Lífsins ferðalag Eymundur L. Eymundsson skrifar 7. janúar 2018 13:31 Lífið byrjar sem ferðalag þegar við fæðumst. Verkefni lífsins eru margbreytileg og það sem við vissum ekki áður vitum við í dag. Ég er að tala um geðraskanir þar sem fólk var áður lokað inni og skömm aðstandenda sem og samfélagsins mikil. Fólk taldi Hörð Torfa vera með geðröskun vegna þess að hann viðurkenndi sína samkynhneigð og varð hann að flýja land út af dómhörku. Í dag er sjálfsagt að samkynhneigt fólk komi út úr skápnum til að vera þau sjálf. Umfjöllun fjölmiðla eins og fyrir Gaypride hefur aldrei verið meiri og sjálfsögð. Sem betur fer hefur það verið að gerast á undanförnum árum með aukinni þekkingu að fólk sem glímir við geðraskanir hefur komið út úr sínum skáp til að gefa öðrum von með að leita sér hjálpar. Við verðum nefnilega að læra af fortíðinni og gera fólki auðveldara fyrir að leita sér hjálpar. Fjölmiðlar gegna miklu hlutverki með því að segja meira frá því góða sem er gert og hjálpa til við byggja upp samfélag fyrir alla óháð stöðu og stétt enda fara geðraskanir ekki í manngreiningarálit og ýmis úrræði fyrir fullorðið fólk í boði.Aðstandendur og börnAðstandendur sem eiga börn mega ekki loka á ef barnið þeirra á erfitt andlega með að takast á við lífið. Nauðsynlegt er að mennta- og menningarmálaráðherra geri meira til að auka við þjónustu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Ég tel að hægt sé að gera enn betur í lífsleikni til að takast á við andlega vanlíðan barna og ungmenna. Það er ekki auðvelt fyrir aðstandendur að viðurkenna að barnið þeirra eigi erfitt andlega en hvað myndu þau gera ef þau glímdu við krabbamein? Sem samfélag getum gert betur til að hjálpa aðstandendum og þau viti af stuðningi eins og við gerum með líkamleg veikindi enda hausinn hluti af líkamanun síðast þegar ég vissi. Mikilvægt að aðstandendur og skóli hlusti á barnið og reyni að finna leiðir sem hjálpar barninu. Barnið þarf að finna fyrir því að þau geti treyst og þeim sé óhætt að tala um sína vanlíðan. Samfélagið skapar um leið verðmæti sem skilar sér í auknum lífsgæðum til framtíðar. Ég er að skrifa þetta þar sem ég veit hvað geðraskanir rændu miklu sem hægt væri að koma í veg fyrir í dag ef ég væri í grunnskóla. Það hefði hjálpað mér mikið ef ég hefði fengið fræðslu frá fólki sem hefði reynslu af geðröskunum og ég þannig séð að þetta er ekki manni sjálfum að kenna. Það hefði breytt miklu fyrir mig að sjá vonina um að hægt væri að eignast gott líf. Það er auður í fólki sem hefur gengið dimman dal sem nýtir sína reynslu til góðs í dag. Reynsla sem fæst ekki í bókum en með fagmönnum. Saman getum við hjálpað til við að skapa verðmæti.Aðeins um mínar geðraskanir Ég hef glímt við geðraskanir mest allt mitt líf án þess vita hvað kvíði, félagsfælni eða þunglyndi var. Ég var með sjálfsvígshugsanir nær daglega frá 12 til 38 ára aldurs. Byrjaði að finna fyrir kvíða þegar ég byrjaði í grunnskóla sem þróaðist í félagsfælni og um 12 ára aldur var ég farinn að kvíða hverjum degi og byrgði mína vanlíðan. Ég fékk vonina árið 2005 orðinn 38 ára gamall þegar ég var í verkjameðferð á Kristnesi í Eyjarfirði eftir mína aðra mjaðmaliðaskiptingu. Verkjameðferðin varð til þess að ég hef eignast betra líf því þar var fræðsla um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Eftir þessa fræðslu fékk ég bæklinga um þessar geðraskanir og það var eins og ég væri að lesa um mig frá a-ö. Þar sá ég í fyrsta skipti hvað hafði stjórnað minni vanlíðan síðan ég var barn, þetta var ekki mér að kenna eða einhverjum örðum heldur voru aðrar ástæður og það var von um að eignast lífsgæði sem ég hafði þráð síðan ég var barn. En til þess þurfti ég að vera opinn og hreinskilinn um mína líðan til að geta tekist á við sjálfan mig og lífið. Í dag hef ég útskrifast úr 3 skólum em ég entist aðeins í 2 mánuði í framhaldsskóla. Ég er einn af stofnendum Grófarinnar á Akureyri sem er geðverndarmiðstöð sem hefur hjálpað mörgum að taka skrefið að bættri líðan og lífsgæðum. Ég hef farið í fjölda viðtala og skrifað greinar til að hjálpa til við að opna umræðuna, auka þekking og gefa von. Ég hef verið með geðfræðslu í skólum, málþingum og út í samfélaginu. Ég er þakklátur að hafa eignast lífsgæði og þó að verkir eða síþreyta hrjái mig get ég allavega deilt minni reynslu til góðs og horft fram á við.Sjá einnig:Allt þetta myrkur var ekki til einskisFælni stjórnaði honum í 38 árSálfræðingar eru nauðsynlegt afl inn í skólakerfiðHöfundur er ráðgjafi, félagsliði og verkefnastjóri geðfræðslu Grófarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Lífið byrjar sem ferðalag þegar við fæðumst. Verkefni lífsins eru margbreytileg og það sem við vissum ekki áður vitum við í dag. Ég er að tala um geðraskanir þar sem fólk var áður lokað inni og skömm aðstandenda sem og samfélagsins mikil. Fólk taldi Hörð Torfa vera með geðröskun vegna þess að hann viðurkenndi sína samkynhneigð og varð hann að flýja land út af dómhörku. Í dag er sjálfsagt að samkynhneigt fólk komi út úr skápnum til að vera þau sjálf. Umfjöllun fjölmiðla eins og fyrir Gaypride hefur aldrei verið meiri og sjálfsögð. Sem betur fer hefur það verið að gerast á undanförnum árum með aukinni þekkingu að fólk sem glímir við geðraskanir hefur komið út úr sínum skáp til að gefa öðrum von með að leita sér hjálpar. Við verðum nefnilega að læra af fortíðinni og gera fólki auðveldara fyrir að leita sér hjálpar. Fjölmiðlar gegna miklu hlutverki með því að segja meira frá því góða sem er gert og hjálpa til við byggja upp samfélag fyrir alla óháð stöðu og stétt enda fara geðraskanir ekki í manngreiningarálit og ýmis úrræði fyrir fullorðið fólk í boði.Aðstandendur og börnAðstandendur sem eiga börn mega ekki loka á ef barnið þeirra á erfitt andlega með að takast á við lífið. Nauðsynlegt er að mennta- og menningarmálaráðherra geri meira til að auka við þjónustu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Ég tel að hægt sé að gera enn betur í lífsleikni til að takast á við andlega vanlíðan barna og ungmenna. Það er ekki auðvelt fyrir aðstandendur að viðurkenna að barnið þeirra eigi erfitt andlega en hvað myndu þau gera ef þau glímdu við krabbamein? Sem samfélag getum gert betur til að hjálpa aðstandendum og þau viti af stuðningi eins og við gerum með líkamleg veikindi enda hausinn hluti af líkamanun síðast þegar ég vissi. Mikilvægt að aðstandendur og skóli hlusti á barnið og reyni að finna leiðir sem hjálpar barninu. Barnið þarf að finna fyrir því að þau geti treyst og þeim sé óhætt að tala um sína vanlíðan. Samfélagið skapar um leið verðmæti sem skilar sér í auknum lífsgæðum til framtíðar. Ég er að skrifa þetta þar sem ég veit hvað geðraskanir rændu miklu sem hægt væri að koma í veg fyrir í dag ef ég væri í grunnskóla. Það hefði hjálpað mér mikið ef ég hefði fengið fræðslu frá fólki sem hefði reynslu af geðröskunum og ég þannig séð að þetta er ekki manni sjálfum að kenna. Það hefði breytt miklu fyrir mig að sjá vonina um að hægt væri að eignast gott líf. Það er auður í fólki sem hefur gengið dimman dal sem nýtir sína reynslu til góðs í dag. Reynsla sem fæst ekki í bókum en með fagmönnum. Saman getum við hjálpað til við að skapa verðmæti.Aðeins um mínar geðraskanir Ég hef glímt við geðraskanir mest allt mitt líf án þess vita hvað kvíði, félagsfælni eða þunglyndi var. Ég var með sjálfsvígshugsanir nær daglega frá 12 til 38 ára aldurs. Byrjaði að finna fyrir kvíða þegar ég byrjaði í grunnskóla sem þróaðist í félagsfælni og um 12 ára aldur var ég farinn að kvíða hverjum degi og byrgði mína vanlíðan. Ég fékk vonina árið 2005 orðinn 38 ára gamall þegar ég var í verkjameðferð á Kristnesi í Eyjarfirði eftir mína aðra mjaðmaliðaskiptingu. Verkjameðferðin varð til þess að ég hef eignast betra líf því þar var fræðsla um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Eftir þessa fræðslu fékk ég bæklinga um þessar geðraskanir og það var eins og ég væri að lesa um mig frá a-ö. Þar sá ég í fyrsta skipti hvað hafði stjórnað minni vanlíðan síðan ég var barn, þetta var ekki mér að kenna eða einhverjum örðum heldur voru aðrar ástæður og það var von um að eignast lífsgæði sem ég hafði þráð síðan ég var barn. En til þess þurfti ég að vera opinn og hreinskilinn um mína líðan til að geta tekist á við sjálfan mig og lífið. Í dag hef ég útskrifast úr 3 skólum em ég entist aðeins í 2 mánuði í framhaldsskóla. Ég er einn af stofnendum Grófarinnar á Akureyri sem er geðverndarmiðstöð sem hefur hjálpað mörgum að taka skrefið að bættri líðan og lífsgæðum. Ég hef farið í fjölda viðtala og skrifað greinar til að hjálpa til við að opna umræðuna, auka þekking og gefa von. Ég hef verið með geðfræðslu í skólum, málþingum og út í samfélaginu. Ég er þakklátur að hafa eignast lífsgæði og þó að verkir eða síþreyta hrjái mig get ég allavega deilt minni reynslu til góðs og horft fram á við.Sjá einnig:Allt þetta myrkur var ekki til einskisFælni stjórnaði honum í 38 árSálfræðingar eru nauðsynlegt afl inn í skólakerfiðHöfundur er ráðgjafi, félagsliði og verkefnastjóri geðfræðslu Grófarinnar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun