Áhættumat Gauti Jóhannesson skrifar 15. ágúst 2017 09:37 Nefnd sem vinnur að stefnumótun í fiskeldi mun skila af sér tillögum um miðjan mánuðinn. Í framhaldinu mun sjávarútvegsráðherra kynna þær í ríkisstjórn og fyrir atvinnuvega- og umhverfisnefnd þingsins. Í störfum sínum hefur nefndin víða leitað fanga. Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi hljóti að vega þungt í vinnu nefndarinnar. Um það eru skiptar skoðanir. Bent hefur verið á að áhættumatið standi tæpast undir nafni út frá fræðilegum forsendum og að ýmsir þættir þess standist ekki lágmarkskröfur með tilliti til vísindalegra vinnubragða. Er þar sérstaklega horft til vægis Breiðdalsár, sem samkvæmt skýrslunni (bls. 8) er hafbeitará sett í flokk með Ytri- og Eystri Rangá og því ranglega sett í flokk með ám með villta laxastofna. Umræðu um fiskeldismál hættir til að verða nokkuð einsleit – menn eru með eða á móti, talsmenn verndunar eða nýtingar og látið eins og þau sjónarmið séu alltaf ósamrýmanleg. Verði niðurstaðan sú sem skýrsla um áhættumat Hafrannsóknarstofnunar boðar er ljóst að áhrifin á fyrirhugaða atvinnuuppbyggingu og mannlíf á Austfjörðum verða gríðarleg. Þau sveitarfélög sem um ræðir eru Fjarðabyggð og Djúpavogshreppur. Djúpavogshreppur hefur um margra ára skeið rekið ábyrga umhverfisstefnu, verið í fararbroddi þegar kemur að verndun og friðun náttúruminja og jafnan átt í farsælu samstarfi við þær stofnanir sem um ræðir hverju sinni. Má í því sambandi t.d. nefna umsögn sveitarstjórnar að beiðni Skipulagsstofnunar um framleiðslu á laxi og regnbogasilungi 17. júlí 2014 þar sem segir: „Sveitarstjórn treystir því að fagstofnanir sem hafa fengið áætlunina til umsagnar taki til skoðunar þá þætti máls sem sveitarstjórn sem slík hefur ekki faglegar forsendur til að meta. Sveitarstjórn lítur að öðru leiti svo á að mikilvægt sé að vinna að uppbyggingu fiskeldis í Berufirði í sátt við umhverfi og samfélag sbr. smábátasjómenn, landeigendur og fleiri hagsmunaaðila.“ Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti stefnumörkun í fiskeldi á fundi sínum í júní 2017. Í henni segir m.a.: „Skýr stefna er til staðar um verndun ósnortinnar náttúru og víðerna og víðtæk sátt ríkir um að óbyggðir firðir á borð við Hellisfjörð og Viðfjörð verði lokaðir fyrir fiskeldi.“ Af framansögðu ætti að vera ljóst að hvorugt þessara sveitarfélaga verður sakað um að fara offari þegar fiskeldi er annars vegar. Djúpivogur hefur mætt miklu mótlæti í atvinnumálum undanfarin ár. Vinnsla á uppsjávarfiski, um 35 þús. tonn á ári, lagðist af 2006 og kvótinn fór annað. Árið 2014 fluttust 90% hefðbundinna aflaheimilda burt af staðnum. Byggðarlaginu var í kjölfarið úthlutað sérstökum byggðakvóta sem ásamt hefðbundnum byggðakvóta nemur um fjórðungi þess sem unnið var á staðnum fram til þess tíma – en það er önnur saga. Sóknarfæri í fiskeldi var því kærkomin viðbót í þeirri atvinnuuppbyggingu sem Djúpavogshreppi er nauðsynleg í kjölfar þessara áfalla. Sé horft til þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað á suðurfjörðum Vestfjarða bendir enda flest til þess að fiskeldi feli í sér eitt helsta sóknarfæri jaðarbyggða í atvinnuþróun og samfélagslegri uppbyggingu. Það er því skylda okkar sem veitum þessum sömu byggðum forstöðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að sambærilegri uppbyggingu sé þess nokkur kostur. Að sama skapi hvílir sú skylda á stjórnvöldum að öll ákvarðanataka tengd málaflokknum sé yfirveguð og byggi á traustum vísindalegum grunni. Eins og fram hefur komið er uppi réttmætar áhyggjur um að svo sé ekki í þessu tilviki. Af því tilefni er rétt að árétta niðurlag sameiginlegrar ályktunar bæjarráðs Fjarðabyggðar og sveitarstjórnar Djúpavogshrepps dags. 22. júlí 2017 þar sem segir: „Jafnframt er lögð áhersla á að stjórnvöld skjóti allri ákvarðanatöku á frest sem byggir með einhverju móti á áhættumatinu þar til ljóst er að forsendur matsins séu réttar.“Höfundur er sveitarstjóri í Djúpavogshreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nefnd sem vinnur að stefnumótun í fiskeldi mun skila af sér tillögum um miðjan mánuðinn. Í framhaldinu mun sjávarútvegsráðherra kynna þær í ríkisstjórn og fyrir atvinnuvega- og umhverfisnefnd þingsins. Í störfum sínum hefur nefndin víða leitað fanga. Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi hljóti að vega þungt í vinnu nefndarinnar. Um það eru skiptar skoðanir. Bent hefur verið á að áhættumatið standi tæpast undir nafni út frá fræðilegum forsendum og að ýmsir þættir þess standist ekki lágmarkskröfur með tilliti til vísindalegra vinnubragða. Er þar sérstaklega horft til vægis Breiðdalsár, sem samkvæmt skýrslunni (bls. 8) er hafbeitará sett í flokk með Ytri- og Eystri Rangá og því ranglega sett í flokk með ám með villta laxastofna. Umræðu um fiskeldismál hættir til að verða nokkuð einsleit – menn eru með eða á móti, talsmenn verndunar eða nýtingar og látið eins og þau sjónarmið séu alltaf ósamrýmanleg. Verði niðurstaðan sú sem skýrsla um áhættumat Hafrannsóknarstofnunar boðar er ljóst að áhrifin á fyrirhugaða atvinnuuppbyggingu og mannlíf á Austfjörðum verða gríðarleg. Þau sveitarfélög sem um ræðir eru Fjarðabyggð og Djúpavogshreppur. Djúpavogshreppur hefur um margra ára skeið rekið ábyrga umhverfisstefnu, verið í fararbroddi þegar kemur að verndun og friðun náttúruminja og jafnan átt í farsælu samstarfi við þær stofnanir sem um ræðir hverju sinni. Má í því sambandi t.d. nefna umsögn sveitarstjórnar að beiðni Skipulagsstofnunar um framleiðslu á laxi og regnbogasilungi 17. júlí 2014 þar sem segir: „Sveitarstjórn treystir því að fagstofnanir sem hafa fengið áætlunina til umsagnar taki til skoðunar þá þætti máls sem sveitarstjórn sem slík hefur ekki faglegar forsendur til að meta. Sveitarstjórn lítur að öðru leiti svo á að mikilvægt sé að vinna að uppbyggingu fiskeldis í Berufirði í sátt við umhverfi og samfélag sbr. smábátasjómenn, landeigendur og fleiri hagsmunaaðila.“ Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti stefnumörkun í fiskeldi á fundi sínum í júní 2017. Í henni segir m.a.: „Skýr stefna er til staðar um verndun ósnortinnar náttúru og víðerna og víðtæk sátt ríkir um að óbyggðir firðir á borð við Hellisfjörð og Viðfjörð verði lokaðir fyrir fiskeldi.“ Af framansögðu ætti að vera ljóst að hvorugt þessara sveitarfélaga verður sakað um að fara offari þegar fiskeldi er annars vegar. Djúpivogur hefur mætt miklu mótlæti í atvinnumálum undanfarin ár. Vinnsla á uppsjávarfiski, um 35 þús. tonn á ári, lagðist af 2006 og kvótinn fór annað. Árið 2014 fluttust 90% hefðbundinna aflaheimilda burt af staðnum. Byggðarlaginu var í kjölfarið úthlutað sérstökum byggðakvóta sem ásamt hefðbundnum byggðakvóta nemur um fjórðungi þess sem unnið var á staðnum fram til þess tíma – en það er önnur saga. Sóknarfæri í fiskeldi var því kærkomin viðbót í þeirri atvinnuuppbyggingu sem Djúpavogshreppi er nauðsynleg í kjölfar þessara áfalla. Sé horft til þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað á suðurfjörðum Vestfjarða bendir enda flest til þess að fiskeldi feli í sér eitt helsta sóknarfæri jaðarbyggða í atvinnuþróun og samfélagslegri uppbyggingu. Það er því skylda okkar sem veitum þessum sömu byggðum forstöðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að sambærilegri uppbyggingu sé þess nokkur kostur. Að sama skapi hvílir sú skylda á stjórnvöldum að öll ákvarðanataka tengd málaflokknum sé yfirveguð og byggi á traustum vísindalegum grunni. Eins og fram hefur komið er uppi réttmætar áhyggjur um að svo sé ekki í þessu tilviki. Af því tilefni er rétt að árétta niðurlag sameiginlegrar ályktunar bæjarráðs Fjarðabyggðar og sveitarstjórnar Djúpavogshrepps dags. 22. júlí 2017 þar sem segir: „Jafnframt er lögð áhersla á að stjórnvöld skjóti allri ákvarðanatöku á frest sem byggir með einhverju móti á áhættumatinu þar til ljóst er að forsendur matsins séu réttar.“Höfundur er sveitarstjóri í Djúpavogshreppi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun