Þreföldun Miklubrautar frá Tjörninni að Þjóðvegi eitt Tryggvi Helgason skrifar 30. apríl 2018 22:32 Miklabrautin er ein aðal umferðaræð Reykjavíkur, sem og nálægra bæja. Ég las frétt á Vísir, (15, feb. 2018), með fyrirsögninni, „Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni”. Á myndinni sem fylgir fréttinni, sést mjög vel yfir Miklubrautina sunnan Hringbrautar, (Sjá mynd með fréttinni). Að mínu mati, þá sýnir myndin jafnframt hversu auðvelt það er, að ráða bót á þessum vandamálum; - sem eru þrengsli og miklar tafir í umferðinni, - og þá jafnframt hvernig megi greiða mjög vel fyrir allri umferð um Miklubrautina, og þá trúlega á bestan og jafnframt ódýrastan hátt. Myndin sýnir, að bakkinn milli gagnstæðra brauta er fyllilega, nægilega breiður fyrir eina akrein til viðbótar í hvora átt. Miklubrautina er því auðveldlega hægt að breikka, á þann veginn í þrjár akreinar í hvora átt, á þessum kafla og þá jafnframt, að aðskilja austur-vestur brautirnar, sennilega með um eins metra háum steinsteyptum vegg á miðlínunni. Þessar þrjár akreinar í hvora átt, er hægt að leggja, (eða framlengja), alla leið frá Lækjargötu, (eða Suðurgötu), og þar til kemur að þjóðvegi “1”, þar sem sá vegur fer áleiðis til Mosfellsbæjar. Þessu til viðbótar, þá þarf að sjálfsögðu, malbikaða vegaröxl í fullri bílbreidd hægra megin, (sem öryggisrein). Þá þarf einnig að gera auka akreinar fyrir beygjur til hægri nálægt vegbrúnum, eina eða tvær eftir kringumstæðum, sem og útskot fyrir strætisvagna við biðskýli. Sennileg kæmi best út, að Miklabrautin væri lögð, á öllum stöðum, yfir hliðarbrautina, en hitt er líka hægt að gera, það er að Miklabrautin kæmi undir hliðarbrautina, og þá jafnvel eitthvað niðurgrafin, en hliðargatan þá lögð á brú yfir Miklubrautina. En svona nokkuð ræðst algjörlega af kringumstæðunum við hver gatnamót. Á allri þessari leið verði engin umferðarljós, - (það er á aðalveginum, sjálfri Miklubrautinni), - en að öll hliðarumferð tengist inn og út af Miklubrautinni með vegbrúnum, (mislægum gatnamótum). Allri hliðarumferð muni þá jafnframt verða stýrt með umferðarljósum. Þar með þá þarf ekki hringbeygjur við vegbrýrnar. Sennilega þarf að bæta við tveimur, kannski þrem vegbrúm, á þessari leið, en þar á milli verði lagður einfaldur hliðarvegur, með fram aðalveginum, fyrir umferð til og frá hliðargötunum, að næstu vegbrú. Hvað þetta muni kosta er erfitt að giska á, en ég er sannfærður um, að þetta muni ekki kosta nema brot af því, sem það myndi kosta að leggja Miklubrautina í stokk. Og þá er ég jafnframt sannfærður um það, að þessi lausn er miklum mun betri og hagkvæmari, heldur en aðrar hugmyndir eða lausnir, og að allir vegfarendur, - sem og allir íbúar sem eiga heima í grennd við Miklubrautina, - verði miklum mun ánægðari með þessa lausn, fremur en eitthvað annað, eins og það til dæmis, að leggja veginn í stokk. Miðað við lauslega mælingu, þá sýnist mér að þessi leið sé um 9 km. löng og miðað við 90 km. hámarkshraða, þá myndi taka 6 til 10 mínútur, að aka þessa leið á venjulegum degi. Þar sem nú eru að nálgast kosningar, þá datt mér í hug að skjóta þessu hér inn, ef ske kynni að einhverjir af frambjóðendunum hefðu svipaðar skoðanir, og þá er þeim jafnframt velkomið að nýta sér þessar upplýsingar, á þann veg sem þeim best hentar.Höfundur er flugmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Miklabrautin er ein aðal umferðaræð Reykjavíkur, sem og nálægra bæja. Ég las frétt á Vísir, (15, feb. 2018), með fyrirsögninni, „Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni”. Á myndinni sem fylgir fréttinni, sést mjög vel yfir Miklubrautina sunnan Hringbrautar, (Sjá mynd með fréttinni). Að mínu mati, þá sýnir myndin jafnframt hversu auðvelt það er, að ráða bót á þessum vandamálum; - sem eru þrengsli og miklar tafir í umferðinni, - og þá jafnframt hvernig megi greiða mjög vel fyrir allri umferð um Miklubrautina, og þá trúlega á bestan og jafnframt ódýrastan hátt. Myndin sýnir, að bakkinn milli gagnstæðra brauta er fyllilega, nægilega breiður fyrir eina akrein til viðbótar í hvora átt. Miklubrautina er því auðveldlega hægt að breikka, á þann veginn í þrjár akreinar í hvora átt, á þessum kafla og þá jafnframt, að aðskilja austur-vestur brautirnar, sennilega með um eins metra háum steinsteyptum vegg á miðlínunni. Þessar þrjár akreinar í hvora átt, er hægt að leggja, (eða framlengja), alla leið frá Lækjargötu, (eða Suðurgötu), og þar til kemur að þjóðvegi “1”, þar sem sá vegur fer áleiðis til Mosfellsbæjar. Þessu til viðbótar, þá þarf að sjálfsögðu, malbikaða vegaröxl í fullri bílbreidd hægra megin, (sem öryggisrein). Þá þarf einnig að gera auka akreinar fyrir beygjur til hægri nálægt vegbrúnum, eina eða tvær eftir kringumstæðum, sem og útskot fyrir strætisvagna við biðskýli. Sennileg kæmi best út, að Miklabrautin væri lögð, á öllum stöðum, yfir hliðarbrautina, en hitt er líka hægt að gera, það er að Miklabrautin kæmi undir hliðarbrautina, og þá jafnvel eitthvað niðurgrafin, en hliðargatan þá lögð á brú yfir Miklubrautina. En svona nokkuð ræðst algjörlega af kringumstæðunum við hver gatnamót. Á allri þessari leið verði engin umferðarljós, - (það er á aðalveginum, sjálfri Miklubrautinni), - en að öll hliðarumferð tengist inn og út af Miklubrautinni með vegbrúnum, (mislægum gatnamótum). Allri hliðarumferð muni þá jafnframt verða stýrt með umferðarljósum. Þar með þá þarf ekki hringbeygjur við vegbrýrnar. Sennilega þarf að bæta við tveimur, kannski þrem vegbrúm, á þessari leið, en þar á milli verði lagður einfaldur hliðarvegur, með fram aðalveginum, fyrir umferð til og frá hliðargötunum, að næstu vegbrú. Hvað þetta muni kosta er erfitt að giska á, en ég er sannfærður um, að þetta muni ekki kosta nema brot af því, sem það myndi kosta að leggja Miklubrautina í stokk. Og þá er ég jafnframt sannfærður um það, að þessi lausn er miklum mun betri og hagkvæmari, heldur en aðrar hugmyndir eða lausnir, og að allir vegfarendur, - sem og allir íbúar sem eiga heima í grennd við Miklubrautina, - verði miklum mun ánægðari með þessa lausn, fremur en eitthvað annað, eins og það til dæmis, að leggja veginn í stokk. Miðað við lauslega mælingu, þá sýnist mér að þessi leið sé um 9 km. löng og miðað við 90 km. hámarkshraða, þá myndi taka 6 til 10 mínútur, að aka þessa leið á venjulegum degi. Þar sem nú eru að nálgast kosningar, þá datt mér í hug að skjóta þessu hér inn, ef ske kynni að einhverjir af frambjóðendunum hefðu svipaðar skoðanir, og þá er þeim jafnframt velkomið að nýta sér þessar upplýsingar, á þann veg sem þeim best hentar.Höfundur er flugmaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar