Þrýstingur um að kæra getur reynst brotaþolum kynferðisofbeldis „áfall númer tvö” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2018 19:00 Jón H. B. Snorrason, saksóknari við embætti ríkissaksóknara. Vísir/Sigurjón Það getur reynst þolendum kynferðisafbrota vera „áfall númer tvö” þegar þeir eru beittir þrýstingi til að tala við lögreglu, gefa skýrslu eða kæra brot. Að sama skapi eru meiri líkur á að mál upplýsist og jafnvel leiði til ákæru ef lögregla getur hafið rannsókn strax. „Tíminn er versti óvinur réttvísinna,“ þegar kynferðisbrot eru annars vegar, að því er fram kom í máli dómsmálaráðherra og annarra sem kvöddu sér hljóðs á ráðstefnunni „þögnin, skömmin og kerfið“ sem fram í Háskólanum í Reykjavík. Þar flutti Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, erindi sem fjallaði um það hvort lögreglan pressi um of á þolendur að kæra. „Lögreglan pressar eðli málsins samkvæmt talsvert á að geta byrjað strax. Vonandi hefur það ekki alvarlegar afleiðingar og eykur á vanlíðan brotaþolans,“ segir Jón í samtali við Stöð 2. Samkvæmt rannsókn sem Jón vitnaði til í erindi sínu, felldi embætti ríkissaksóknara niður 53,3% mála í þeim tilfellum sem rannsókn hófst innan við sólarhring frá því að atvik átti sér stað. 46,7% málanna leiddu hins vegar til ákæru. Aftur á móti þegar yfir sólarhringur var liðin frá atburði og þar til rannsókn hófst, hækkaði hlutfall brota sem felld voru niður, umtalsvert. 75,5% málanna voru felld niður en aðeins 24,5% þeirra leiddu til ákæru. Jón segir niðurstöðurnar sláandi. „Sá tími sem líður frá því að brot er framið, hann er á kostnað vinnu lögreglu um öflun sönnunargagna og upplýsinga þannig að tíminn vinnur gegn árangri í rannsóknum,“ segir Jón. Að sögn Jóns hefur þróunin þó verið í rétta átt undanfarin tíu til tuttugu ár. Nú bjóðist brotaþolum ýmis þjónusta sérfræðinga og þeim tryggður réttargæslumaður. „Þetta er mjög erfið staða sem að brotaþoli er í, hefur orðið fyrir mjög alvarlegu broti. Það þarf náttúrlega að taka tillit til þess eins og hægt er,“ segir Jón. Tengdar fréttir Að meðaltali 58 heimilisofbeldismál á mánuði Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið gert af umbótum og skipulagsbreytingum á kynferðisbrotadeild lögreglunnar. 5. janúar 2018 16:00 Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Það getur reynst þolendum kynferðisafbrota vera „áfall númer tvö” þegar þeir eru beittir þrýstingi til að tala við lögreglu, gefa skýrslu eða kæra brot. Að sama skapi eru meiri líkur á að mál upplýsist og jafnvel leiði til ákæru ef lögregla getur hafið rannsókn strax. „Tíminn er versti óvinur réttvísinna,“ þegar kynferðisbrot eru annars vegar, að því er fram kom í máli dómsmálaráðherra og annarra sem kvöddu sér hljóðs á ráðstefnunni „þögnin, skömmin og kerfið“ sem fram í Háskólanum í Reykjavík. Þar flutti Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, erindi sem fjallaði um það hvort lögreglan pressi um of á þolendur að kæra. „Lögreglan pressar eðli málsins samkvæmt talsvert á að geta byrjað strax. Vonandi hefur það ekki alvarlegar afleiðingar og eykur á vanlíðan brotaþolans,“ segir Jón í samtali við Stöð 2. Samkvæmt rannsókn sem Jón vitnaði til í erindi sínu, felldi embætti ríkissaksóknara niður 53,3% mála í þeim tilfellum sem rannsókn hófst innan við sólarhring frá því að atvik átti sér stað. 46,7% málanna leiddu hins vegar til ákæru. Aftur á móti þegar yfir sólarhringur var liðin frá atburði og þar til rannsókn hófst, hækkaði hlutfall brota sem felld voru niður, umtalsvert. 75,5% málanna voru felld niður en aðeins 24,5% þeirra leiddu til ákæru. Jón segir niðurstöðurnar sláandi. „Sá tími sem líður frá því að brot er framið, hann er á kostnað vinnu lögreglu um öflun sönnunargagna og upplýsinga þannig að tíminn vinnur gegn árangri í rannsóknum,“ segir Jón. Að sögn Jóns hefur þróunin þó verið í rétta átt undanfarin tíu til tuttugu ár. Nú bjóðist brotaþolum ýmis þjónusta sérfræðinga og þeim tryggður réttargæslumaður. „Þetta er mjög erfið staða sem að brotaþoli er í, hefur orðið fyrir mjög alvarlegu broti. Það þarf náttúrlega að taka tillit til þess eins og hægt er,“ segir Jón.
Tengdar fréttir Að meðaltali 58 heimilisofbeldismál á mánuði Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið gert af umbótum og skipulagsbreytingum á kynferðisbrotadeild lögreglunnar. 5. janúar 2018 16:00 Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Að meðaltali 58 heimilisofbeldismál á mánuði Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið gert af umbótum og skipulagsbreytingum á kynferðisbrotadeild lögreglunnar. 5. janúar 2018 16:00
Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30
„Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50