Þetta snýst um traust Guðmundur Andri Thorsson skrifar 11. janúar 2018 07:00 Þetta kann að þykja róttæk kenning – en dómaraskipan er ekki einkamál Sjálfstæðismanna. Hún er ekki einu sinni einkamál lögmanna heldur varðar alla landsmenn. Það er ein forsendan fyrir heilbrigðu þjóðlífi að dómstólar séu sjálfstæðir og lausir við íhlutun hins pólitíska valds, klíkuvalds og auðvalds. Það er góðra gjalda vert hjá forsætisráðherra að skipa ágæta nefnd með ágætu fólki um að auka traust á stjórnmálum. En óneitanlega gerir ýmislegt nefndinni erfitt fyrir. Til dæmis þetta: Dómsmálaráðherra hefur fengið á sig dóm Hæstaréttar um að hún hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt – en situr þó enn. Og ekkert fararsnið á henni enda nýtur hún trausts forsætisráðherra. Og enn lætur Sjálfstæðisflokkurinn eins og skipan dómara sé innanflokksmál þar á bæ. Þetta er áhyggjuefni. Það hefur verulega reynt á dómstóla hér á undanförnum árum vegna flókinna fjársvikamála sem komu upp við Hrunið. Auðugir sakborningar berjast um á hæl og hnakka við að ónýta mál á hendur sér og hafa reynt með öllum ráðum að koma í veg fyrir eðlilega málsmeðferð. Þessir aðilar vilja eflaust hafa hönd í bagga með því hverjir dæma í fjársvikamálum sem þeim tengjast. Við vitum líka að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einskært lífsskoðunarfélag heldur rammgert tengslanet auðs og valda og að auðmenn hafa þar mikil ítök. Ráðningar dómara þurfa að vera hafnar yfir vafa og því er afar óheppilegt fyrir dómsvaldið, rannsóknaraðila og þjóðina almennt, að Sjálfstæðismenn skuli hunsa niðurstöður hæfnisnefnda til að koma að þóknanlegri dómurum eða fara að niðurstöðum með hundshaus. Mikilvægt er að standa vörð um þrígreiningu ríkisvaldsins – og sjálfstæði dómstóla gagnvart ásælni hins pólitíska valds og auðmanna sem sjá hag sinn í því að vita af vinsamlegum dómurum að störfum. Þetta snýst nefnilega um traust: Almenningur verður að geta treyst því að dómarar landsins dæmi eftir lögum burtséð frá tengslum við Flokk og fjárplógsmenn. Þó að hitt sé vissulega góðra gjalda vert: að skipa ágætar nefndir með ágætu fólki. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þetta kann að þykja róttæk kenning – en dómaraskipan er ekki einkamál Sjálfstæðismanna. Hún er ekki einu sinni einkamál lögmanna heldur varðar alla landsmenn. Það er ein forsendan fyrir heilbrigðu þjóðlífi að dómstólar séu sjálfstæðir og lausir við íhlutun hins pólitíska valds, klíkuvalds og auðvalds. Það er góðra gjalda vert hjá forsætisráðherra að skipa ágæta nefnd með ágætu fólki um að auka traust á stjórnmálum. En óneitanlega gerir ýmislegt nefndinni erfitt fyrir. Til dæmis þetta: Dómsmálaráðherra hefur fengið á sig dóm Hæstaréttar um að hún hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt – en situr þó enn. Og ekkert fararsnið á henni enda nýtur hún trausts forsætisráðherra. Og enn lætur Sjálfstæðisflokkurinn eins og skipan dómara sé innanflokksmál þar á bæ. Þetta er áhyggjuefni. Það hefur verulega reynt á dómstóla hér á undanförnum árum vegna flókinna fjársvikamála sem komu upp við Hrunið. Auðugir sakborningar berjast um á hæl og hnakka við að ónýta mál á hendur sér og hafa reynt með öllum ráðum að koma í veg fyrir eðlilega málsmeðferð. Þessir aðilar vilja eflaust hafa hönd í bagga með því hverjir dæma í fjársvikamálum sem þeim tengjast. Við vitum líka að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einskært lífsskoðunarfélag heldur rammgert tengslanet auðs og valda og að auðmenn hafa þar mikil ítök. Ráðningar dómara þurfa að vera hafnar yfir vafa og því er afar óheppilegt fyrir dómsvaldið, rannsóknaraðila og þjóðina almennt, að Sjálfstæðismenn skuli hunsa niðurstöður hæfnisnefnda til að koma að þóknanlegri dómurum eða fara að niðurstöðum með hundshaus. Mikilvægt er að standa vörð um þrígreiningu ríkisvaldsins – og sjálfstæði dómstóla gagnvart ásælni hins pólitíska valds og auðmanna sem sjá hag sinn í því að vita af vinsamlegum dómurum að störfum. Þetta snýst nefnilega um traust: Almenningur verður að geta treyst því að dómarar landsins dæmi eftir lögum burtséð frá tengslum við Flokk og fjárplógsmenn. Þó að hitt sé vissulega góðra gjalda vert: að skipa ágætar nefndir með ágætu fólki. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar