Heiðarlegar löggur Þorvaldur Gylfason skrifar 26. apríl 2018 07:00 Bandaríkin eru réttarríki. Menn eru þar samt ekki allir jafnir fyrir lögum þótt stjórnarskráin kveði á um jafnrétti. Misréttið hafa margir bandarískir blökkumenn fengið að reyna á eigin skinni allt fram á okkar daga. Eftir lok borgarastyrjaldarinnar sem leiddi til afnáms þrælahalds 1865 voru hátt á fimmta þúsund manns tekin af lífi í landinu án dóms og laga, einkum blökkumenn í suðurríkjunum. Aftökurnar voru svar fv. þrælahaldara og þeirra manna við afnámi þrælahalds. Þeir voru staðráðnir í að halda áfram að kúga blökkumenn til undirgefni. Lögreglan horfði yfirleitt í aðrar áttir og það gerði einnig öldungadeild Bandaríkjaþings sem sá þó að sér um síðir. Það var ekki fyrr en 2005 að öldungadeildin baðst afsökunar á að hafa ekki sett lög til að girða fyrir öll þessi illvirki (e. lynchings). Bráðlega verður minnismerki um þessa hörmungasögu opnað almenningi í Montgomery, Alabama.Ekki eitt innbrot, heldur tvö Réttarkerfi Bandaríkjanna á sér einnig bjartar hliðar. Skýr vitnisburður um það birtist í viðbrögðum réttarkerfisins við innbrotinu í Watergate-bygginguna í Washington 1972 og öðru skyldu innbroti árið áður. Það var 17. júní 1972 að lögreglan kom að hópi manna þar sem þeir höfðu brotizt inn í höfuðstöðvar demókrata í Watergate-byggingunni til að ljósmynda skjöl og koma fyrir hlerunarbúnaði. Þetta reyndust vera repúblikanar á vegum Nixons forseta sem óttaðist að ná ekki endurkjöri þá um haustið. Tæpu ári áður hafði Nixon gert út sömu menn til að brjótast inn á skrifstofu geðlæknis að nafni Lewis Fielding til að ljósmynda skýrslur hans um Daniel Ellsberg, hagfræðing sem hafði lokið doktorsprófi frá Harvard-háskóla og hafði lekið svo nefndum Pentagon-skjölum til New York Times. Skýrslur geðlæknisins um Ellsberg reyndust vera sakleysið sjálft. Menn Nixons hugðust þá brjótast inn á heimili geðlæknisins, en hægri hönd Nixons, John Ehrlichmann, taldi það of hættulegt svo af því varð ekki. Tilraun Nixons og þeirra til að grafa undan Ellsberg með stolnar læknaskýrslur að vopni tókst ekki. Þegar dómarinn sem fjallaði um ákæru ríkisins á hendur Ellsberg fékk upplýsingar um innbrotið á skrifstofu geðlæknisins o.fl. vísaði hann málinu frá dómi. Ellsberg slapp. Hluti þessarar sögu rifjast upp í nýrri kvikmynd Stevens Spielberg, The Post „Fjölmiðlum var ætlað að þjóna fólkinu“ Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði snör handtök og staðfesti lagalegan rétt New York Times til að birta Pentagon-skjölin aðeins tveim vikum eftir að blaðið hóf birtingu skjalanna. Einn hæstaréttardómarinn, Hugo Black, sagði þá: „Með prentfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar veittu höfundar hennar frjálsum fjölmiðlum þá vernd sem þeir verða að njóta til að rækja grundvallarhlutverk sitt í lýðræðisskipan okkar. Fjölmiðlum var ætlað að þjóna fólkinu, ekki stjórnvöldum. Vald ríkisins til að ritskoða fjölmiðla var afnumið til að tryggja þeim varanlegt frelsi til að gagnrýna stjórnvöld. Fjölmiðlum var veitt vernd svo þeir gætu afhjúpað leyndarmál stjórnvalda og upplýst fólkið. Aðeins frjálsir og óheftir fjölmiðlar eru þess megnugir að afhjúpa blekkingar stjórnvalda.“ [Mín þýðing, ÞG.] Pentagon-skjölin afhjúpuðu lygar stjórnvalda um gang stríðsins í Víetnam og vöktu hneykslun víða. Menn sögðu: Forsetinn og menn hans vissu að stríðið var vonlaust en sendu unga menn samt áfram út í opinn dauðann á blóðvöllunum í Víetnam.Hugrekki Þessi pólitísku glæpamál komust í hámæli einkum fyrir hugrekki fáeinna manna. Í þeim hópi eru Daniel Ellsberg sem fyrr var nefndur, tveir ungir blaðamenn á Washington Post, Carl Bernstein og Bob Woodward, og nafnlaus uppljóstrari sem var kallaður Deep Throat. Bernstein og Woodward ráku sig alls staðar á veggi og hefðu trúlega gefizt upp hefði nágranni annars þeirra ekki gefið sig fram við þá og veitt þeim upplýsingar og beint þeim frá villusporum. Bara þeir tveir og ritstjóri blaðs þeirra, Ben Bradley, vissu hver uppljóstrarinn var. Það var ekki fyrr en 2005 að uppljóstrarinn sjálfur gaf sig fram þrem árum fyrir andlát sitt. Hann reyndist vera Mark Feld og hafði verið aðstoðarforstjóri alríkislögreglunnar FBI 1972-1973 þegar mikil hreyfing var á æðstu stjórn FBI eftir að J. Edgar Hoover sem hafði verið ríkislögreglustjóri frá 1924 dó í embætti 1972, 77 ára að aldri. Hugsanlegt er að glæpir Nixons forseta og manna hans hefðu ekki leitt til afsagnar Nixons og fangelsisdóma yfir mörgum af mönnum hans hefði aðstoðarlögreglustjórinn ekki hjálpað blaðamönnunum bak við tjöldin.Sagan endurtekur sig – eða hvað? Nú virðist sagan vera að endurtaka sig. Brotizt var inn í tölvukerfið í höfuðstöðvum demókrata fyrir forsetakosningarnar 2016 til stela tölvupóstum. Sérstakur saksóknari, skipaður af dómsmálaráðherra, rannsakar hvort Trump forseti eða menn hans hafi átt aðild að lögbrotinu ásamt Rússum sem FBI, leyniþjónustan CIA o.fl. fullyrða að hafi stolið tölvupóstunum. Eitt aðallhlutverkið í dramanu leikur James Comey, nýlega brottrekinn forstjóri FBI, og vandar Trump forseta ekki kveðjurnar. Ef varaforstjóri FBI gat sem leynilegur uppljóstrari komið Nixon frá völdum 1974, hverju getur fv. forstjóri FBI þá komið til leiðar nú fyrir opnum tjöldum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Bandaríkin eru réttarríki. Menn eru þar samt ekki allir jafnir fyrir lögum þótt stjórnarskráin kveði á um jafnrétti. Misréttið hafa margir bandarískir blökkumenn fengið að reyna á eigin skinni allt fram á okkar daga. Eftir lok borgarastyrjaldarinnar sem leiddi til afnáms þrælahalds 1865 voru hátt á fimmta þúsund manns tekin af lífi í landinu án dóms og laga, einkum blökkumenn í suðurríkjunum. Aftökurnar voru svar fv. þrælahaldara og þeirra manna við afnámi þrælahalds. Þeir voru staðráðnir í að halda áfram að kúga blökkumenn til undirgefni. Lögreglan horfði yfirleitt í aðrar áttir og það gerði einnig öldungadeild Bandaríkjaþings sem sá þó að sér um síðir. Það var ekki fyrr en 2005 að öldungadeildin baðst afsökunar á að hafa ekki sett lög til að girða fyrir öll þessi illvirki (e. lynchings). Bráðlega verður minnismerki um þessa hörmungasögu opnað almenningi í Montgomery, Alabama.Ekki eitt innbrot, heldur tvö Réttarkerfi Bandaríkjanna á sér einnig bjartar hliðar. Skýr vitnisburður um það birtist í viðbrögðum réttarkerfisins við innbrotinu í Watergate-bygginguna í Washington 1972 og öðru skyldu innbroti árið áður. Það var 17. júní 1972 að lögreglan kom að hópi manna þar sem þeir höfðu brotizt inn í höfuðstöðvar demókrata í Watergate-byggingunni til að ljósmynda skjöl og koma fyrir hlerunarbúnaði. Þetta reyndust vera repúblikanar á vegum Nixons forseta sem óttaðist að ná ekki endurkjöri þá um haustið. Tæpu ári áður hafði Nixon gert út sömu menn til að brjótast inn á skrifstofu geðlæknis að nafni Lewis Fielding til að ljósmynda skýrslur hans um Daniel Ellsberg, hagfræðing sem hafði lokið doktorsprófi frá Harvard-háskóla og hafði lekið svo nefndum Pentagon-skjölum til New York Times. Skýrslur geðlæknisins um Ellsberg reyndust vera sakleysið sjálft. Menn Nixons hugðust þá brjótast inn á heimili geðlæknisins, en hægri hönd Nixons, John Ehrlichmann, taldi það of hættulegt svo af því varð ekki. Tilraun Nixons og þeirra til að grafa undan Ellsberg með stolnar læknaskýrslur að vopni tókst ekki. Þegar dómarinn sem fjallaði um ákæru ríkisins á hendur Ellsberg fékk upplýsingar um innbrotið á skrifstofu geðlæknisins o.fl. vísaði hann málinu frá dómi. Ellsberg slapp. Hluti þessarar sögu rifjast upp í nýrri kvikmynd Stevens Spielberg, The Post „Fjölmiðlum var ætlað að þjóna fólkinu“ Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði snör handtök og staðfesti lagalegan rétt New York Times til að birta Pentagon-skjölin aðeins tveim vikum eftir að blaðið hóf birtingu skjalanna. Einn hæstaréttardómarinn, Hugo Black, sagði þá: „Með prentfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar veittu höfundar hennar frjálsum fjölmiðlum þá vernd sem þeir verða að njóta til að rækja grundvallarhlutverk sitt í lýðræðisskipan okkar. Fjölmiðlum var ætlað að þjóna fólkinu, ekki stjórnvöldum. Vald ríkisins til að ritskoða fjölmiðla var afnumið til að tryggja þeim varanlegt frelsi til að gagnrýna stjórnvöld. Fjölmiðlum var veitt vernd svo þeir gætu afhjúpað leyndarmál stjórnvalda og upplýst fólkið. Aðeins frjálsir og óheftir fjölmiðlar eru þess megnugir að afhjúpa blekkingar stjórnvalda.“ [Mín þýðing, ÞG.] Pentagon-skjölin afhjúpuðu lygar stjórnvalda um gang stríðsins í Víetnam og vöktu hneykslun víða. Menn sögðu: Forsetinn og menn hans vissu að stríðið var vonlaust en sendu unga menn samt áfram út í opinn dauðann á blóðvöllunum í Víetnam.Hugrekki Þessi pólitísku glæpamál komust í hámæli einkum fyrir hugrekki fáeinna manna. Í þeim hópi eru Daniel Ellsberg sem fyrr var nefndur, tveir ungir blaðamenn á Washington Post, Carl Bernstein og Bob Woodward, og nafnlaus uppljóstrari sem var kallaður Deep Throat. Bernstein og Woodward ráku sig alls staðar á veggi og hefðu trúlega gefizt upp hefði nágranni annars þeirra ekki gefið sig fram við þá og veitt þeim upplýsingar og beint þeim frá villusporum. Bara þeir tveir og ritstjóri blaðs þeirra, Ben Bradley, vissu hver uppljóstrarinn var. Það var ekki fyrr en 2005 að uppljóstrarinn sjálfur gaf sig fram þrem árum fyrir andlát sitt. Hann reyndist vera Mark Feld og hafði verið aðstoðarforstjóri alríkislögreglunnar FBI 1972-1973 þegar mikil hreyfing var á æðstu stjórn FBI eftir að J. Edgar Hoover sem hafði verið ríkislögreglustjóri frá 1924 dó í embætti 1972, 77 ára að aldri. Hugsanlegt er að glæpir Nixons forseta og manna hans hefðu ekki leitt til afsagnar Nixons og fangelsisdóma yfir mörgum af mönnum hans hefði aðstoðarlögreglustjórinn ekki hjálpað blaðamönnunum bak við tjöldin.Sagan endurtekur sig – eða hvað? Nú virðist sagan vera að endurtaka sig. Brotizt var inn í tölvukerfið í höfuðstöðvum demókrata fyrir forsetakosningarnar 2016 til stela tölvupóstum. Sérstakur saksóknari, skipaður af dómsmálaráðherra, rannsakar hvort Trump forseti eða menn hans hafi átt aðild að lögbrotinu ásamt Rússum sem FBI, leyniþjónustan CIA o.fl. fullyrða að hafi stolið tölvupóstunum. Eitt aðallhlutverkið í dramanu leikur James Comey, nýlega brottrekinn forstjóri FBI, og vandar Trump forseta ekki kveðjurnar. Ef varaforstjóri FBI gat sem leynilegur uppljóstrari komið Nixon frá völdum 1974, hverju getur fv. forstjóri FBI þá komið til leiðar nú fyrir opnum tjöldum?
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun