Auglýsir Háskólann sem hann gekk ekki í Benedikt Bóas skrifar 25. janúar 2018 14:00 Þorsteinn Bachmann, Smári Laufdal Þorsteinn Bachmann hefur slegið í gegn í auglýsingum um happdrætti Háskóla Íslands en þar leikur hann Smára Laufdal, rektor Háskólans í heppni, sem hefur það eitt að markmiði að fjölga heppnum Íslendingum. Þorsteinn hefur ekki verið mikið í því að leika í auglýsingum og varið meiri tíma í gerð okkar bestu bíómynda, eins og Vonarstræti og Undir trénu, og sjónvarpsþátta. „Ég er ekkert mikið að sækjast eftir að vera í auglýsingum. Ekki nema það sé eitthvað spes og mér fannst þetta strax skemmtilegt verkefni. Það er húmor í þessu og sniðug flétta þannig að ég ákvað að slá til. En það er rétt, ég hef ekkert verið að auglýsa í nokkur ár,“ segir Þorsteinn. Hann rifjar upp að síðasta auglýsing sem hann var í hafi verið bensínstöðvaauglýsing frá Orkunni sem var spiluð í útvarpi. „Það var líka grín. Ef það er skemmtilegt, þá er þetta þess virði.“ Nokkra athygli vekur að Þorsteinn gekk ekki í Háskóla Íslands sem hann auglýsir nú fyrir. Hann flutti ungur til Flórída ásamt fjölskyldu sinni og fór í leiklistarskólann eftir að hafa útskrifast úr Verslunarskólanum. „Ég tók reyndar tvo kúrsa utan skóla sem báðir voru liður í því að undirbúa mig fyrir leiklistarskólann. Ég ákvað að koma heim og læra leiklist á Íslandi enda með bullandi heimþrá enda er svo leiðinlegt á Flórída,“ segir hann en hann hafði þá byrjað námið í Bandaríkjunum. Ásamt námi vann hann í Sædýrasafninu í Hafnarfirði þar sem hann meðal annars vann við það að sópa gólf apanna sem þar dvöldu. „Þetta var stórkostlegur tími,“ segir hann hlæjandi. „Ég kom einn heim og var samferða Jóni Diðriki Jónssyni í flugvélinni en pabbi hans var með Sædýrasafnið. Þannig atvikaðist það en þetta var fín reynsla.“ Átta manna bekkurinn hans í Leiklistarskólanum var skipaður einvalaliði sem hefur lengi glatt landann með tilþrifum á sviði og á skjánum. Alls sóttu 63 um og komust átta að, meðal annars Þorsteinn Guðmundsson og Gunnar Helgason. Karakterinn Smári Laufdal er rétt að byrja að sögn Þorsteins og munu enn fleiri auglýsingar birtast. „Það kemur meira. Þetta er bara rétt að byrja.“ Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Þorsteinn Bachmann hefur slegið í gegn í auglýsingum um happdrætti Háskóla Íslands en þar leikur hann Smára Laufdal, rektor Háskólans í heppni, sem hefur það eitt að markmiði að fjölga heppnum Íslendingum. Þorsteinn hefur ekki verið mikið í því að leika í auglýsingum og varið meiri tíma í gerð okkar bestu bíómynda, eins og Vonarstræti og Undir trénu, og sjónvarpsþátta. „Ég er ekkert mikið að sækjast eftir að vera í auglýsingum. Ekki nema það sé eitthvað spes og mér fannst þetta strax skemmtilegt verkefni. Það er húmor í þessu og sniðug flétta þannig að ég ákvað að slá til. En það er rétt, ég hef ekkert verið að auglýsa í nokkur ár,“ segir Þorsteinn. Hann rifjar upp að síðasta auglýsing sem hann var í hafi verið bensínstöðvaauglýsing frá Orkunni sem var spiluð í útvarpi. „Það var líka grín. Ef það er skemmtilegt, þá er þetta þess virði.“ Nokkra athygli vekur að Þorsteinn gekk ekki í Háskóla Íslands sem hann auglýsir nú fyrir. Hann flutti ungur til Flórída ásamt fjölskyldu sinni og fór í leiklistarskólann eftir að hafa útskrifast úr Verslunarskólanum. „Ég tók reyndar tvo kúrsa utan skóla sem báðir voru liður í því að undirbúa mig fyrir leiklistarskólann. Ég ákvað að koma heim og læra leiklist á Íslandi enda með bullandi heimþrá enda er svo leiðinlegt á Flórída,“ segir hann en hann hafði þá byrjað námið í Bandaríkjunum. Ásamt námi vann hann í Sædýrasafninu í Hafnarfirði þar sem hann meðal annars vann við það að sópa gólf apanna sem þar dvöldu. „Þetta var stórkostlegur tími,“ segir hann hlæjandi. „Ég kom einn heim og var samferða Jóni Diðriki Jónssyni í flugvélinni en pabbi hans var með Sædýrasafnið. Þannig atvikaðist það en þetta var fín reynsla.“ Átta manna bekkurinn hans í Leiklistarskólanum var skipaður einvalaliði sem hefur lengi glatt landann með tilþrifum á sviði og á skjánum. Alls sóttu 63 um og komust átta að, meðal annars Þorsteinn Guðmundsson og Gunnar Helgason. Karakterinn Smári Laufdal er rétt að byrja að sögn Þorsteins og munu enn fleiri auglýsingar birtast. „Það kemur meira. Þetta er bara rétt að byrja.“
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira