Lífið gæti verið hljóðritað Davíð Þorláksson skrifar 15. ágúst 2018 08:00 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að fylgjast með hvort verið sé að brjóta lög. Gert er ráð fyrir að myndavélar fylgist með starfsfólki og vinnu þess um borð í fiskiskipum, höfnum, flutningatækjum, fiskvinnslum auk þess sem Fiskistofa mun reka flota af fjarstýrðum loftförum. Verði frumvarpið að lögum er brotið blað í sögu eftirlitsiðnaðarins á Íslandi þar sem þessar tillögur eru af áður óþekktum skala. Samtök atvinnulífsins sögðu í umsögn sinni að enginn vafi væri á að næðu þessi áform fram að ganga myndu þau verða fyrirmynd annarra eftirlitsstjórnvalda og innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð. Af hverju ætti þetta bara að gilda um sjávarútveginn? Mætti ekki t.d. líka sjá fyrir sér að Vinnueftirlitið væri með myndavélar á vinnustöðum til að tryggja að lögum væri fylgt þar? Til dæmis að allir væru örugglega að lyfta þungum hlutum með hnjánum, en ekki bakinu. Samkeppniseftirlitið gæti verið með myndavélar til að fylgjast með fólki sem tekur ákvarðanir um verð á vöru og þjónustu til að koma í veg fyrir samráð. Fjármálaeftirlitið gæti dekkað Borgartúnið með loftförum. Er einhver eðlismunur á þessu? Eða kannski er bara einfaldast að ríkið fylgist með okkur öllum frá vöggu til grafar. Það mætti jafnvel slá tvær flugur í einu höggi og bæta kjör ljósmæðra með því að fela þeim aukin verkefni. Þær gætu einfaldlega tilkynnt öllum við fæðingu: „Vinsamlega athugið að lífið gæti verið hljóðritað.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að fylgjast með hvort verið sé að brjóta lög. Gert er ráð fyrir að myndavélar fylgist með starfsfólki og vinnu þess um borð í fiskiskipum, höfnum, flutningatækjum, fiskvinnslum auk þess sem Fiskistofa mun reka flota af fjarstýrðum loftförum. Verði frumvarpið að lögum er brotið blað í sögu eftirlitsiðnaðarins á Íslandi þar sem þessar tillögur eru af áður óþekktum skala. Samtök atvinnulífsins sögðu í umsögn sinni að enginn vafi væri á að næðu þessi áform fram að ganga myndu þau verða fyrirmynd annarra eftirlitsstjórnvalda og innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð. Af hverju ætti þetta bara að gilda um sjávarútveginn? Mætti ekki t.d. líka sjá fyrir sér að Vinnueftirlitið væri með myndavélar á vinnustöðum til að tryggja að lögum væri fylgt þar? Til dæmis að allir væru örugglega að lyfta þungum hlutum með hnjánum, en ekki bakinu. Samkeppniseftirlitið gæti verið með myndavélar til að fylgjast með fólki sem tekur ákvarðanir um verð á vöru og þjónustu til að koma í veg fyrir samráð. Fjármálaeftirlitið gæti dekkað Borgartúnið með loftförum. Er einhver eðlismunur á þessu? Eða kannski er bara einfaldast að ríkið fylgist með okkur öllum frá vöggu til grafar. Það mætti jafnvel slá tvær flugur í einu höggi og bæta kjör ljósmæðra með því að fela þeim aukin verkefni. Þær gætu einfaldlega tilkynnt öllum við fæðingu: „Vinsamlega athugið að lífið gæti verið hljóðritað.“
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar