Körfubolti

Tryggvi: Það eru endalausar leiðir inn í NBA

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tryggvi Snær Hlinason var meðal þeirra sem settu nafn sitt í nýliðaval NBA deildarinnar í síðustu viku en hann var ekki valinn inn í deildina. Tryggvi segir drauminn um að spila í NBA þó enn lifa.

Margir höfðu spáð því að Tryggvi yrði valinn í annari umferð nýliðavalsins sem fór fram aðfaranótt síðasta föstudags en svo fór ekki.

„Þetta er ekki eina leiðin inn í NBA en þetta er sú einfaldasta, þú tekur þátt í einu kvöldi og þá ertu kominn inn í kerfið. Það eru endalausar leiðir inn í NBA, þá sérstaklega með því að spila vel og sanna sig á Spáni eða í sumardeildinni,“ sagði Tryggvi við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Við ákváðum að henda í það að reyna að fara inn ári fyrr en var planið og á þeim tíma var það geranlegt en í lokin var það ekki þannig. Ekkert að því en þetta breytir planinu aðeins.“

Tryggvi mun því að öllum líkindum spila áfram með spænska liðinu Valencia næsta vetur. Fyrst taka þó við mikilvægir leikir í undankeppni HM2019 með íslenska landsliðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×