Strákar og kannabis - Sérstök áhætta! Skúli Magnússon skrifar 24. október 2018 09:59 Á síðustu árum hefur svonefndum lögræðissviptingarmálum fjölgað umtalsvert fyrir héraðsdómi, en undir þessi mál fellur hvers kyns nauðungarvistun vegna geðsjúkdóma. Merkjanlegur hluti þessarar fjölgunar verður rakin til mála ungra manna sem er ekki einungis með fíknivanda heldur alvarlega geðræna erfiðleika á því stigi að nauðungarvistun um lengri tíma er talin nauðsynleg og fyrirsjáanlegt er að þeir þurfi meðferð og aðhlynningu alla sína ævi. Þessir strákar eiga það sameiginlegt að hafa byrjað reglulega neyslu kannabis ungir, yfirleitt 12-14 ára, og alvarlegur geðsjúkdómur hefur gert vart við sig þegar fyrir tvítugt. Raunar er sláandi hversu eitt mál er líkt því næsta m.t.t. neyslusögu og þróun einkenna. Í ríkissjónvarpinu voru fyrir nokkru sýndir heimildaþættir um eina yfirgripmestu samanburðarrannsókn á mannlegri hegðun og þroska sem gerð hefur verið, kennd við bæinn Dunedin á Nýja-Sjálandi. Samkvæmt henni eru tengsl milli reglulegrar kannabisneyslu unglingsstráka og geðrofi snemma á fullorðinsárunum hafin yfir vafa. Ef ég man rétt var þar talið í að tíundi hver strákur sem byrjaði reglulega neyslu kannabis fyrir 15 ára aldur þróaði með sér geðklofa, sem gengi ekki til baka þótt hætt væri neyslu! Þessar upplýsingar, sem studdar eru öðrum félagsfræðilegum og erfðafræðilegum rannsóknum, koma óþægilega heim og saman við það sem ég hef séð í starfi mínu. Vita íslenskir strákar á aldrinum 11-15 ára hvaða áhættu þeir taka með því að prófa að reykja gras á þessum aldri? Eða heyra þeir e.t.v. bara kvabb um fíkniefni án þess að átta sig á sérstökum hættueiginleikum kannabis fyrir þá? Hvað myndu þeir segja við því að yfirgnæfandi líkur séu á því að einn úr 10 manna vinahópi, sem reykir reglulega í dag, verði kominn inn á lokaða geðdeild fyrir tvítugt og eigi þaðan ekki afturkvæmt, hvort sem hann hættir að reykja eða ekki? Það hlýtur að vera alger lágmarkskrafa að hver einasti íslenski strákur undir 15 ára aldri hafi verið vandlega upplýstur um þá sérstöku og óvenjulegu áhættu sem hann tekur með neyslu kannabisefna á þessu skeiði lífs síns. Er víst að þeirri kröfu sé fullnægt?Höfundur er héraðsdómari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur svonefndum lögræðissviptingarmálum fjölgað umtalsvert fyrir héraðsdómi, en undir þessi mál fellur hvers kyns nauðungarvistun vegna geðsjúkdóma. Merkjanlegur hluti þessarar fjölgunar verður rakin til mála ungra manna sem er ekki einungis með fíknivanda heldur alvarlega geðræna erfiðleika á því stigi að nauðungarvistun um lengri tíma er talin nauðsynleg og fyrirsjáanlegt er að þeir þurfi meðferð og aðhlynningu alla sína ævi. Þessir strákar eiga það sameiginlegt að hafa byrjað reglulega neyslu kannabis ungir, yfirleitt 12-14 ára, og alvarlegur geðsjúkdómur hefur gert vart við sig þegar fyrir tvítugt. Raunar er sláandi hversu eitt mál er líkt því næsta m.t.t. neyslusögu og þróun einkenna. Í ríkissjónvarpinu voru fyrir nokkru sýndir heimildaþættir um eina yfirgripmestu samanburðarrannsókn á mannlegri hegðun og þroska sem gerð hefur verið, kennd við bæinn Dunedin á Nýja-Sjálandi. Samkvæmt henni eru tengsl milli reglulegrar kannabisneyslu unglingsstráka og geðrofi snemma á fullorðinsárunum hafin yfir vafa. Ef ég man rétt var þar talið í að tíundi hver strákur sem byrjaði reglulega neyslu kannabis fyrir 15 ára aldur þróaði með sér geðklofa, sem gengi ekki til baka þótt hætt væri neyslu! Þessar upplýsingar, sem studdar eru öðrum félagsfræðilegum og erfðafræðilegum rannsóknum, koma óþægilega heim og saman við það sem ég hef séð í starfi mínu. Vita íslenskir strákar á aldrinum 11-15 ára hvaða áhættu þeir taka með því að prófa að reykja gras á þessum aldri? Eða heyra þeir e.t.v. bara kvabb um fíkniefni án þess að átta sig á sérstökum hættueiginleikum kannabis fyrir þá? Hvað myndu þeir segja við því að yfirgnæfandi líkur séu á því að einn úr 10 manna vinahópi, sem reykir reglulega í dag, verði kominn inn á lokaða geðdeild fyrir tvítugt og eigi þaðan ekki afturkvæmt, hvort sem hann hættir að reykja eða ekki? Það hlýtur að vera alger lágmarkskrafa að hver einasti íslenski strákur undir 15 ára aldri hafi verið vandlega upplýstur um þá sérstöku og óvenjulegu áhættu sem hann tekur með neyslu kannabisefna á þessu skeiði lífs síns. Er víst að þeirri kröfu sé fullnægt?Höfundur er héraðsdómari
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar