
Gleymdist stóriðjan?
Mesta athygli vekja tillögur um orkuskipti í samgöngum, en þar er lagt til, að nýskráning bensín- og dísilbíla verði bönnuð eftir 2030 og stefnt að aðgerðum til að flýta fyrir þeirri þróun. Að öðru leyti er talað um átak í kolefnisbindingu, m.a. með endurheimt votlendis og stórátak í skógrækt, sem lengi hefur verið í umræðunni. Alls á að verja tæpum 7 milljörðum króna í áætlunina næstu árin. Allt eru þetta góð markmið, ef raunhæf reynast.
Mikilvægast er kannski, að nú skuli í fyrsta skipti mótuð heildstæð stefnumörkun í loftlagsmálum á Íslandi, þeim málum sem verða munu efst á baugi um heimsbyggð alla á næstu árum vegna þeirra breytinga á loftslagi jarðar af völdum hlýnunar, sem farnar eru að ógna framtíð lífsins á jörðinni. Það er líka jákvætt, að allir ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa saman að aðgerðum þessum, og ekki er annað að heyra en stjórnarandstæðan muni einnig veita málinu brautargengi, enda umhverfismálin vissulega hafin yfir þrönga flokkspólitík, svo mikilvæg sem þau eru.
Hér er vissulega sett fram metnaðarfull markmið, en eitt stingur í augu, að þar er varla minnst á stóriðjuna, rétt eins og hún sé málinu óviðkomandi. Nú er það vitað og viðurkennt, að stóriðjan leggur til hátt í helming af allri losun koltvísýrings (CO2) hér á landi. Losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði hefur aukist gríðarlega milli áranna 1990 og 2016, sem að stærstum hluta má rekja til uppbyggingar stóriðju síðustu áratugina. Stóriðjan notar í dag um 80 prósent af allri innlendri raforkuframleiðslu, og þar erum við stöðugt að bæta í. Nú síðast með opnun kísilvers PCC Silicon á Bakka, sem nota mun m.a. kol til framleiðslu sinnar og senda meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið árlega en sjálft álver Alcoa á Reyðarfirði. Ekki virðast menn heldur hafa gefið allt upp á bátinn í Helguvík þrátt fyrir hryllinginn þar.
En við höfum komið því svo sniðuglega fyrir, að losun frá stóriðjunni fellur ekki undir beinar skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, heldur höfum við sett stóriðjuna undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, þar sem verslað er með mengunarkvóta. Þess vegna er ekki á hana minnst í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, rétt eins og hún sé ekki til. Við erum því ekkert að gera annað en að bæta í, hvað losun snertir, með sífellt fleiri stóriðjuverum.
Sé okkur alvara með að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þá hljótum við að þurfa að koma böndum á stóriðjuna. Við getum ekki skákað í því skjólinu að reisa fleiri stóriðjuver með tilheyrandi losun og láta síðan sem stóriðjan telji ekki með í okkar mengunarbókhaldi. Það er auðvitað skrípaleikur.
Ég skora á Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem ég treysti til allra góðra verka, að tjá sig frekar um málefni stóriðjunnar. Vafalaust verður það þungur róður að takast á við hana, þar sem hið alþjóðlega auðmagn á hlut að máli. Þar ráða peningarnir eins og raunar hvarvetna í þjóðfélaginu um þessar mundir. Stóriðjufyrirtækin hrósa happi. Þau hafa komið sér vel fyrir hér á landi og auglýsa nú með heilsíðuauglýsingum í dagblöðunum „umhverfisvænasta“ ál í heimi. Þau fá rafmagn á spottprís, meðan almennir notendur eru að sligast undan rafmagnskostnaði, og flytja síðan stóran hluta gróðans úr landi. Á mengun er að sjálfsögðu hvergi minnst, enda er hún ætíð „innan viðmiðunarmarka“.
Vonandi er, að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sé upphaf að raunhæfum aðgerðum okkar í loftlagsmálum. Þar bíða risavaxin verkefni, sem krefjast margvíslegra aðgerða. Þar verða allir að koma að borðinu, almenningur, fyrirtæki og stjórnvöld, eigi árangur að nást. Við sem fullvalda þjóð hljótum að taka málin í eigin hendur og leggja fram okkar skerf til að draga úr hlýnun jarðar. Þar dugar enginn feluleikur. Það er siðferðileg skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum.
Skoðun

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar