Samkeppni skortir sárlega Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Fyrir þrjátíu árum kostaði um 55 þúsund krónur að fljúga til Kaupmannahafnar og til baka. Það jafngildir um 260 þúsundum króna á verðlagi dagsins í dag. Nú er hægt að kaupa flugmiða fram og til baka frá dönsku höfuðborginni á liðlega 25 þúsund krónur. Samkeppni á flugmarkaði hefur gert það að verkum að framboð á flugferðum hefur stóraukist og flugfargjöld hríðlækkað. Það sama gildir um aðra markaði þar sem kraftar samkeppninnar hafa fengið að njóta sín. Önnur lögmál gilda hins vegar um póstmarkaðinn þar sem ríkið hefur, enn sem fyrr, einkarétt til þess að dreifa bréfum undir 50 grömmum. Einokunin átti að tryggja sanngjarnt verð og trausta þjónustu. Fátt er fjær sanni. Fyrir þremur áratugum var póstburðargjald á léttustu bréfunum til Evrópu um 15 krónur eða sem samsvarar um 90 krónum á núverandi verðlagi. Í dag kostar hins vegar 200 krónur að senda sams konar bréf til Evrópu. Verðið hefur meira en tvöfaldast. Og varla er hægt að halda því fram að þjónustan hafi batnað svo um munar. Flutningshraði pósts til Evrópu hefur til að mynda lítið breyst. Árið 1988 var síðasti skiladagur póstkorta sem áttu að berast til álfunnar fyrir jól 14. desember. Í fyrra þurfti að póstleggja jólakortin fyrir 15. desember. Hluti póstmarkaðarins er vissulega frjáls en einokun ríkisins á dreifingu minnstu sendinganna skekkir samkeppnisstöðu einkafyrirtækja gagnvart ríkisrisanum og kemur í veg fyrir að neytendur geti notið raunverulegrar samkeppni. Frjáls samkeppni hefur alls staðar sannað gildi sitt þar sem kraftar hennar hafa fengið að njóta sín. Það er engin ástæða til að ætla að önnur lögmál gildi um póstþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum kostaði um 55 þúsund krónur að fljúga til Kaupmannahafnar og til baka. Það jafngildir um 260 þúsundum króna á verðlagi dagsins í dag. Nú er hægt að kaupa flugmiða fram og til baka frá dönsku höfuðborginni á liðlega 25 þúsund krónur. Samkeppni á flugmarkaði hefur gert það að verkum að framboð á flugferðum hefur stóraukist og flugfargjöld hríðlækkað. Það sama gildir um aðra markaði þar sem kraftar samkeppninnar hafa fengið að njóta sín. Önnur lögmál gilda hins vegar um póstmarkaðinn þar sem ríkið hefur, enn sem fyrr, einkarétt til þess að dreifa bréfum undir 50 grömmum. Einokunin átti að tryggja sanngjarnt verð og trausta þjónustu. Fátt er fjær sanni. Fyrir þremur áratugum var póstburðargjald á léttustu bréfunum til Evrópu um 15 krónur eða sem samsvarar um 90 krónum á núverandi verðlagi. Í dag kostar hins vegar 200 krónur að senda sams konar bréf til Evrópu. Verðið hefur meira en tvöfaldast. Og varla er hægt að halda því fram að þjónustan hafi batnað svo um munar. Flutningshraði pósts til Evrópu hefur til að mynda lítið breyst. Árið 1988 var síðasti skiladagur póstkorta sem áttu að berast til álfunnar fyrir jól 14. desember. Í fyrra þurfti að póstleggja jólakortin fyrir 15. desember. Hluti póstmarkaðarins er vissulega frjáls en einokun ríkisins á dreifingu minnstu sendinganna skekkir samkeppnisstöðu einkafyrirtækja gagnvart ríkisrisanum og kemur í veg fyrir að neytendur geti notið raunverulegrar samkeppni. Frjáls samkeppni hefur alls staðar sannað gildi sitt þar sem kraftar hennar hafa fengið að njóta sín. Það er engin ástæða til að ætla að önnur lögmál gildi um póstþjónustu.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun