Öll eggin – eða hvað? Kristján Þór Davíðsson skrifar 23. febrúar 2018 07:00 Ánægjuleg er fréttin um mannfjöldaþróun á Vestfjörðum á bls. 6 í Fréttablaðinu þann 18. febrúar. Hundruð nýrra starfa, hundruð milljóna í auknar skatttekjur, ungt fólk flytur til baka í fjölbreytt störf, skólar og leikskólar fyllast af börnum og áfram mætti telja.Sérkennilegt er að Magnús Guðmundsson, menningarritstjóri blaðsins, sér ástæðu til að vara við orsökinni undir fyrirsögninni „Öll eggin“, sem er raunar þvert á leiðarstef höfundar: „Þó svo að laxeldi hafi haft jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðir Vestfjarða“ er ekkert víst að „hið sama þurfi að henta öðrum svæðum,“ segir hann. Ekki verður annað séð en að hann vilji halda óbreyttu ástandi, öll eggin í þá körfu sem þegar er til staðar, varar við fiskeldi sem nýjum atvinnuvegi og skiptir engu þótt það hafi þegar sannað sig annars staðar.Annar tónnÍ grein Gauta Jóhannessonar, sveitarstjóra Djúpavogshrepps, í Fréttablaðinu 15. ágúst sl. er annar tónn, enda höfundur nær vettvangi og fróðari um aðstæður fyrir austan. Hann telur áhrifin verða gríðarleg á mannlíf og atvinnuuppbyggingu í Fjarðabyggð og Djúpavogshreppi. Enda ungt fólk og vel menntað þegar farið að flytja heim á ný, rétt eins og fyrir vestan. „Hófsemi og stöðugleiki“ eru heillavænlegri dreifbýlisbúum en þessi atvinnuuppbygging að mati leiðarahöfundar. Að fiskeldi bætist við sem ný stoð í atvinnulífi brothættra byggða er honum þyrnir í augum. Hann lætur liggja á milli hluta að fiskeldi er þegar útilokað við meginhluta strandlengjunnar. Einnig það að áhættumat sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar sýnir að erfðablöndunarhætta eldis- og villtra laxa er sáralítil og staðbundin og langt innan marka í öllum ám við allt að 71.000 tonna árlegt eldi á Vestfjörðum og Austfjörðum. Og einnig það að varfærið burðarþolsmat sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar segir að þau fáu svæði þar sem laxeldi er leyft þoli a.m.k. 130.000 tonna árlegt eldi, án þess að náttúran láti á sjá. Að útreikningar Byggðastofnunar sýni þúsundir starfa og milljarða tekjuaukningu einstaklinga og sveitarfélaga með uppbyggingu fiskeldis vegur heldur ekki þungt í huga leiðarahöfundar. Að fiskeldiskvíar er ekki hægt að færa burt eins og kvóta telur heldur ekki mikið, þótt margir íbúar þorpa á landsbyggðinni kannist vel við það. Andstæðinga eldis segir hann benda á að næga og fjölbreytta atvinnu sé að hafa á laxeldissvæðunum; sjómennska, fiskverkun og jafnvel hótel, hvað viljiði meira? Og ekki þarf að hafa áhyggjur af atvinnu fyrir brottflutta, eða hvað? Magnús kallar sjálfan sig og aðra andstæðinga laxeldisáforma náttúruunnendur en við hin, sem erum fylgjandi einni vistvænstu matvælaframleiðslu sem völ er á, leiðum huga hans að olíukóngum og banksterum. „Framfarir eru fallegt orð. En breytingar eru hvati þeirra og breytingar eiga sér óvini.“Í alls óskyldum leiðara fyrir skömmu vitnar Magnús í þessi orð Roberts F. Kennedy. Það skyldi þó aldrei vera skýringin á því að umfjöllunin er jafn sorglega einhæf og raun ber vitni. Eða hvernig á annars að skýra það að hann telji uppbyggingu vistvæns fiskeldis, sem er opinber stefna stjórnvalda að framkvæma í sátt við náttúruna, í samræmi við ströngustu kröfur og ráð vísindamanna, undir stöðugu eftirliti sérfræðinga skipulags-, matvæla- og umhverfisyfirvalda, ganga gegn fjölbreyttum atvinnuháttum og skynsamlegri nýtingu náttúrunnar?Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ánægjuleg er fréttin um mannfjöldaþróun á Vestfjörðum á bls. 6 í Fréttablaðinu þann 18. febrúar. Hundruð nýrra starfa, hundruð milljóna í auknar skatttekjur, ungt fólk flytur til baka í fjölbreytt störf, skólar og leikskólar fyllast af börnum og áfram mætti telja.Sérkennilegt er að Magnús Guðmundsson, menningarritstjóri blaðsins, sér ástæðu til að vara við orsökinni undir fyrirsögninni „Öll eggin“, sem er raunar þvert á leiðarstef höfundar: „Þó svo að laxeldi hafi haft jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðir Vestfjarða“ er ekkert víst að „hið sama þurfi að henta öðrum svæðum,“ segir hann. Ekki verður annað séð en að hann vilji halda óbreyttu ástandi, öll eggin í þá körfu sem þegar er til staðar, varar við fiskeldi sem nýjum atvinnuvegi og skiptir engu þótt það hafi þegar sannað sig annars staðar.Annar tónnÍ grein Gauta Jóhannessonar, sveitarstjóra Djúpavogshrepps, í Fréttablaðinu 15. ágúst sl. er annar tónn, enda höfundur nær vettvangi og fróðari um aðstæður fyrir austan. Hann telur áhrifin verða gríðarleg á mannlíf og atvinnuuppbyggingu í Fjarðabyggð og Djúpavogshreppi. Enda ungt fólk og vel menntað þegar farið að flytja heim á ný, rétt eins og fyrir vestan. „Hófsemi og stöðugleiki“ eru heillavænlegri dreifbýlisbúum en þessi atvinnuuppbygging að mati leiðarahöfundar. Að fiskeldi bætist við sem ný stoð í atvinnulífi brothættra byggða er honum þyrnir í augum. Hann lætur liggja á milli hluta að fiskeldi er þegar útilokað við meginhluta strandlengjunnar. Einnig það að áhættumat sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar sýnir að erfðablöndunarhætta eldis- og villtra laxa er sáralítil og staðbundin og langt innan marka í öllum ám við allt að 71.000 tonna árlegt eldi á Vestfjörðum og Austfjörðum. Og einnig það að varfærið burðarþolsmat sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar segir að þau fáu svæði þar sem laxeldi er leyft þoli a.m.k. 130.000 tonna árlegt eldi, án þess að náttúran láti á sjá. Að útreikningar Byggðastofnunar sýni þúsundir starfa og milljarða tekjuaukningu einstaklinga og sveitarfélaga með uppbyggingu fiskeldis vegur heldur ekki þungt í huga leiðarahöfundar. Að fiskeldiskvíar er ekki hægt að færa burt eins og kvóta telur heldur ekki mikið, þótt margir íbúar þorpa á landsbyggðinni kannist vel við það. Andstæðinga eldis segir hann benda á að næga og fjölbreytta atvinnu sé að hafa á laxeldissvæðunum; sjómennska, fiskverkun og jafnvel hótel, hvað viljiði meira? Og ekki þarf að hafa áhyggjur af atvinnu fyrir brottflutta, eða hvað? Magnús kallar sjálfan sig og aðra andstæðinga laxeldisáforma náttúruunnendur en við hin, sem erum fylgjandi einni vistvænstu matvælaframleiðslu sem völ er á, leiðum huga hans að olíukóngum og banksterum. „Framfarir eru fallegt orð. En breytingar eru hvati þeirra og breytingar eiga sér óvini.“Í alls óskyldum leiðara fyrir skömmu vitnar Magnús í þessi orð Roberts F. Kennedy. Það skyldi þó aldrei vera skýringin á því að umfjöllunin er jafn sorglega einhæf og raun ber vitni. Eða hvernig á annars að skýra það að hann telji uppbyggingu vistvæns fiskeldis, sem er opinber stefna stjórnvalda að framkvæma í sátt við náttúruna, í samræmi við ströngustu kröfur og ráð vísindamanna, undir stöðugu eftirliti sérfræðinga skipulags-, matvæla- og umhverfisyfirvalda, ganga gegn fjölbreyttum atvinnuháttum og skynsamlegri nýtingu náttúrunnar?Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar