Gleymdist stóriðjan? Ólafur Hallgrímsson skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Hinn 10. sept. kynnti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur aðgerðaáætlun í loftlagsmálum. Áætlunin samanstendur af fjölmörgum aðgerðatillögum, sem ætlað er að mæta skuldbindingum Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu með það fyrir augum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030 miðað við losun 1990. Mesta athygli vekja tillögur um orkuskipti í samgöngum, en þar er lagt til, að nýskráning bensín- og dísilbíla verði bönnuð eftir 2030 og stefnt að aðgerðum til að flýta fyrir þeirri þróun. Að öðru leyti er talað um átak í kolefnisbindingu, m.a. með endurheimt votlendis og stórátak í skógrækt, sem lengi hefur verið í umræðunni. Alls á að verja tæpum 7 milljörðum króna í áætlunina næstu árin. Allt eru þetta góð markmið, ef raunhæf reynast. Mikilvægast er kannski, að nú skuli í fyrsta skipti mótuð heildstæð stefnumörkun í loftlagsmálum á Íslandi, þeim málum sem verða munu efst á baugi um heimsbyggð alla á næstu árum vegna þeirra breytinga á loftslagi jarðar af völdum hlýnunar, sem farnar eru að ógna framtíð lífsins á jörðinni. Það er líka jákvætt, að allir ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa saman að aðgerðum þessum, og ekki er annað að heyra en stjórnarandstæðan muni einnig veita málinu brautargengi, enda umhverfismálin vissulega hafin yfir þrönga flokkspólitík, svo mikilvæg sem þau eru. Hér er vissulega sett fram metnaðarfull markmið, en eitt stingur í augu, að þar er varla minnst á stóriðjuna, rétt eins og hún sé málinu óviðkomandi. Nú er það vitað og viðurkennt, að stóriðjan leggur til hátt í helming af allri losun koltvísýrings (CO2) hér á landi. Losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði hefur aukist gríðarlega milli áranna 1990 og 2016, sem að stærstum hluta má rekja til uppbyggingar stóriðju síðustu áratugina. Stóriðjan notar í dag um 80 prósent af allri innlendri raforkuframleiðslu, og þar erum við stöðugt að bæta í. Nú síðast með opnun kísilvers PCC Silicon á Bakka, sem nota mun m.a. kol til framleiðslu sinnar og senda meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið árlega en sjálft álver Alcoa á Reyðarfirði. Ekki virðast menn heldur hafa gefið allt upp á bátinn í Helguvík þrátt fyrir hryllinginn þar. En við höfum komið því svo sniðuglega fyrir, að losun frá stóriðjunni fellur ekki undir beinar skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, heldur höfum við sett stóriðjuna undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, þar sem verslað er með mengunarkvóta. Þess vegna er ekki á hana minnst í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, rétt eins og hún sé ekki til. Við erum því ekkert að gera annað en að bæta í, hvað losun snertir, með sífellt fleiri stóriðjuverum. Sé okkur alvara með að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þá hljótum við að þurfa að koma böndum á stóriðjuna. Við getum ekki skákað í því skjólinu að reisa fleiri stóriðjuver með tilheyrandi losun og láta síðan sem stóriðjan telji ekki með í okkar mengunarbókhaldi. Það er auðvitað skrípaleikur. Ég skora á Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem ég treysti til allra góðra verka, að tjá sig frekar um málefni stóriðjunnar. Vafalaust verður það þungur róður að takast á við hana, þar sem hið alþjóðlega auðmagn á hlut að máli. Þar ráða peningarnir eins og raunar hvarvetna í þjóðfélaginu um þessar mundir. Stóriðjufyrirtækin hrósa happi. Þau hafa komið sér vel fyrir hér á landi og auglýsa nú með heilsíðuauglýsingum í dagblöðunum „umhverfisvænasta“ ál í heimi. Þau fá rafmagn á spottprís, meðan almennir notendur eru að sligast undan rafmagnskostnaði, og flytja síðan stóran hluta gróðans úr landi. Á mengun er að sjálfsögðu hvergi minnst, enda er hún ætíð „innan viðmiðunarmarka“. Vonandi er, að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sé upphaf að raunhæfum aðgerðum okkar í loftlagsmálum. Þar bíða risavaxin verkefni, sem krefjast margvíslegra aðgerða. Þar verða allir að koma að borðinu, almenningur, fyrirtæki og stjórnvöld, eigi árangur að nást. Við sem fullvalda þjóð hljótum að taka málin í eigin hendur og leggja fram okkar skerf til að draga úr hlýnun jarðar. Þar dugar enginn feluleikur. Það er siðferðileg skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hinn 10. sept. kynnti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur aðgerðaáætlun í loftlagsmálum. Áætlunin samanstendur af fjölmörgum aðgerðatillögum, sem ætlað er að mæta skuldbindingum Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu með það fyrir augum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030 miðað við losun 1990. Mesta athygli vekja tillögur um orkuskipti í samgöngum, en þar er lagt til, að nýskráning bensín- og dísilbíla verði bönnuð eftir 2030 og stefnt að aðgerðum til að flýta fyrir þeirri þróun. Að öðru leyti er talað um átak í kolefnisbindingu, m.a. með endurheimt votlendis og stórátak í skógrækt, sem lengi hefur verið í umræðunni. Alls á að verja tæpum 7 milljörðum króna í áætlunina næstu árin. Allt eru þetta góð markmið, ef raunhæf reynast. Mikilvægast er kannski, að nú skuli í fyrsta skipti mótuð heildstæð stefnumörkun í loftlagsmálum á Íslandi, þeim málum sem verða munu efst á baugi um heimsbyggð alla á næstu árum vegna þeirra breytinga á loftslagi jarðar af völdum hlýnunar, sem farnar eru að ógna framtíð lífsins á jörðinni. Það er líka jákvætt, að allir ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa saman að aðgerðum þessum, og ekki er annað að heyra en stjórnarandstæðan muni einnig veita málinu brautargengi, enda umhverfismálin vissulega hafin yfir þrönga flokkspólitík, svo mikilvæg sem þau eru. Hér er vissulega sett fram metnaðarfull markmið, en eitt stingur í augu, að þar er varla minnst á stóriðjuna, rétt eins og hún sé málinu óviðkomandi. Nú er það vitað og viðurkennt, að stóriðjan leggur til hátt í helming af allri losun koltvísýrings (CO2) hér á landi. Losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði hefur aukist gríðarlega milli áranna 1990 og 2016, sem að stærstum hluta má rekja til uppbyggingar stóriðju síðustu áratugina. Stóriðjan notar í dag um 80 prósent af allri innlendri raforkuframleiðslu, og þar erum við stöðugt að bæta í. Nú síðast með opnun kísilvers PCC Silicon á Bakka, sem nota mun m.a. kol til framleiðslu sinnar og senda meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið árlega en sjálft álver Alcoa á Reyðarfirði. Ekki virðast menn heldur hafa gefið allt upp á bátinn í Helguvík þrátt fyrir hryllinginn þar. En við höfum komið því svo sniðuglega fyrir, að losun frá stóriðjunni fellur ekki undir beinar skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, heldur höfum við sett stóriðjuna undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, þar sem verslað er með mengunarkvóta. Þess vegna er ekki á hana minnst í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, rétt eins og hún sé ekki til. Við erum því ekkert að gera annað en að bæta í, hvað losun snertir, með sífellt fleiri stóriðjuverum. Sé okkur alvara með að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þá hljótum við að þurfa að koma böndum á stóriðjuna. Við getum ekki skákað í því skjólinu að reisa fleiri stóriðjuver með tilheyrandi losun og láta síðan sem stóriðjan telji ekki með í okkar mengunarbókhaldi. Það er auðvitað skrípaleikur. Ég skora á Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem ég treysti til allra góðra verka, að tjá sig frekar um málefni stóriðjunnar. Vafalaust verður það þungur róður að takast á við hana, þar sem hið alþjóðlega auðmagn á hlut að máli. Þar ráða peningarnir eins og raunar hvarvetna í þjóðfélaginu um þessar mundir. Stóriðjufyrirtækin hrósa happi. Þau hafa komið sér vel fyrir hér á landi og auglýsa nú með heilsíðuauglýsingum í dagblöðunum „umhverfisvænasta“ ál í heimi. Þau fá rafmagn á spottprís, meðan almennir notendur eru að sligast undan rafmagnskostnaði, og flytja síðan stóran hluta gróðans úr landi. Á mengun er að sjálfsögðu hvergi minnst, enda er hún ætíð „innan viðmiðunarmarka“. Vonandi er, að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sé upphaf að raunhæfum aðgerðum okkar í loftlagsmálum. Þar bíða risavaxin verkefni, sem krefjast margvíslegra aðgerða. Þar verða allir að koma að borðinu, almenningur, fyrirtæki og stjórnvöld, eigi árangur að nást. Við sem fullvalda þjóð hljótum að taka málin í eigin hendur og leggja fram okkar skerf til að draga úr hlýnun jarðar. Þar dugar enginn feluleikur. Það er siðferðileg skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun