Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Davíð Snær Jónsson skrifar 19. júlí 2018 18:23 Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. Kennarar eru upp til hópa ríkisstarfsmenn, sem bera mikla ábyrgð á mótun samfélagsins og einstaklinganna innan þess. Völd og skyldur kennara eru meðal annars að slípa ófullmótaða einstaklinga og kenna þeim um réttindi, skyldur og grunngildi lífsins. Að vera hluti af samfélaginu. Þarna hafa kennarar unnið frábært starf í áratugi og er starfsstétt sem fær mitt lof fyrir sitt framtak til samfélagsins. Í samtölum mínum við framhaldsskólanema um gæði náms og námsefnis, hefur það komið til tals, hvernig sumir kennarar innræti skoðanir sínar inn í ákveðin umfjöllunarefni og leyfi ekki málefnalegri umræðu að eiga sér stað, án þess að grípa inn í og koma sínum skoðunum að. Í þessum umræðum getur umfjöllunarefnið verið allt frá deilum Ísraels og Palestínu, Trump sem forseta Bandaríkjanna eða hvernig dómurum var skipað í Landsrétt, og allt eru þetta mál þar sem engin ein skoðun er réttari en önnur. Framsetning námsefnis af hálfu kennarans skal vera höfð með þeim hætti að öll sjónarmið komi fram, svo nemandinn geti mótað sínar eigin skoðanir út frá umfangsefninu, án innrætingar og afskipta kennarans. Þekkingin skapast með því að kynna sér allar hliðar málsins og með því að geta fært rök fyrir skoðun sinni. Einstaka dæmi eru til um kennara sem koma með pólitíska slagsíðu inn í kennslustofuna og umræðurnar sem þar eiga sér stað. En það eitt er sennilega ekki eitthvað sem þarf að gera stórmál úr. Þó sumum geti þótt það vera trassaskapur. Í dag má samt sem áður finna dæmi um háværar raddir innan þjóðfélagsins sem vilja pólitíska innrætingu inn í kennslustofuna. Þessir einstaklingar vilja gera kynjafræði að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Í kynjafræði er aðal áherslan lögð á að skoða og greina hlutverk kyns og kyngervis í samfélaginu. Einnig er fjallað um þjóðerni og stétt út frá sjónarhóli kynjafræðinnar, ásamt birtingarmynd valdatogstreitu í samfélaginu. Dæmi um umfjöllunarefni er t.d. feðraveldið og önnur góð og gild hugtök. Stefna SÍF er að kynjafræði verði gerð að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Ef að kynjafræði verður gerð að skyldufagi í framhaldsskólum má spyrja sig að því af hverju það eigi ekki að gera marxísk fræði að skyldufagi líka, svo eitthvað dæmi sé nefnt. Því kynjafræði er eins og marxísku fræðin, pólitísk hugmyndafræði. Höldum áfram að gera vel á sviði jafnréttismála, hægt er að láta nemendafélög og skólayfirvöld vinna saman að ýmsum verkefnum tengdum jafnrétti, í stað þess að skylda alla að nema pólitíska hugmyndafræði. Samfélagið er á réttri vegferð í jafnréttismálum, við erum að gera vel og við munum gera enn betur á komandi árum. Kynjafræði sem skyldufag er ekki töfralausnin.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. Kennarar eru upp til hópa ríkisstarfsmenn, sem bera mikla ábyrgð á mótun samfélagsins og einstaklinganna innan þess. Völd og skyldur kennara eru meðal annars að slípa ófullmótaða einstaklinga og kenna þeim um réttindi, skyldur og grunngildi lífsins. Að vera hluti af samfélaginu. Þarna hafa kennarar unnið frábært starf í áratugi og er starfsstétt sem fær mitt lof fyrir sitt framtak til samfélagsins. Í samtölum mínum við framhaldsskólanema um gæði náms og námsefnis, hefur það komið til tals, hvernig sumir kennarar innræti skoðanir sínar inn í ákveðin umfjöllunarefni og leyfi ekki málefnalegri umræðu að eiga sér stað, án þess að grípa inn í og koma sínum skoðunum að. Í þessum umræðum getur umfjöllunarefnið verið allt frá deilum Ísraels og Palestínu, Trump sem forseta Bandaríkjanna eða hvernig dómurum var skipað í Landsrétt, og allt eru þetta mál þar sem engin ein skoðun er réttari en önnur. Framsetning námsefnis af hálfu kennarans skal vera höfð með þeim hætti að öll sjónarmið komi fram, svo nemandinn geti mótað sínar eigin skoðanir út frá umfangsefninu, án innrætingar og afskipta kennarans. Þekkingin skapast með því að kynna sér allar hliðar málsins og með því að geta fært rök fyrir skoðun sinni. Einstaka dæmi eru til um kennara sem koma með pólitíska slagsíðu inn í kennslustofuna og umræðurnar sem þar eiga sér stað. En það eitt er sennilega ekki eitthvað sem þarf að gera stórmál úr. Þó sumum geti þótt það vera trassaskapur. Í dag má samt sem áður finna dæmi um háværar raddir innan þjóðfélagsins sem vilja pólitíska innrætingu inn í kennslustofuna. Þessir einstaklingar vilja gera kynjafræði að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Í kynjafræði er aðal áherslan lögð á að skoða og greina hlutverk kyns og kyngervis í samfélaginu. Einnig er fjallað um þjóðerni og stétt út frá sjónarhóli kynjafræðinnar, ásamt birtingarmynd valdatogstreitu í samfélaginu. Dæmi um umfjöllunarefni er t.d. feðraveldið og önnur góð og gild hugtök. Stefna SÍF er að kynjafræði verði gerð að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Ef að kynjafræði verður gerð að skyldufagi í framhaldsskólum má spyrja sig að því af hverju það eigi ekki að gera marxísk fræði að skyldufagi líka, svo eitthvað dæmi sé nefnt. Því kynjafræði er eins og marxísku fræðin, pólitísk hugmyndafræði. Höldum áfram að gera vel á sviði jafnréttismála, hægt er að láta nemendafélög og skólayfirvöld vinna saman að ýmsum verkefnum tengdum jafnrétti, í stað þess að skylda alla að nema pólitíska hugmyndafræði. Samfélagið er á réttri vegferð í jafnréttismálum, við erum að gera vel og við munum gera enn betur á komandi árum. Kynjafræði sem skyldufag er ekki töfralausnin.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun