Aron segir handboltagreind og kraft einkenna nýliðana í landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2018 13:30 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fer með mjög ungt lið til leiks í Gulldeildina í Noregi um helgina en strákarnir okkar flugu út í morgun. Þar mætir Ísland þremur af bestu liðum heims; Noregi, Frakklandi og Danmörku, en íslenska liðið mætir með marga nýliða til leiks sem verður hent í djúpu laugina. Táningarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson (18 ára) og Haukur Þrastarson (16 ára) munu væntanlega sjá um að stýra sóknarleik íslenska liðsins en í liðinu er einnig hinn 19 ára gamli Teitur Örn Einarsson og 18 ára gamall markvörður, Viktor Gísli Hallgrímsson. Þessir ungu menn hafa fengið mikið að spila með sínum liðum í Olís-deildinni undanfarin misseri og mæta því ekki alveg reynslulausir til leiks með landsliðinu. Þetta eru spennandi strákar að mati besta handboltamanns þjóðarinnar, Arons Pálmarssonar. „Ég verð að segja það, að þeir líta mjög vel út. Það sem ég er ánægðastur með er handboltagreindin hjá þeim. Þeir skilja leikinn og það þarf ekki að segja þeim hlutina oft,“ segir Aron. „Maður sér að þessir strákar komu vel undirbúnir til leiks. Það er kraftur í þeim. Auðvitað eru þeir ungir en það verður gaman að fara með þeim og spila á móti þessum bestu þjóðum.“ Stefán Rafn Sigurmannsson er fæddur 1990 eins og Aron en báðir eru reynsluboltar í landsliðinu. Hann tekur í sama streng og vinur sinn úr Hafnarfirðinum. „Þeir eru hrikalega ferskir og rosalega sterkir maður á mann og góðir skotmenn. Mér líst rosalega vel á þetta,“ segir Stefán Rafn. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00 Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fer með mjög ungt lið til leiks í Gulldeildina í Noregi um helgina en strákarnir okkar flugu út í morgun. Þar mætir Ísland þremur af bestu liðum heims; Noregi, Frakklandi og Danmörku, en íslenska liðið mætir með marga nýliða til leiks sem verður hent í djúpu laugina. Táningarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson (18 ára) og Haukur Þrastarson (16 ára) munu væntanlega sjá um að stýra sóknarleik íslenska liðsins en í liðinu er einnig hinn 19 ára gamli Teitur Örn Einarsson og 18 ára gamall markvörður, Viktor Gísli Hallgrímsson. Þessir ungu menn hafa fengið mikið að spila með sínum liðum í Olís-deildinni undanfarin misseri og mæta því ekki alveg reynslulausir til leiks með landsliðinu. Þetta eru spennandi strákar að mati besta handboltamanns þjóðarinnar, Arons Pálmarssonar. „Ég verð að segja það, að þeir líta mjög vel út. Það sem ég er ánægðastur með er handboltagreindin hjá þeim. Þeir skilja leikinn og það þarf ekki að segja þeim hlutina oft,“ segir Aron. „Maður sér að þessir strákar komu vel undirbúnir til leiks. Það er kraftur í þeim. Auðvitað eru þeir ungir en það verður gaman að fara með þeim og spila á móti þessum bestu þjóðum.“ Stefán Rafn Sigurmannsson er fæddur 1990 eins og Aron en báðir eru reynsluboltar í landsliðinu. Hann tekur í sama streng og vinur sinn úr Hafnarfirðinum. „Þeir eru hrikalega ferskir og rosalega sterkir maður á mann og góðir skotmenn. Mér líst rosalega vel á þetta,“ segir Stefán Rafn.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00 Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00
Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30
Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17
Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00