Sálfræðingar eru nauðsynlegt afl inn í skólakerfið Eymundur L. Eymundsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Maður spyr sig af hverju séu ekki komnir sálfræðingar í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins árið 2015. Til þess að taka á vandanum strax í grunnskóla er nauðsynlegt að hafa sálfræðinga og leyfa þeim að vinna þá vinnu sem þeir eru menntaðir til. Það eru mörg ungmenni sem eiga erfitt og halda ekki áfram námi eftir grunnskóla þar sem þau hafa ekki fengið tækifæri til að fá aðstoð út af sinni vanlíðan. Þau hafa því ekki sömu tækifæri og aðrir þar sem þau hafa brotna sjálfsmynd, vantar skilning og stuðning frá samfélaginu. Með því að hafa sálfræðing í hverjum grunnskóla getur það haft fyrirbyggjandi áhrif og gefið börnum tækifæri og von um betri lífsgæði og bætta sjálfsmynd. Það gefur þessum börnum tækifæri á að byggja upp sitt líf með meiri menntun og möguleika í lífinu.Hvað verður um þessi ungmenni? Það er nefnilega aldrei talað um þau ungmenni sem halda ekki áfram eftir grunnskóla. Hvað ætli séu mörg ungmenni sem fara ekki í framhaldsskóla út af sinni vanlíðan og brotnu sjálfsmynd? Ég sjálfur gat ekki haldið áfram í framhaldsskóla þar sem ég hafði ekki sjálfstraust til þess þá og leitaði í vímuefni til að deyfa mig eða drekka í mig kjark! Mörg dæmi er hægt að nefna þar sem ungmenni hafa ekki getað haldið áfram námi eftir grunnskóla út af sinni vanlíðan. Hvað verður um þessi ungmenni og hvaða tækifæri hafa þau eftir grunnskóla? Hve mörg af þessum ungmennum leita í vímuefni, einangra sig og flýja inn í ímyndaðan heim tölvuleikja? Eða gæti verið að seinna meir falli þau fyrir eigin hendi út af sinni vanlíðan eða neyslu? Gæti verið að þau sem hætta í framhaldsskólum út af andlegum veikindum hafi ekki fengið þá viðeigandi aðstoð sem þau hafa þurft á að halda í grunnskóla? Að það vanti sálfræðinga í framhaldsskóla til að þau geti haldið áfram námi?Sparnaður og mannréttindi Þegar menn eru að tala um sparnað eru þeir ekki með í huga þarfir þessara barna sem eiga að vera mannréttindi fyrir hvert barn sem þarf á þessu að halda. Menn tala um hreyfingu sem er góð út af fyrir sig. En þegar þessum börnum líður illa þurfa þau eitthvað meira til að byggja á til að geta hreyft sig. Það þarf að gefa þeim tækifæri til að fá aðstoð frá manneskju sem er sérmenntuð á því sviði sem þau þurfa til að efla og byggja upp sjálfstraust barnsins.Fyrirbyggjandi aðgerðir Það er hægt að fyrirbyggja margt með því að fá sálfræðing í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins og þar af leiðandi að gefa sem flestum tækifæri til að nýta sína styrkleika til náms og láta sína drauma rætast! Ekki segja að þetta kosti of mikið! Hvað kosta framtíðarmöguleikar barns og hvert mannslíf? Það er ekki eftir neinu að bíða! Ég tala af eigin reynslu um þessi mál og það er kominn tími á að við tökum strax á þessum málum og viðurkennum að þau þurfi hjálp. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa sálfræðing í hverjum skóla og gefa börnum og ungmennum sömu tækifæri til náms og framtíðarmöguleika í lífinu.Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur af sínum geðröskunum.Komst úr myrkrinu með góðri hjálp og er meðlimur í https://grofin.wordpress.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Maður spyr sig af hverju séu ekki komnir sálfræðingar í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins árið 2015. Til þess að taka á vandanum strax í grunnskóla er nauðsynlegt að hafa sálfræðinga og leyfa þeim að vinna þá vinnu sem þeir eru menntaðir til. Það eru mörg ungmenni sem eiga erfitt og halda ekki áfram námi eftir grunnskóla þar sem þau hafa ekki fengið tækifæri til að fá aðstoð út af sinni vanlíðan. Þau hafa því ekki sömu tækifæri og aðrir þar sem þau hafa brotna sjálfsmynd, vantar skilning og stuðning frá samfélaginu. Með því að hafa sálfræðing í hverjum grunnskóla getur það haft fyrirbyggjandi áhrif og gefið börnum tækifæri og von um betri lífsgæði og bætta sjálfsmynd. Það gefur þessum börnum tækifæri á að byggja upp sitt líf með meiri menntun og möguleika í lífinu.Hvað verður um þessi ungmenni? Það er nefnilega aldrei talað um þau ungmenni sem halda ekki áfram eftir grunnskóla. Hvað ætli séu mörg ungmenni sem fara ekki í framhaldsskóla út af sinni vanlíðan og brotnu sjálfsmynd? Ég sjálfur gat ekki haldið áfram í framhaldsskóla þar sem ég hafði ekki sjálfstraust til þess þá og leitaði í vímuefni til að deyfa mig eða drekka í mig kjark! Mörg dæmi er hægt að nefna þar sem ungmenni hafa ekki getað haldið áfram námi eftir grunnskóla út af sinni vanlíðan. Hvað verður um þessi ungmenni og hvaða tækifæri hafa þau eftir grunnskóla? Hve mörg af þessum ungmennum leita í vímuefni, einangra sig og flýja inn í ímyndaðan heim tölvuleikja? Eða gæti verið að seinna meir falli þau fyrir eigin hendi út af sinni vanlíðan eða neyslu? Gæti verið að þau sem hætta í framhaldsskólum út af andlegum veikindum hafi ekki fengið þá viðeigandi aðstoð sem þau hafa þurft á að halda í grunnskóla? Að það vanti sálfræðinga í framhaldsskóla til að þau geti haldið áfram námi?Sparnaður og mannréttindi Þegar menn eru að tala um sparnað eru þeir ekki með í huga þarfir þessara barna sem eiga að vera mannréttindi fyrir hvert barn sem þarf á þessu að halda. Menn tala um hreyfingu sem er góð út af fyrir sig. En þegar þessum börnum líður illa þurfa þau eitthvað meira til að byggja á til að geta hreyft sig. Það þarf að gefa þeim tækifæri til að fá aðstoð frá manneskju sem er sérmenntuð á því sviði sem þau þurfa til að efla og byggja upp sjálfstraust barnsins.Fyrirbyggjandi aðgerðir Það er hægt að fyrirbyggja margt með því að fá sálfræðing í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins og þar af leiðandi að gefa sem flestum tækifæri til að nýta sína styrkleika til náms og láta sína drauma rætast! Ekki segja að þetta kosti of mikið! Hvað kosta framtíðarmöguleikar barns og hvert mannslíf? Það er ekki eftir neinu að bíða! Ég tala af eigin reynslu um þessi mál og það er kominn tími á að við tökum strax á þessum málum og viðurkennum að þau þurfi hjálp. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa sálfræðing í hverjum skóla og gefa börnum og ungmennum sömu tækifæri til náms og framtíðarmöguleika í lífinu.Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur af sínum geðröskunum.Komst úr myrkrinu með góðri hjálp og er meðlimur í https://grofin.wordpress.com
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar