Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Nú liggur fyrir Alþingi fjármálastefna nýrrar ríkisstjórnar. Lykilforsenda hennar er áframhaldandi óslitinn hagvöxtur fram til ársins 2022 og að núverandi hagvaxtarskeið nái hið minnsta ellefta aldursári. Að meðaltali hafa hagvaxtarskeið á Íslandi enst í sex til sjö ár. Þrátt fyrir þessa bjartsýnu forsendu er gert ráð fyrir því að afgangur af rekstri hins opinbera verði að jafnaði rétt ríflega 1% af landsframleiðslu á tímabilinu, sem seint telst ábyrg stefna. Uppsveiflur taka nefnilega enda. Endir þeirra er sjaldnast fyrirséður og því er ábyrgðarleysi að sýna ekki aga á uppgangstímum vitandi að slíkt margborgar sig þegar harðnar á dalnum. Fjármálastefnan er nú sett fram í kjölfar mikils uppgangs, tekjustofnarnir eru þandir og hafa aldrei verið meiri. Fyrirhugaður afgangur er aftur á móti agnarsmár, 1% af landsframleiðslu er aðeins um 26 milljarðar en til samanburðar hafa fjárheimildir ríkissjóðs fyrir árið 2017 þegar vaxið um svipaða upphæð frá upphaflegum áætlunum. Enn eigum við þó eftir að sjá endanlegan ríkisreikning fyrir 2017 en þar má gera ráð fyrir nokkurri aukningu útgjalda til viðbótar. Í aðdraganda bankahrunsins 2008, árin 2004-2007, nam afgangur hins opinbera 5% af landsframleiðslu og varð það ein af lífsbjörgum okkar Íslendinga hversu lítið skuldsettur ríkissjóður var. Þrátt fyrir áform um niðurgreiðslu skulda verða skuldir enn talsvert meiri 2022 en þær voru við lok síðustu uppsveiflu. Það er óábyrg stefna að búa ekki betur í haginn.Fjármálareglur stöðva ekki umframkeyrslu Vonir hafa verið bundnar við að ný lög um opinber fjármál, sem setja hallarekstur og skuldsetningu hins opinbera ákveðnar skorður, muni stuðla að auknum aga í fjármálastefnu hins opinbera. Með lögunum er lögð áhersla á langtímahugsun og bætt vinnubrögð. Slík lagasetning er skref í rétta átt og skynsamleg nálgun en því miður eru lögin ekki nægilega vel útfærð. Þau ná hvorki að hemja útgjaldavöxt á góðæristímum né kerfislega aukningu fjárheimilda frá framlagningu frumvarps til endanlegs ríkisreiknings. Ekki er komin endanleg niðurstaða fyrir útgjöld ársins 2017 en þó er ljóst að þau verða umfram fjárheimildir á sama tíma og fjármálastefnan er þensluhvetjandi. Flest þróuð ríki sem styðjast við afkomureglu leiðrétta fyrir hagsveiflunni, enda er auðveldara að fylgja einfaldri afkomureglu þegar tekjustofnar þenjast út. Þannig er tryggt að aðhalds sé gætt á uppgangstímum en að slakinn sé meiri í niðursveiflu.Lítill áhugi á að minnka álögur Á meðan lítil áhersla hefur verið á aðhald eða mikilvægi þess að draga úr opinberum umsvifum, sem eru ein þau mestu meðal OECD-ríkja, skapast ekki rými til skattalækkana. Það er einnig óábyrg stefna að festa Ísland í sessi sem háskattaríki. Á Eftir 2008 voru skattar hækkaðir, þær skattahækkanir standa flestar óhreyfðar nú næstum áratug síðar. Í fjárlagafrumvarpi 2018 eru frekari skattahækkanir boðaðar en engar skattalækkanir, sem er miður.Tekjurnar eru ekki vandamálið Síðustu ár hefur verið forgangsraðað til heilbrigðis- og menntamála og hafa útgjöld til málaflokkanna aukist verulega umfram önnur útgjöld ríkisins. Enn er þó krafist aukinna framlaga til þessara málaflokka og er það skiljanlegt enda viljum við öll hafa slíka grunnþjónustu sem besta. Það blasir þó við að vandamálið er ekki skortur á fjármagni. Tækifærin hljóta að vera fólgin í því að auka skilvirkni og forgangsraða betur innan núverandi útgjaldaramma. Slíkt myndi um leið skila betri nýtingu á skattfé landsmhanna. Standi vilji stjórnvalda til að minnka álögur á almenning þarf að halda aftur af útgjöldum en lítið fer fyrir slíkum sjónarmiðum. Það virðist hins vegar vera samstaða um það á Alþingi að halda skattprósentum í botni í gegnum alla uppsveifluna. Einhverjir stjórnmálamenn ætla síðan að lækka skatta í næstu niðursveiflu. Af fenginni reynslu vitum við að það er útópísk hugmynd. Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi fjármálastefna nýrrar ríkisstjórnar. Lykilforsenda hennar er áframhaldandi óslitinn hagvöxtur fram til ársins 2022 og að núverandi hagvaxtarskeið nái hið minnsta ellefta aldursári. Að meðaltali hafa hagvaxtarskeið á Íslandi enst í sex til sjö ár. Þrátt fyrir þessa bjartsýnu forsendu er gert ráð fyrir því að afgangur af rekstri hins opinbera verði að jafnaði rétt ríflega 1% af landsframleiðslu á tímabilinu, sem seint telst ábyrg stefna. Uppsveiflur taka nefnilega enda. Endir þeirra er sjaldnast fyrirséður og því er ábyrgðarleysi að sýna ekki aga á uppgangstímum vitandi að slíkt margborgar sig þegar harðnar á dalnum. Fjármálastefnan er nú sett fram í kjölfar mikils uppgangs, tekjustofnarnir eru þandir og hafa aldrei verið meiri. Fyrirhugaður afgangur er aftur á móti agnarsmár, 1% af landsframleiðslu er aðeins um 26 milljarðar en til samanburðar hafa fjárheimildir ríkissjóðs fyrir árið 2017 þegar vaxið um svipaða upphæð frá upphaflegum áætlunum. Enn eigum við þó eftir að sjá endanlegan ríkisreikning fyrir 2017 en þar má gera ráð fyrir nokkurri aukningu útgjalda til viðbótar. Í aðdraganda bankahrunsins 2008, árin 2004-2007, nam afgangur hins opinbera 5% af landsframleiðslu og varð það ein af lífsbjörgum okkar Íslendinga hversu lítið skuldsettur ríkissjóður var. Þrátt fyrir áform um niðurgreiðslu skulda verða skuldir enn talsvert meiri 2022 en þær voru við lok síðustu uppsveiflu. Það er óábyrg stefna að búa ekki betur í haginn.Fjármálareglur stöðva ekki umframkeyrslu Vonir hafa verið bundnar við að ný lög um opinber fjármál, sem setja hallarekstur og skuldsetningu hins opinbera ákveðnar skorður, muni stuðla að auknum aga í fjármálastefnu hins opinbera. Með lögunum er lögð áhersla á langtímahugsun og bætt vinnubrögð. Slík lagasetning er skref í rétta átt og skynsamleg nálgun en því miður eru lögin ekki nægilega vel útfærð. Þau ná hvorki að hemja útgjaldavöxt á góðæristímum né kerfislega aukningu fjárheimilda frá framlagningu frumvarps til endanlegs ríkisreiknings. Ekki er komin endanleg niðurstaða fyrir útgjöld ársins 2017 en þó er ljóst að þau verða umfram fjárheimildir á sama tíma og fjármálastefnan er þensluhvetjandi. Flest þróuð ríki sem styðjast við afkomureglu leiðrétta fyrir hagsveiflunni, enda er auðveldara að fylgja einfaldri afkomureglu þegar tekjustofnar þenjast út. Þannig er tryggt að aðhalds sé gætt á uppgangstímum en að slakinn sé meiri í niðursveiflu.Lítill áhugi á að minnka álögur Á meðan lítil áhersla hefur verið á aðhald eða mikilvægi þess að draga úr opinberum umsvifum, sem eru ein þau mestu meðal OECD-ríkja, skapast ekki rými til skattalækkana. Það er einnig óábyrg stefna að festa Ísland í sessi sem háskattaríki. Á Eftir 2008 voru skattar hækkaðir, þær skattahækkanir standa flestar óhreyfðar nú næstum áratug síðar. Í fjárlagafrumvarpi 2018 eru frekari skattahækkanir boðaðar en engar skattalækkanir, sem er miður.Tekjurnar eru ekki vandamálið Síðustu ár hefur verið forgangsraðað til heilbrigðis- og menntamála og hafa útgjöld til málaflokkanna aukist verulega umfram önnur útgjöld ríkisins. Enn er þó krafist aukinna framlaga til þessara málaflokka og er það skiljanlegt enda viljum við öll hafa slíka grunnþjónustu sem besta. Það blasir þó við að vandamálið er ekki skortur á fjármagni. Tækifærin hljóta að vera fólgin í því að auka skilvirkni og forgangsraða betur innan núverandi útgjaldaramma. Slíkt myndi um leið skila betri nýtingu á skattfé landsmhanna. Standi vilji stjórnvalda til að minnka álögur á almenning þarf að halda aftur af útgjöldum en lítið fer fyrir slíkum sjónarmiðum. Það virðist hins vegar vera samstaða um það á Alþingi að halda skattprósentum í botni í gegnum alla uppsveifluna. Einhverjir stjórnmálamenn ætla síðan að lækka skatta í næstu niðursveiflu. Af fenginni reynslu vitum við að það er útópísk hugmynd. Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun