Virkum fjárfestum fækkar Ragnar Dyer skrifar 24. október 2018 08:00 Dagleg meðalvelta á verðbréfamarkaði hefur dregist saman um nærri 30% frá 2013. Helsta ástæðan framan af var minnkandi velta á skuldabréfamarkaði, en leiðrétt fyrir vísitölu neysluverðs hafa skuldabréfaviðskipti það sem af er ári ekki verið jafn lítil síðan 2000. Ef skoðaðar eru tölur frá 2017 og það sem af er 2018, hvort heldur sem er í hlutabréfum eða skuldabréfum, er samdrátturinn um 20% milli ára. Líta má svo á að dagleg meðalvelta skráðra verðbréfa á Íslandi sé einn mælikvarði á viðskiptavilja markaðsaðila. Fleiri viðskipti, og þar með aukin velta, gefa til kynna fjölbreyttari skoðanaskipti markaðsaðila, og er auk þess einn mælikvarði á seljanleika. Markaðsverð endurspeglar því undirliggjandi áhættu betur ef veltan er meiri. Eina árið frá 2013 þar sem veltan jókst á milli ára í báðum verðbréfaflokkum var 2015, eða um 30%. Nýfjárfesting erlendra aðila í verðbréfum var kraftmikil það ár, en erlend nýfjárfesting nam um 60 milljörðum, um 90% af þeirri upphæð fór í skuldabréf. Heildarupphæð nýfjárfestingar minnkaði í 40 milljarða árið eftir, en þá fór að bera meira á hlutabréfafjárfestingum. Sama ár var tilkynnt um innflæðishöft á fjármagn sem áður hafði leitað á skuldabréfamarkaðinn. Á fyrstu 8 mánuðum þessa árs leituðu aðeins 100 milljónir af erlendu innflæði inn á skuldabréfamarkaðinn, á sama tíma komu um 11 milljarðar inn á hlutabréfamarkaðinn. Ljóst er að verulega hefur hægt á erlendu innflæði inn á verðbréfamarkað. Það er varla tilviljun að samdráttur í erlendu innflæði hafi farið saman með minnkandi veltu. Erlendar rannsóknir benda til þess að velta sé meiri á mörkuðum með erlent innflæði. Það kann að skýrast af því að eðli erlendra fjárfesta er annað en innlendra. Stærstu fjárfestarnir hér á landi eru lífeyrissjóðir sem hreyfa sig mun sjaldnar en aðrir þegar kemur að fjárfestingarákvörðunum. Þá hafa sjóðirnir einbeitt sér í auknum mæli síðastu misseri að erlendum fjárfestingum og sjóðsfélagalánum, sem dregur úr fjármagni sem leitar á íslenskan verðbréfamarkað. Samhliða hafa innlendir verðbréfa- og fjárfestingasjóðir farið minnkandi. Þetta hefur haft þau áhrif að velta innlendra stofnanafjárfesta hefur minnkað. Hlutfall erlendra fjárfesta á hlutabréfamarkaði er tæplega 19% um þessar mundir, en hlutfallið var rúmlega 25% árið 2017 eftir ágætis aukningu milli ára. Fór það hæst árið 2007 þegar hlutfallið var tæplega 39%, ekki ósvipað og á Norðurlöndunum í dag. Minnkandi hlutfall erlendra fjárfesta hefur þannig dregið úr hlutfalli virkra fjárfesta á markaðnum, samhliða því sem stórir innlendir fjárfestir hafa dregið úr viðskiptum sínum. Þá hefur hlutabréfaeign almennings lítið breyst frá 2010, þegar hlutfallið minnkaði í 4,5%, en meiri virkni fylgir oft á tíðum minni fjárfestum. Hlutfallið var rúmlega 13% að meðaltali 2002-2007. Minni velta á hlutabréfamörkuðum getur þó einnig verið birtingarmynd þess að dregið hafi úr áhuga fjárfesta sökum lélegrar ávöxtunar. Uppgjör þó nokkurra fyrirtækja hafa valdið vonbrigðum að undanförnu auk þess sem stærð hlutabréfamarkaðarins og fjöldi skráðra fyrirtækja er umhugsunarefni. Margir fjárfestar treysta sér aðeins til að eiga ákveðið hlutfall í hverju fyrirtæki sökum áhættu. Því er fyrir öllu að fá fjölbreyttari fjárfestaflóru inn á íslenskan verðbréfamarkað. Fjölga þarf virkum fjárfestum ef tryggja á eðlilega verðmyndun á fjármálamörkuðum hér á landi. Víða erlendis er litið á aðkomu erlendra fjárfesta sem styrkleikamerki – til marks um traust þeirra á hagkerfinu. Auk þess fylgir slíkum fjárfestum agi, þar sem erlendir sjóðir starfa oftast nær eftir ströngum fjárfestingaskilyrðum. Þannig getur aðkoma þeirra stutt við framþróun fjármálakerfisins hér á landi. Að sama skapi þarf að leita leiða til virkja betur innlenda fjárfesta. Banka- og fjármálakerfið þarf að koma betur til móts við einstaka fjárfesta með lausnum sem henta nýjum fjárfestingarveruleika. Nánar verður fjallað um slíkar lausnir í næstu greinum á vegum Kviku og Júpíter. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Dagleg meðalvelta á verðbréfamarkaði hefur dregist saman um nærri 30% frá 2013. Helsta ástæðan framan af var minnkandi velta á skuldabréfamarkaði, en leiðrétt fyrir vísitölu neysluverðs hafa skuldabréfaviðskipti það sem af er ári ekki verið jafn lítil síðan 2000. Ef skoðaðar eru tölur frá 2017 og það sem af er 2018, hvort heldur sem er í hlutabréfum eða skuldabréfum, er samdrátturinn um 20% milli ára. Líta má svo á að dagleg meðalvelta skráðra verðbréfa á Íslandi sé einn mælikvarði á viðskiptavilja markaðsaðila. Fleiri viðskipti, og þar með aukin velta, gefa til kynna fjölbreyttari skoðanaskipti markaðsaðila, og er auk þess einn mælikvarði á seljanleika. Markaðsverð endurspeglar því undirliggjandi áhættu betur ef veltan er meiri. Eina árið frá 2013 þar sem veltan jókst á milli ára í báðum verðbréfaflokkum var 2015, eða um 30%. Nýfjárfesting erlendra aðila í verðbréfum var kraftmikil það ár, en erlend nýfjárfesting nam um 60 milljörðum, um 90% af þeirri upphæð fór í skuldabréf. Heildarupphæð nýfjárfestingar minnkaði í 40 milljarða árið eftir, en þá fór að bera meira á hlutabréfafjárfestingum. Sama ár var tilkynnt um innflæðishöft á fjármagn sem áður hafði leitað á skuldabréfamarkaðinn. Á fyrstu 8 mánuðum þessa árs leituðu aðeins 100 milljónir af erlendu innflæði inn á skuldabréfamarkaðinn, á sama tíma komu um 11 milljarðar inn á hlutabréfamarkaðinn. Ljóst er að verulega hefur hægt á erlendu innflæði inn á verðbréfamarkað. Það er varla tilviljun að samdráttur í erlendu innflæði hafi farið saman með minnkandi veltu. Erlendar rannsóknir benda til þess að velta sé meiri á mörkuðum með erlent innflæði. Það kann að skýrast af því að eðli erlendra fjárfesta er annað en innlendra. Stærstu fjárfestarnir hér á landi eru lífeyrissjóðir sem hreyfa sig mun sjaldnar en aðrir þegar kemur að fjárfestingarákvörðunum. Þá hafa sjóðirnir einbeitt sér í auknum mæli síðastu misseri að erlendum fjárfestingum og sjóðsfélagalánum, sem dregur úr fjármagni sem leitar á íslenskan verðbréfamarkað. Samhliða hafa innlendir verðbréfa- og fjárfestingasjóðir farið minnkandi. Þetta hefur haft þau áhrif að velta innlendra stofnanafjárfesta hefur minnkað. Hlutfall erlendra fjárfesta á hlutabréfamarkaði er tæplega 19% um þessar mundir, en hlutfallið var rúmlega 25% árið 2017 eftir ágætis aukningu milli ára. Fór það hæst árið 2007 þegar hlutfallið var tæplega 39%, ekki ósvipað og á Norðurlöndunum í dag. Minnkandi hlutfall erlendra fjárfesta hefur þannig dregið úr hlutfalli virkra fjárfesta á markaðnum, samhliða því sem stórir innlendir fjárfestir hafa dregið úr viðskiptum sínum. Þá hefur hlutabréfaeign almennings lítið breyst frá 2010, þegar hlutfallið minnkaði í 4,5%, en meiri virkni fylgir oft á tíðum minni fjárfestum. Hlutfallið var rúmlega 13% að meðaltali 2002-2007. Minni velta á hlutabréfamörkuðum getur þó einnig verið birtingarmynd þess að dregið hafi úr áhuga fjárfesta sökum lélegrar ávöxtunar. Uppgjör þó nokkurra fyrirtækja hafa valdið vonbrigðum að undanförnu auk þess sem stærð hlutabréfamarkaðarins og fjöldi skráðra fyrirtækja er umhugsunarefni. Margir fjárfestar treysta sér aðeins til að eiga ákveðið hlutfall í hverju fyrirtæki sökum áhættu. Því er fyrir öllu að fá fjölbreyttari fjárfestaflóru inn á íslenskan verðbréfamarkað. Fjölga þarf virkum fjárfestum ef tryggja á eðlilega verðmyndun á fjármálamörkuðum hér á landi. Víða erlendis er litið á aðkomu erlendra fjárfesta sem styrkleikamerki – til marks um traust þeirra á hagkerfinu. Auk þess fylgir slíkum fjárfestum agi, þar sem erlendir sjóðir starfa oftast nær eftir ströngum fjárfestingaskilyrðum. Þannig getur aðkoma þeirra stutt við framþróun fjármálakerfisins hér á landi. Að sama skapi þarf að leita leiða til virkja betur innlenda fjárfesta. Banka- og fjármálakerfið þarf að koma betur til móts við einstaka fjárfesta með lausnum sem henta nýjum fjárfestingarveruleika. Nánar verður fjallað um slíkar lausnir í næstu greinum á vegum Kviku og Júpíter.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun