Langþreyta eftir lausnum Hildur Björnsdóttir skrifar 27. mars 2018 08:15 Haustið 2017 voru 834 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Dagforeldrum fækkaði um 30%. Hundruð leikskólabarna voru send heim vegna manneklu. Foreldrar voru í vanda. Foreldrar eru enn í vanda. Nýjasta þjónustukönnun sveitarfélaganna dregur upp dökka mynd. Reykjavíkurborg fær falleinkunn. Höfuðborgin mælist hvergi í forystu. Reykvíkingar eru óánægðir. Ekki síst með leikskólana. Við búum við breytta samfélagsmynd. Almennt sækja foreldrar af báðum kynjum nú vinnu utan heimilis. Færri sinna heimilisrekstri í fullu starfi. Börn eru yngri en áður þegar daggæslu gerist þörf. Skortur er á úrræðum og foreldrar lenda í vanda. Við þurfum víðtækar lausnir. Samræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi fæðingarorlofs. Lengja þarf orlofið og hækka þarf þak á orlofsgreiðslur. Í kjölfar fæðingarorlofs leita margir til dagforeldra. Markvisst hefur fækkað í stéttinni og fjölmargir foreldrar endað án barnagæslu. Það skapar vanda við endurkomu á vinnumarkað. Sá vandi lendir oftar á mæðrum en feðrum. Efla þarf dagforeldrastéttina. Við þurfum átak í aðstöðumálum og stóraukna niðurgreiðslu til dagforeldra. Vandi leikskólanna er ekki síður margslunginn og flókinn. Úr honum verður ekki ráðið á einni nóttu og sannarlega ekki með einni lausn. Ráðast þarf í sértækar skammtímaaðgerðir samhliða langtímalausnum. Það er forgangsmál að fjölga leikskólakennurum. Við verðum að auka hlut faglærðra. Til þess þarf vitundavakningu og yfirgripsmikla kynningu á starfinu. Ekki síður þarf heildstæða endurskoðun á kjaramálum leikskólakennara. Við viljum 35 stunda vinnuviku og markvissar endurbætur á starfsumhverfi. Fjölgun faglærðra er mikilvægt verkefni - en það er langtímaverkefni - enda fimm ára ferli að útskrifa nýjan leikskólakennara. Fimm ára þolinmæði er sjaldgæft fyrirbrigði. Leikskólabörn verða skólabörn að fimm árum liðnum. Foreldrar þurfa lausnir strax. Hvernig stendur til að leysa vanda reykvískra fjölskyldna næsta haust? Mannekluvandi leikskólanna er aðkallandi verkefni. Við þurfum nýja hópa inn í starfið. Nýjar hugmyndir og óhefðbundnar lausnir. Til þess eru ýmsar leiðir færar. Virkja mætti unga sem aldna. Auka mætti hlut annarra fagstétta, til að mynda þeirra sem hlotið hafa menntun í listgreinum, tónlist eða íþróttum. Eins mætti kalla inn nemendur í leikskólakennarafræðum og stuðla að launuðu starfsnámi í stórauknum mæli. Til lengri tíma þarf þó alltaf fleiri faglærða. Það er afhjúpandi að skoða aldursdreifingu fagmenntaðra á leikskólum. Tölfræðin sýnir að um 30% þeirra faglærðu mun hverfa á eftirlaun innan tíu ára. Án aðgerða mun vandinn einungis stóraukast. Með breytingum á lífeyriskerfinu mætti bjóða lífeyrisþegum áframhaldandi starf á leikskólum án skerðinga. Þannig mætti halda lengur í fagmenntað starfsfólk, framyfir hefðbundinn eftirlaunaaldur. Það yrði þó varla raunhæf lausn án yfirgripsmikilla breytinga á starfsumhverfi leikskólakennara. Álagið er hreinlega of mikið. Við þurfum styttri biðlista og fleiri leikskólapláss. Þegar lausn finnst á mannekluvandanum má reisa nýja leikskóla og stækka þá sem fyrir standa. Með stórátaki getur mikill árangur náðst á nokkrum árum. Höfum þó ávallt hugfast að leikskólar marka fyrsta skólastigið – þeir eru ekki geymslur fyrir umkomulaus börn. Þá þarf að reisa af vandvirkni og fagmennsku. Foreldrar hafa fengið nóg. Leikskólakennarar eru langþreyttir. Dagforeldrar flýja stéttina. Börn eru undir álagi. Við þurfum lausnir. Það þarf markvissar aðgerðir og afgerandi breytingar. Bæta þarf starfsumhverfi leikskólanna og fjölga faglærðu starfsfólki. Tryggja þarf öllum börnum pláss - og foreldrum val um daggæslukosti. Verkefnin verða flókin og fjárútlátin mikil - það er viðbúið – en þetta eru forgangsmál.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2017 voru 834 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Dagforeldrum fækkaði um 30%. Hundruð leikskólabarna voru send heim vegna manneklu. Foreldrar voru í vanda. Foreldrar eru enn í vanda. Nýjasta þjónustukönnun sveitarfélaganna dregur upp dökka mynd. Reykjavíkurborg fær falleinkunn. Höfuðborgin mælist hvergi í forystu. Reykvíkingar eru óánægðir. Ekki síst með leikskólana. Við búum við breytta samfélagsmynd. Almennt sækja foreldrar af báðum kynjum nú vinnu utan heimilis. Færri sinna heimilisrekstri í fullu starfi. Börn eru yngri en áður þegar daggæslu gerist þörf. Skortur er á úrræðum og foreldrar lenda í vanda. Við þurfum víðtækar lausnir. Samræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi fæðingarorlofs. Lengja þarf orlofið og hækka þarf þak á orlofsgreiðslur. Í kjölfar fæðingarorlofs leita margir til dagforeldra. Markvisst hefur fækkað í stéttinni og fjölmargir foreldrar endað án barnagæslu. Það skapar vanda við endurkomu á vinnumarkað. Sá vandi lendir oftar á mæðrum en feðrum. Efla þarf dagforeldrastéttina. Við þurfum átak í aðstöðumálum og stóraukna niðurgreiðslu til dagforeldra. Vandi leikskólanna er ekki síður margslunginn og flókinn. Úr honum verður ekki ráðið á einni nóttu og sannarlega ekki með einni lausn. Ráðast þarf í sértækar skammtímaaðgerðir samhliða langtímalausnum. Það er forgangsmál að fjölga leikskólakennurum. Við verðum að auka hlut faglærðra. Til þess þarf vitundavakningu og yfirgripsmikla kynningu á starfinu. Ekki síður þarf heildstæða endurskoðun á kjaramálum leikskólakennara. Við viljum 35 stunda vinnuviku og markvissar endurbætur á starfsumhverfi. Fjölgun faglærðra er mikilvægt verkefni - en það er langtímaverkefni - enda fimm ára ferli að útskrifa nýjan leikskólakennara. Fimm ára þolinmæði er sjaldgæft fyrirbrigði. Leikskólabörn verða skólabörn að fimm árum liðnum. Foreldrar þurfa lausnir strax. Hvernig stendur til að leysa vanda reykvískra fjölskyldna næsta haust? Mannekluvandi leikskólanna er aðkallandi verkefni. Við þurfum nýja hópa inn í starfið. Nýjar hugmyndir og óhefðbundnar lausnir. Til þess eru ýmsar leiðir færar. Virkja mætti unga sem aldna. Auka mætti hlut annarra fagstétta, til að mynda þeirra sem hlotið hafa menntun í listgreinum, tónlist eða íþróttum. Eins mætti kalla inn nemendur í leikskólakennarafræðum og stuðla að launuðu starfsnámi í stórauknum mæli. Til lengri tíma þarf þó alltaf fleiri faglærða. Það er afhjúpandi að skoða aldursdreifingu fagmenntaðra á leikskólum. Tölfræðin sýnir að um 30% þeirra faglærðu mun hverfa á eftirlaun innan tíu ára. Án aðgerða mun vandinn einungis stóraukast. Með breytingum á lífeyriskerfinu mætti bjóða lífeyrisþegum áframhaldandi starf á leikskólum án skerðinga. Þannig mætti halda lengur í fagmenntað starfsfólk, framyfir hefðbundinn eftirlaunaaldur. Það yrði þó varla raunhæf lausn án yfirgripsmikilla breytinga á starfsumhverfi leikskólakennara. Álagið er hreinlega of mikið. Við þurfum styttri biðlista og fleiri leikskólapláss. Þegar lausn finnst á mannekluvandanum má reisa nýja leikskóla og stækka þá sem fyrir standa. Með stórátaki getur mikill árangur náðst á nokkrum árum. Höfum þó ávallt hugfast að leikskólar marka fyrsta skólastigið – þeir eru ekki geymslur fyrir umkomulaus börn. Þá þarf að reisa af vandvirkni og fagmennsku. Foreldrar hafa fengið nóg. Leikskólakennarar eru langþreyttir. Dagforeldrar flýja stéttina. Börn eru undir álagi. Við þurfum lausnir. Það þarf markvissar aðgerðir og afgerandi breytingar. Bæta þarf starfsumhverfi leikskólanna og fjölga faglærðu starfsfólki. Tryggja þarf öllum börnum pláss - og foreldrum val um daggæslukosti. Verkefnin verða flókin og fjárútlátin mikil - það er viðbúið – en þetta eru forgangsmál.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun