Gamla gengið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 09:30 Ferðaþjónustan hjálpaði til við að hífa Ísland upp úr lægðum fjármálahrunsins. Nú er tími til að setja metnaðarfullar áætlanir á ís.“ Þetta eru lokaorð Lex-dálksins í Financial Times í liðinni viku. Fjallað var um Icelandair. Slík skrif um íslensk fyrirtæki eru ekki daglegt brauð. Lex er rótgróinn og einn þekktasti blaðadálkur um viðskipti í heiminum. Umfjöllunin er ákveðin upphefð fyrir Icelandair. Hinn nafnlausi höfundur Lex er ekki eingöngu neikvæður í garð Icelandair. Segir félagið eiga eignir sem hjálpi því að greiða úr vanda sínum og tiltekur háar tölur. Bent er á að félagið eigi 52 vélar sem megi selja og leigja aftur til að laga lausafjárstöðuna. Fram kemur að Icelandair hafi þegar gripið til aðgerða – breytt áætlunum, sett hótel í söluferli og skipt yfir í sparneytnari vélar. Fram kemur bjartsýni fyrir hönd flugfélagsins í umleitunum um breytingu á lánaskilmálum. Icelandair er ekki eitt á báti. Rekstrarviðvörun kom frá Eimskip og Sýn, eignarhaldsfélagi Vodafone, í vikunni. Allt í samræmi við spár um að heldur fari að hægja á hagvexti og að verðbólga fari að láta á sér kræla. Krónudraugurinn er vaknaður til lífsins. Svartsýnisrausið má þó ekki yfirtaka umræðuna. Forðast ber að teikna of dökka mynd. Líkt og Icelandair, er Ísland að flestu leyti vel búið til að taka til í hagkerfinu. Undirstöður eru traustar og ríkissjóður skuldar lítið. Engin teikn eru á lofti um að yfirvofandi sé áfall sem verði ríkissjóði ofviða. Rétt eins og hjá fyrirtækjunum í Kauphöllinni sem fengið hafa áminningu frá markaðnum, þarf ríkisstjórnin að bregðast rétt við þeim verkefnum sem fram undan eru. Blikur eru á lofti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hampa norrænu módeli, sem er fullkomlega óraunhæft meðan krónan sveiflast eins og lauf í vindi. Krónublindan og kæruleysi kjararáðs hefur skapað frjóan jarðveg fyrir uppþot í verkalýðshreyfingunni. Frá henni heyrast hugmyndir aftan úr grárri forneskju. Erfitt er að greina á milli hvor röddin er óábyrgari, sú sem hæst talar fyrir munn launþega, eða hin sem mest heyrist í frá hinni hliðinni. Hvorug sér uppvakninginn, krónudrauginn sem við þó þekkjum út og inn af biturri reynslu. Hann kemur aftur og aftur aftan að okkur við svona aðstæður. Fólk fyllist ónotum þegar fyrirtæki auglýsa innfluttan varning sinn úr nýkomnum vörugámi á „gamla genginu“. Slíkar tilkynningar voru síbylja fyrir fáum áratugum. Uppbyggilegustu hugmynd vikunnar reifaði Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður hér í blaðinu um að laun yrðu greidd í erlendri mynt. Þar kveður alla vega við nýjan tón. Útflutningsfyrirtæki gera upp í evrum til að bæta áætlanagerð. Heimili þurfa líka festu við gerð áætlana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hjálpaði til við að hífa Ísland upp úr lægðum fjármálahrunsins. Nú er tími til að setja metnaðarfullar áætlanir á ís.“ Þetta eru lokaorð Lex-dálksins í Financial Times í liðinni viku. Fjallað var um Icelandair. Slík skrif um íslensk fyrirtæki eru ekki daglegt brauð. Lex er rótgróinn og einn þekktasti blaðadálkur um viðskipti í heiminum. Umfjöllunin er ákveðin upphefð fyrir Icelandair. Hinn nafnlausi höfundur Lex er ekki eingöngu neikvæður í garð Icelandair. Segir félagið eiga eignir sem hjálpi því að greiða úr vanda sínum og tiltekur háar tölur. Bent er á að félagið eigi 52 vélar sem megi selja og leigja aftur til að laga lausafjárstöðuna. Fram kemur að Icelandair hafi þegar gripið til aðgerða – breytt áætlunum, sett hótel í söluferli og skipt yfir í sparneytnari vélar. Fram kemur bjartsýni fyrir hönd flugfélagsins í umleitunum um breytingu á lánaskilmálum. Icelandair er ekki eitt á báti. Rekstrarviðvörun kom frá Eimskip og Sýn, eignarhaldsfélagi Vodafone, í vikunni. Allt í samræmi við spár um að heldur fari að hægja á hagvexti og að verðbólga fari að láta á sér kræla. Krónudraugurinn er vaknaður til lífsins. Svartsýnisrausið má þó ekki yfirtaka umræðuna. Forðast ber að teikna of dökka mynd. Líkt og Icelandair, er Ísland að flestu leyti vel búið til að taka til í hagkerfinu. Undirstöður eru traustar og ríkissjóður skuldar lítið. Engin teikn eru á lofti um að yfirvofandi sé áfall sem verði ríkissjóði ofviða. Rétt eins og hjá fyrirtækjunum í Kauphöllinni sem fengið hafa áminningu frá markaðnum, þarf ríkisstjórnin að bregðast rétt við þeim verkefnum sem fram undan eru. Blikur eru á lofti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hampa norrænu módeli, sem er fullkomlega óraunhæft meðan krónan sveiflast eins og lauf í vindi. Krónublindan og kæruleysi kjararáðs hefur skapað frjóan jarðveg fyrir uppþot í verkalýðshreyfingunni. Frá henni heyrast hugmyndir aftan úr grárri forneskju. Erfitt er að greina á milli hvor röddin er óábyrgari, sú sem hæst talar fyrir munn launþega, eða hin sem mest heyrist í frá hinni hliðinni. Hvorug sér uppvakninginn, krónudrauginn sem við þó þekkjum út og inn af biturri reynslu. Hann kemur aftur og aftur aftan að okkur við svona aðstæður. Fólk fyllist ónotum þegar fyrirtæki auglýsa innfluttan varning sinn úr nýkomnum vörugámi á „gamla genginu“. Slíkar tilkynningar voru síbylja fyrir fáum áratugum. Uppbyggilegustu hugmynd vikunnar reifaði Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður hér í blaðinu um að laun yrðu greidd í erlendri mynt. Þar kveður alla vega við nýjan tón. Útflutningsfyrirtæki gera upp í evrum til að bæta áætlanagerð. Heimili þurfa líka festu við gerð áætlana.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun