Netdónarnir Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 29. desember 2018 07:45 Það er hluti af mannlegu eðli, og bæði skiljanlegt og eðlilegt, að vilja njóta viðurkenningar annarra. Mun verra er þegar einstaklingar leggja slíkt ofurkapp á að fá viðurkenningu að þeir vakta það vandlega hvort einhver sé ekki örugglega að hrósa þeim. Þannig eru margir líklegir til að telja lækin sem þeir fá Facebook og álíta um leið fjölda þeirra ótvírætt merki um það hvort þeir séu á réttri leið eða ekki. Komi lækin ekki fyllist viðkomandi einstaklingur óöryggi og kvíða. Hann er orðinn svo vanur því að endurspegla sig í viðbrögðum annarra að hann þarf stöðugt utanaðkomandi staðfestingu á ágæti þess sem hann tekur sér fyrir hendur. Aðrir eru farnir að stjórna tilfinningalífi hans í of miklum mæli. Það er ekki sérlega góð leið til að lifa lífinu. Einstaklingur sem lætur álit annarra stjórna gjörðum sínum er því miður sérlega viðkvæmur fyrir gagnrýni sem brýtur niður sjálfsmynd hans. Einmitt það kunna ýmsir að vilja nýta sér – og þá sérstaklega netdónarnir. Í hinu daglega lífi gilda ákveðnar kurteisisreglur og sá sem brýtur þær hefur gerst sekur um dónaskap og hefur yfirleitt vit á því að sjá að sér og biðjast afsökunar. Það er ekki sami hemill í netheimum, þar sem næsta sjálfsagt þykir að dónar vaði uppi. Þetta eru einstaklingar sem eiga afar erfitt með að hrósa eða sýna jákvæðni. Þeir virðast beinlínis njóta þess að spúa út úr sér athugasemdum sem er ætlað að meiða og særa aðra. Orð þeirra segja vitanlega allt um þá sjálfa og opinbera mjög greinilega að þeir eru fastir í neikvæðni, reiði og biturð. Það er ekki bara líkt og þeir sjái aldrei til sólar, þeir virðast hreinlega ekki kæra sig um að hleypa sólargeislum inn í líf sitt. Tilgangur þeirra með því að fara á netið og gera athugasemdir við hin ýmsu skrif þar virðist aðallega sá að gera öðrum lífið leitt. Einstaklingar með sæmilega sterka sjálfsmynd vita nákvæmlega hvers konar skrif eru þarna á ferð og láta sig þau litlu skipta og taka þau ekki inn á sig. Því miður eru samt alltaf einhverjir sem taka mark á sóðaathugasemdum og verða miður sín þegar þeir lesa um sjálfa sig ófögur orð. Stöðugt er hamrað á því að hinir fullorðnu eigi að vera góðar fyrirmyndir, en þeir geta ekki orðið það nema þeir hegði sér sómasamlega og sýni yfirvegun. Æska landsins elst upp við það að nánast hvað sem er telst gjaldgengt á netinu. Afleiðingin er sú að afar sorgleg dæmi eru um að ungmenni leggi skólafélaga í einelti á netinu, skrifi um þá alls kyns níð og geri lítið úr þeim. Á þann hátt er sérlega auðvelt að brjóta niður viðkvæmar sálir. Ef þeir sem fara fram með dónaskap og ruddahætti á netinu létu út úr sér slíkt orðbragð þegar þeir stæðu frammi fyrir öðrum þá yrði brugðist hart við. Viðkomandi væri gert ljóst að framferði hans yrði engan veginn liðið. En þegar kemur að netinu fá dónarnir að hamast óáreittir og spúa eitri í allar áttir. Það þarf að ræða um ruddaskapinn á netinu, um hann á ekki að ríkja þögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er hluti af mannlegu eðli, og bæði skiljanlegt og eðlilegt, að vilja njóta viðurkenningar annarra. Mun verra er þegar einstaklingar leggja slíkt ofurkapp á að fá viðurkenningu að þeir vakta það vandlega hvort einhver sé ekki örugglega að hrósa þeim. Þannig eru margir líklegir til að telja lækin sem þeir fá Facebook og álíta um leið fjölda þeirra ótvírætt merki um það hvort þeir séu á réttri leið eða ekki. Komi lækin ekki fyllist viðkomandi einstaklingur óöryggi og kvíða. Hann er orðinn svo vanur því að endurspegla sig í viðbrögðum annarra að hann þarf stöðugt utanaðkomandi staðfestingu á ágæti þess sem hann tekur sér fyrir hendur. Aðrir eru farnir að stjórna tilfinningalífi hans í of miklum mæli. Það er ekki sérlega góð leið til að lifa lífinu. Einstaklingur sem lætur álit annarra stjórna gjörðum sínum er því miður sérlega viðkvæmur fyrir gagnrýni sem brýtur niður sjálfsmynd hans. Einmitt það kunna ýmsir að vilja nýta sér – og þá sérstaklega netdónarnir. Í hinu daglega lífi gilda ákveðnar kurteisisreglur og sá sem brýtur þær hefur gerst sekur um dónaskap og hefur yfirleitt vit á því að sjá að sér og biðjast afsökunar. Það er ekki sami hemill í netheimum, þar sem næsta sjálfsagt þykir að dónar vaði uppi. Þetta eru einstaklingar sem eiga afar erfitt með að hrósa eða sýna jákvæðni. Þeir virðast beinlínis njóta þess að spúa út úr sér athugasemdum sem er ætlað að meiða og særa aðra. Orð þeirra segja vitanlega allt um þá sjálfa og opinbera mjög greinilega að þeir eru fastir í neikvæðni, reiði og biturð. Það er ekki bara líkt og þeir sjái aldrei til sólar, þeir virðast hreinlega ekki kæra sig um að hleypa sólargeislum inn í líf sitt. Tilgangur þeirra með því að fara á netið og gera athugasemdir við hin ýmsu skrif þar virðist aðallega sá að gera öðrum lífið leitt. Einstaklingar með sæmilega sterka sjálfsmynd vita nákvæmlega hvers konar skrif eru þarna á ferð og láta sig þau litlu skipta og taka þau ekki inn á sig. Því miður eru samt alltaf einhverjir sem taka mark á sóðaathugasemdum og verða miður sín þegar þeir lesa um sjálfa sig ófögur orð. Stöðugt er hamrað á því að hinir fullorðnu eigi að vera góðar fyrirmyndir, en þeir geta ekki orðið það nema þeir hegði sér sómasamlega og sýni yfirvegun. Æska landsins elst upp við það að nánast hvað sem er telst gjaldgengt á netinu. Afleiðingin er sú að afar sorgleg dæmi eru um að ungmenni leggi skólafélaga í einelti á netinu, skrifi um þá alls kyns níð og geri lítið úr þeim. Á þann hátt er sérlega auðvelt að brjóta niður viðkvæmar sálir. Ef þeir sem fara fram með dónaskap og ruddahætti á netinu létu út úr sér slíkt orðbragð þegar þeir stæðu frammi fyrir öðrum þá yrði brugðist hart við. Viðkomandi væri gert ljóst að framferði hans yrði engan veginn liðið. En þegar kemur að netinu fá dónarnir að hamast óáreittir og spúa eitri í allar áttir. Það þarf að ræða um ruddaskapinn á netinu, um hann á ekki að ríkja þögn.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun