Ævitekjur Berglindar Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 8. maí 2018 07:00 Berglind er dæmigerð íslensk kona. Hún hefur lokið stúdentsprófi og aflað sér háskólagráðu og starfsréttinda. Hún kemur út á vinnumarkaðinn um 25 ára aldurinn og er svo heppin að fá starf í sínu fagi. Hún eignast maka og börn. Húsnæðisöryggi er lítið og hún ræðst í að kaupa íbúð. Í háskólanámi framfleytti hún sér með lánum frá LÍN. Hún átti þess ekki kost að fá fjárhagslegan stuðning frá foreldrum sínum. Berglind starfar hjá hinu opinbera og gengur inn í nýtt og samræmt lífeyriskerfi á vinnumarkaði. Ávinnsla lífeyrisréttinda er mest fyrstu árin á vinnumarkaði en minnkar svo þegar hún eldist. Þetta kemur ekkert sérstaklega vel út fyrir Berglindi sem kemur seinna inn á vinnumarkaðinn en þeir sem ekki fara í háskólanám. Hún þarf auðvitað að greiða af námslánunum og þær afborganir samsvara einni útborgun launa á ári. Afborganir húsnæðis- og námslána taka í heimilisreksturinn en þetta hefst með ráðdeild og hagsýni. Berglind er með rúmlega hálfa milljón á mánuði í heildarlaun. Samanlagðar tekjur hennar og makans þýða að heimilið fær svo að segja engar bætur frá ríkinu, hvorki vaxta- né barnabætur. Berglind á þess ekki kost að leggja fyrir eða leyfa sér einhvern óþarfa. Dæmið af Berglindi er tilbúið dæmi en samt hlutskipti mjög margra háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Ráðstöfunartekjur hennar eru litlu hærri en ráðstöfunartekjur þess sem ekki hefur lokið háskólanámi. Ávinningur Berglindar er lítill í alþjóðlegum samanburði. Öll menntun er fjárfesting samfélags í einstaklingum og sjálfu sér. Um það er ekki deilt en svo virðist sem lítill skilningur sé fyrir því á Íslandi að langskólamenntun sé fjárfesting sem umbuna beri fyrir. BHM hefur ítrekað bent á að þetta sé óviðunandi staða sem skaði langtímahagsmuni íslensks samfélags. Fólk sem hefur aflað sér menntunar verður að sjá sér hag í því að setjast hér að og taka þátt í uppbyggingu samfélagsins. Ellegar verður Ísland undir í samkeppninni við önnur lönd um verðmæta þekkingu og hæfni.Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Berglind er dæmigerð íslensk kona. Hún hefur lokið stúdentsprófi og aflað sér háskólagráðu og starfsréttinda. Hún kemur út á vinnumarkaðinn um 25 ára aldurinn og er svo heppin að fá starf í sínu fagi. Hún eignast maka og börn. Húsnæðisöryggi er lítið og hún ræðst í að kaupa íbúð. Í háskólanámi framfleytti hún sér með lánum frá LÍN. Hún átti þess ekki kost að fá fjárhagslegan stuðning frá foreldrum sínum. Berglind starfar hjá hinu opinbera og gengur inn í nýtt og samræmt lífeyriskerfi á vinnumarkaði. Ávinnsla lífeyrisréttinda er mest fyrstu árin á vinnumarkaði en minnkar svo þegar hún eldist. Þetta kemur ekkert sérstaklega vel út fyrir Berglindi sem kemur seinna inn á vinnumarkaðinn en þeir sem ekki fara í háskólanám. Hún þarf auðvitað að greiða af námslánunum og þær afborganir samsvara einni útborgun launa á ári. Afborganir húsnæðis- og námslána taka í heimilisreksturinn en þetta hefst með ráðdeild og hagsýni. Berglind er með rúmlega hálfa milljón á mánuði í heildarlaun. Samanlagðar tekjur hennar og makans þýða að heimilið fær svo að segja engar bætur frá ríkinu, hvorki vaxta- né barnabætur. Berglind á þess ekki kost að leggja fyrir eða leyfa sér einhvern óþarfa. Dæmið af Berglindi er tilbúið dæmi en samt hlutskipti mjög margra háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Ráðstöfunartekjur hennar eru litlu hærri en ráðstöfunartekjur þess sem ekki hefur lokið háskólanámi. Ávinningur Berglindar er lítill í alþjóðlegum samanburði. Öll menntun er fjárfesting samfélags í einstaklingum og sjálfu sér. Um það er ekki deilt en svo virðist sem lítill skilningur sé fyrir því á Íslandi að langskólamenntun sé fjárfesting sem umbuna beri fyrir. BHM hefur ítrekað bent á að þetta sé óviðunandi staða sem skaði langtímahagsmuni íslensks samfélags. Fólk sem hefur aflað sér menntunar verður að sjá sér hag í því að setjast hér að og taka þátt í uppbyggingu samfélagsins. Ellegar verður Ísland undir í samkeppninni við önnur lönd um verðmæta þekkingu og hæfni.Höfundur er formaður BHM
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar