Góðgerðarsamtökin leyst upp eftir fréttir af grófri kynferðislegri áreitni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2018 22:01 Kvöldverðurinn fór fram á einu glæsilegasta hóteli London, The Dorchester Hotel. vísir/Getty Bresku góðgerðarsamtökin The President‘s Club verða leyst upp í kjölfar fréttar Financial Times þar sem fjallað var um grófa kynferðislega áreitni karla í garð kvenna sem ráðnar höfðu verið til að þjóna í góðgerðarkvöldverði samtakanna. Þeim peningum sem eftir eru í sjóðum samtakanna, og var meðal annars safna á kvöldverðinum, verður ráðstafað í þágu barna að því er fram kemur í frétt BBC um málið. Eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag hefur umræddur góðgerðarkvöldverður verið fastur liður í viðburðadagatali þotuliðsins í London í 33 ár. Hingað til hefur þó lítið verið vitað um það sem fram hefur farið í þessum kvöldverði þar sem karlar eru einungis velkomnir þangað sem gestir og konur ráðnar til að þjóna þeim. Í ítarlegri úttekt Financial Times um kvöldverðinn sem haldinn var í seinustu viku á Dorchester-hótelinu í London er því lýst að karlarnir, veislugestirnir, hafi káfað á þjónunum, þær fengið að heyra grófar athugasemdir og einhverjir gestanna gerðust svo kræfir að bjóða þeim upp á hótelherbergi. Nokkrar sögðu að gestir hefðu farið með hendur undir pils þeirra og ein sagði að einn gestur hefði berað sig fyrir henni. Frétt Financial Times hefur vakið gríðarlega athygli í Bretlandi en á meðal gesta í kvöldverðurinn var menntamálaráðherrann Nadhim Zahawi. Samkvæmt BBC mun hann þurfa að útskýra fyrir ríkisstjórninni hvað fram fór í kvöldverðinum og hvað hann sá. Þá hefur Great Ormond Sreet-barnaspítalinn sem njóta átti góðs af söfnuninni á kvöldverði neitað að taka við peningum frá The Presidet‘s Club. Leikarinn góðkunni og barnabókahöfundurinn David Walliams var kynnir á kvöldinu. Hann sagði á Twitter-síðu sinni í dag að hann hefði ekki orðið var við neitt af því sem lýst er í grein Financial Times en að honum byði við því sem þar væri greint frá. Tengdar fréttir Skila fjárframlögum eftir fréttir af grófri áreitni: Sagt að fara úr nærbuxunum og dansa uppi á borði Góðgerðarkvöldverður The President's Club hefur verið fastur liður í viðburðardagatali þotuliðsins í London í 33 ár. 24. janúar 2018 16:18 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sjá meira
Bresku góðgerðarsamtökin The President‘s Club verða leyst upp í kjölfar fréttar Financial Times þar sem fjallað var um grófa kynferðislega áreitni karla í garð kvenna sem ráðnar höfðu verið til að þjóna í góðgerðarkvöldverði samtakanna. Þeim peningum sem eftir eru í sjóðum samtakanna, og var meðal annars safna á kvöldverðinum, verður ráðstafað í þágu barna að því er fram kemur í frétt BBC um málið. Eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag hefur umræddur góðgerðarkvöldverður verið fastur liður í viðburðadagatali þotuliðsins í London í 33 ár. Hingað til hefur þó lítið verið vitað um það sem fram hefur farið í þessum kvöldverði þar sem karlar eru einungis velkomnir þangað sem gestir og konur ráðnar til að þjóna þeim. Í ítarlegri úttekt Financial Times um kvöldverðinn sem haldinn var í seinustu viku á Dorchester-hótelinu í London er því lýst að karlarnir, veislugestirnir, hafi káfað á þjónunum, þær fengið að heyra grófar athugasemdir og einhverjir gestanna gerðust svo kræfir að bjóða þeim upp á hótelherbergi. Nokkrar sögðu að gestir hefðu farið með hendur undir pils þeirra og ein sagði að einn gestur hefði berað sig fyrir henni. Frétt Financial Times hefur vakið gríðarlega athygli í Bretlandi en á meðal gesta í kvöldverðurinn var menntamálaráðherrann Nadhim Zahawi. Samkvæmt BBC mun hann þurfa að útskýra fyrir ríkisstjórninni hvað fram fór í kvöldverðinum og hvað hann sá. Þá hefur Great Ormond Sreet-barnaspítalinn sem njóta átti góðs af söfnuninni á kvöldverði neitað að taka við peningum frá The Presidet‘s Club. Leikarinn góðkunni og barnabókahöfundurinn David Walliams var kynnir á kvöldinu. Hann sagði á Twitter-síðu sinni í dag að hann hefði ekki orðið var við neitt af því sem lýst er í grein Financial Times en að honum byði við því sem þar væri greint frá.
Tengdar fréttir Skila fjárframlögum eftir fréttir af grófri áreitni: Sagt að fara úr nærbuxunum og dansa uppi á borði Góðgerðarkvöldverður The President's Club hefur verið fastur liður í viðburðardagatali þotuliðsins í London í 33 ár. 24. janúar 2018 16:18 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sjá meira
Skila fjárframlögum eftir fréttir af grófri áreitni: Sagt að fara úr nærbuxunum og dansa uppi á borði Góðgerðarkvöldverður The President's Club hefur verið fastur liður í viðburðardagatali þotuliðsins í London í 33 ár. 24. janúar 2018 16:18