Að brjóta af sér Heiðar Guðjónsson skrifar 16. nóvember 2018 06:30 Mikið hefur verið fjallað um aðför Seðlabanka Íslands að Samherja hf. Hæstiréttur hefur nú staðfest að bankinn braut stjórnsýslulög. Bankinn neitar hins vegar að viðurkenna ábyrgð á þessum misgjörðum sínum, eins og annarri misbeitingu á valdi sínu við framkvæmd gjaldeyrishafta. Seðlabanki Íslands kærði félag mitt, Ursus ehf., ranglega fyrir að brjóta lög um gjaldeyrismál árið 2010 þegar Ursus var hæstbjóðandi ásamt öðrum í opnu söluferli Sjóvár. Sérstakur saksóknari féllst ekki á málatilbúnað Seðlabankans og lét málið niður falla. Seðlabankinn kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun sérstaks saksóknara með löngu skammarbréfi til bankans. Félag mitt hafði engin lög brotið og einungis fært íslenskar krónur á milli reikninga í Íslandsbanka. Ríkissaksóknari benti m.a. á, að það færi gegn stjórnarskrá að beita mig viðurlögum vegna þessara viðskipta. Eftir að niðurstaðan lá fyrir boðaði Seðlabankinn æðsta handhafa ákæruvalds í landinu á sinn fund og sagði við fjölmiðla að í niðurstöðu ríkissaksóknara kæmi fram „grundvallarmisskilningur varðandi eðli fjármagnshreyfinga og framkvæmd gjaldeyrishafta, enda um flókið sérfræðimálefni að ræða“! Í samtali við blaðamann sagði svo fulltrúi Seðlabankans: „Hann slapp í þetta skiptið.“ Þessi orð hafa síðan verið endurtekin oftsinnis, nú síðast í tilfelli Samherja, og lýsa forherðingu Seðlabankans. Það er fjöldinn allur af málum sem Seðlabankinn hefur stofnað til sem hafa skaðað einstaklinga og fyrirtæki. Þeir hafa kært tugi mála en orðið afturreka með þau öll. Seðlabankinn hefur líka lagt stjórnvaldssektir á fjölda fyrirtækja en engin þessara sekta hefur staðist lög og þær jafnan verið felldar úr gildi af dómstólum. Nú síðast 8. nóvember í máli Samherja. Bankinn segir að tæknileg atriði valdi því að ekkert í málatilbúnaði hans standist. En ekki hvað? Þarf bankinn ekki að fara eftir settum lögum eins og aðrir? Getur verið að forsvarsmenn bankans séu haldnir grundvallarmisskilningi um eðli réttarríkisins og framkvæmd laga gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum. Aðfarir Seðlabankans taka yfir tæpan áratug og strax í upphafi var ljóst hvílík sneypuför var í uppsiglingu. En það hefur ekkert hamið kærugleði bankans sem alltaf hefur látið niðurstöðu ákæruvalds sem vind um eyru þjóta. Kostnaður bankans fyrir samfélagið, fyrirtæki og einstaklinga nemur milljörðum króna. Ásetningur bankans hefur verið einbeittur og yfirlýsingar forystumanna bankans á umliðnum árum lýsa fádæma forherðingu og valdhroka. Eru starfsmenn Seðlabankans einu aðilarnir í samfélaginu sem geta brotið af sér án þess að gjalda þess? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samherji og Seðlabankinn Skoðun Heiðar Guðjónsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um aðför Seðlabanka Íslands að Samherja hf. Hæstiréttur hefur nú staðfest að bankinn braut stjórnsýslulög. Bankinn neitar hins vegar að viðurkenna ábyrgð á þessum misgjörðum sínum, eins og annarri misbeitingu á valdi sínu við framkvæmd gjaldeyrishafta. Seðlabanki Íslands kærði félag mitt, Ursus ehf., ranglega fyrir að brjóta lög um gjaldeyrismál árið 2010 þegar Ursus var hæstbjóðandi ásamt öðrum í opnu söluferli Sjóvár. Sérstakur saksóknari féllst ekki á málatilbúnað Seðlabankans og lét málið niður falla. Seðlabankinn kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun sérstaks saksóknara með löngu skammarbréfi til bankans. Félag mitt hafði engin lög brotið og einungis fært íslenskar krónur á milli reikninga í Íslandsbanka. Ríkissaksóknari benti m.a. á, að það færi gegn stjórnarskrá að beita mig viðurlögum vegna þessara viðskipta. Eftir að niðurstaðan lá fyrir boðaði Seðlabankinn æðsta handhafa ákæruvalds í landinu á sinn fund og sagði við fjölmiðla að í niðurstöðu ríkissaksóknara kæmi fram „grundvallarmisskilningur varðandi eðli fjármagnshreyfinga og framkvæmd gjaldeyrishafta, enda um flókið sérfræðimálefni að ræða“! Í samtali við blaðamann sagði svo fulltrúi Seðlabankans: „Hann slapp í þetta skiptið.“ Þessi orð hafa síðan verið endurtekin oftsinnis, nú síðast í tilfelli Samherja, og lýsa forherðingu Seðlabankans. Það er fjöldinn allur af málum sem Seðlabankinn hefur stofnað til sem hafa skaðað einstaklinga og fyrirtæki. Þeir hafa kært tugi mála en orðið afturreka með þau öll. Seðlabankinn hefur líka lagt stjórnvaldssektir á fjölda fyrirtækja en engin þessara sekta hefur staðist lög og þær jafnan verið felldar úr gildi af dómstólum. Nú síðast 8. nóvember í máli Samherja. Bankinn segir að tæknileg atriði valdi því að ekkert í málatilbúnaði hans standist. En ekki hvað? Þarf bankinn ekki að fara eftir settum lögum eins og aðrir? Getur verið að forsvarsmenn bankans séu haldnir grundvallarmisskilningi um eðli réttarríkisins og framkvæmd laga gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum. Aðfarir Seðlabankans taka yfir tæpan áratug og strax í upphafi var ljóst hvílík sneypuför var í uppsiglingu. En það hefur ekkert hamið kærugleði bankans sem alltaf hefur látið niðurstöðu ákæruvalds sem vind um eyru þjóta. Kostnaður bankans fyrir samfélagið, fyrirtæki og einstaklinga nemur milljörðum króna. Ásetningur bankans hefur verið einbeittur og yfirlýsingar forystumanna bankans á umliðnum árum lýsa fádæma forherðingu og valdhroka. Eru starfsmenn Seðlabankans einu aðilarnir í samfélaginu sem geta brotið af sér án þess að gjalda þess?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar