að styðja við ungt fólk í strætó óháð efnahag. Það gerði ég með félögum mínum í Árborg þegar við samþykktum að leyfa grunnskólabörnum að ferðast ókeypis með strætó innan sveitarfélagsins. Þeir sem ekki hafa fengið bílpróf hafa jú engan annan kost. Þetta minnkar skutl og nýtir vagnana betur. Ennfremur er það jafnréttismál að ungt fólk komist kostnaðarlítið í íþrótta- og tómstundastarf frá heimili sínu. Kannski væri hægt að læra af þessari reynslu og ná raunhæfum árangri án þess að veðja á risalausnir fyrir tugi milljarða sem verulegar efasemdir eru um að gangi upp.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun