Auglýsir Háskólann sem hann gekk ekki í Benedikt Bóas skrifar 25. janúar 2018 14:00 Þorsteinn Bachmann, Smári Laufdal Þorsteinn Bachmann hefur slegið í gegn í auglýsingum um happdrætti Háskóla Íslands en þar leikur hann Smára Laufdal, rektor Háskólans í heppni, sem hefur það eitt að markmiði að fjölga heppnum Íslendingum. Þorsteinn hefur ekki verið mikið í því að leika í auglýsingum og varið meiri tíma í gerð okkar bestu bíómynda, eins og Vonarstræti og Undir trénu, og sjónvarpsþátta. „Ég er ekkert mikið að sækjast eftir að vera í auglýsingum. Ekki nema það sé eitthvað spes og mér fannst þetta strax skemmtilegt verkefni. Það er húmor í þessu og sniðug flétta þannig að ég ákvað að slá til. En það er rétt, ég hef ekkert verið að auglýsa í nokkur ár,“ segir Þorsteinn. Hann rifjar upp að síðasta auglýsing sem hann var í hafi verið bensínstöðvaauglýsing frá Orkunni sem var spiluð í útvarpi. „Það var líka grín. Ef það er skemmtilegt, þá er þetta þess virði.“ Nokkra athygli vekur að Þorsteinn gekk ekki í Háskóla Íslands sem hann auglýsir nú fyrir. Hann flutti ungur til Flórída ásamt fjölskyldu sinni og fór í leiklistarskólann eftir að hafa útskrifast úr Verslunarskólanum. „Ég tók reyndar tvo kúrsa utan skóla sem báðir voru liður í því að undirbúa mig fyrir leiklistarskólann. Ég ákvað að koma heim og læra leiklist á Íslandi enda með bullandi heimþrá enda er svo leiðinlegt á Flórída,“ segir hann en hann hafði þá byrjað námið í Bandaríkjunum. Ásamt námi vann hann í Sædýrasafninu í Hafnarfirði þar sem hann meðal annars vann við það að sópa gólf apanna sem þar dvöldu. „Þetta var stórkostlegur tími,“ segir hann hlæjandi. „Ég kom einn heim og var samferða Jóni Diðriki Jónssyni í flugvélinni en pabbi hans var með Sædýrasafnið. Þannig atvikaðist það en þetta var fín reynsla.“ Átta manna bekkurinn hans í Leiklistarskólanum var skipaður einvalaliði sem hefur lengi glatt landann með tilþrifum á sviði og á skjánum. Alls sóttu 63 um og komust átta að, meðal annars Þorsteinn Guðmundsson og Gunnar Helgason. Karakterinn Smári Laufdal er rétt að byrja að sögn Þorsteins og munu enn fleiri auglýsingar birtast. „Það kemur meira. Þetta er bara rétt að byrja.“ Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Þorsteinn Bachmann hefur slegið í gegn í auglýsingum um happdrætti Háskóla Íslands en þar leikur hann Smára Laufdal, rektor Háskólans í heppni, sem hefur það eitt að markmiði að fjölga heppnum Íslendingum. Þorsteinn hefur ekki verið mikið í því að leika í auglýsingum og varið meiri tíma í gerð okkar bestu bíómynda, eins og Vonarstræti og Undir trénu, og sjónvarpsþátta. „Ég er ekkert mikið að sækjast eftir að vera í auglýsingum. Ekki nema það sé eitthvað spes og mér fannst þetta strax skemmtilegt verkefni. Það er húmor í þessu og sniðug flétta þannig að ég ákvað að slá til. En það er rétt, ég hef ekkert verið að auglýsa í nokkur ár,“ segir Þorsteinn. Hann rifjar upp að síðasta auglýsing sem hann var í hafi verið bensínstöðvaauglýsing frá Orkunni sem var spiluð í útvarpi. „Það var líka grín. Ef það er skemmtilegt, þá er þetta þess virði.“ Nokkra athygli vekur að Þorsteinn gekk ekki í Háskóla Íslands sem hann auglýsir nú fyrir. Hann flutti ungur til Flórída ásamt fjölskyldu sinni og fór í leiklistarskólann eftir að hafa útskrifast úr Verslunarskólanum. „Ég tók reyndar tvo kúrsa utan skóla sem báðir voru liður í því að undirbúa mig fyrir leiklistarskólann. Ég ákvað að koma heim og læra leiklist á Íslandi enda með bullandi heimþrá enda er svo leiðinlegt á Flórída,“ segir hann en hann hafði þá byrjað námið í Bandaríkjunum. Ásamt námi vann hann í Sædýrasafninu í Hafnarfirði þar sem hann meðal annars vann við það að sópa gólf apanna sem þar dvöldu. „Þetta var stórkostlegur tími,“ segir hann hlæjandi. „Ég kom einn heim og var samferða Jóni Diðriki Jónssyni í flugvélinni en pabbi hans var með Sædýrasafnið. Þannig atvikaðist það en þetta var fín reynsla.“ Átta manna bekkurinn hans í Leiklistarskólanum var skipaður einvalaliði sem hefur lengi glatt landann með tilþrifum á sviði og á skjánum. Alls sóttu 63 um og komust átta að, meðal annars Þorsteinn Guðmundsson og Gunnar Helgason. Karakterinn Smári Laufdal er rétt að byrja að sögn Þorsteins og munu enn fleiri auglýsingar birtast. „Það kemur meira. Þetta er bara rétt að byrja.“
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein