Hálfkák, vanefndir og ónáttúra Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Nýlega efndi ríkisstjórnin til blaðamannafundar til að kynna „stórsókn í loftslagsmálum“. Ekki færri en 7 ráðherrar mættu til leiks í Austurbæjarskóla til að kynna þetta stórmál; hér gætu menn séð, að þessi ríkisstjórn stæði fyrir sínu. Fjármálahlið sóknarinnar er þessi: Verja á 6,8 milljörðum til hennar næstu 6 árin. Það jafngildir 1,36 milljarða á ári. Sem hlutfall af ríkisfjármálum 2019, eru það 0,18%. Hóflegt hlutfall það. Um svipað leyti var greint frá því, að fjárfesta ætti 120 milljörðum í flugstöðina í Keflavík næstu 6 árin, sem í sjálfu sér er gott mál, en þessi fjárfesting í flugstöðinni er næstum tuttugu sinnum hærri en í loftlagsmálum. Fjármunir, sem settir verða í gott og heilnæmt loftslag fyrir landsmenn, eru því hlutfallslega ekki miklir, þó að þessi sókn sé auðvitað af því góða. Verulegur hluti sóknarinnar á að liggja í því, að draga úr mengun frá benzín- og olíuknúnum bílum. Banna skal nýskráningu þeirra frá 2030. Hefði ekki verið nær að stöðva nýskráningu þrælmengandi benzín- og díselbíla – fara yfir í hreina orku; okkar eigin rafmagnsorku – þá þegar 2025, eins og Norðmenn? Norðmenn hófu raunverulega stórsókn í loftslagsmálum fyrir nokkrum árum. Þeir byrjuðu á að fella niður innflutningsskatta og virðisaukaskatt á rafmagns- eða tvinnbílum. Með þessu lækkaði verð bílanna stórlega og fór verulega niður fyrir verð sömu bíla með benzín- eða díselvél. Ekki nóg með það, heldur felldu ráðamenn í Noregi niður árlegan bílaskatt af rafmagnsbílum, borgartolla, bílastæðisgjöld, flutningsgjald með ferjum og leyfðu ökumönnum þessara bíla, að nota sérakreinar strætó og leigubíla. Öll bílnúmer rafmagnsbíla í Noregi byrja á EL- til aðgreiningar. Stjórnvöld þar beittu sér líka fyrir uppbyggingu hleðslustöðva í stórum stíl, en net þeirra er nú svo þéttriðið, að það eru minnst tvær hleðslustöðvar á 50 km millibili við vegakerfið. Þetta rafmagn er víðast hvar ókeypis. Hvað varðar viðleitni til að draga úr kolefnislosun í andrúmsloftið, má kalla sókn Norðmanna raunverulega stórsókn, sú sókn, sem hér á að fara í gang, nær því ekki. Sumir myndu kalla hana hálfkák. Auðvitað bætist gott átak til kolefnisbindingar við, en ríkisstjórnin hefði mátt gera þetta allt betur. Ríkisstjórnarflokkarnir boðuðu bættan hag eldri borgara, sem forgangsmál fyrir kosningar, en, þegar á reynir, er þetta greinilega ekkert forgangsmál. Tilfærsla innan skattkerfisins eða vaxtalækkun (með því að taka húsnæðiskostnað út úr framfærsluvísitölu) hefði getað fjármagnað þessi útgjöld. Ríkisstjórnin kynnti stórfellt átak í umhverfis-, dýra- og náttúruvernd í stjórnarsáttmála, og VG samþykkti á flokksfundi 2015 að beita sér fyrir stöðvun hvalveiða. Sl. sumar voru drepnar fleiri hreinkýr, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, en nokkru sinni fyrr, eða um 1.000. Umhverfisráðherra heimilaði þessa stórfelldu slátrun kúnna, þrátt fyrir, að allar stofnanir, sem með málið fara, hefðu mælt með því, að griðatími kálfanna yrði lengdur. Einhver hefði kallað það ónáttúru, að drepa yfir 1.000 hreinkýr frá bjargarlausum eða bjargarlitlum kálfum þeirra, eingöngu sér til skemmtunar; að gamni sínu. Engin áþreifanleg eða sannanlega þörf er á þessum veiðum. Snýr þetta auðvitað fyrst og fremst að veiðimönnum, en líka þeim, sem drápin leyfa. Eftir langt hlé á veiðum langreyða, vegna vandræða við sölu hvalaafurða, lét ríkisstjórnin það viðgangast, að veiðarnar væru hafnar að nýju og 146 langreyðar drepnar, margar með heiftarlegum hætti, þar sem kvalafullt dauðastríð dýranna – þetta eru háþróuð spendýr – getur staðið í 10-15 mínútur. Nær fullþroska kálfar í kviði kúnna voru kæfðir eða sprengdir með. Hvar var stjórnarsáttmáli og samþykkt VG!? Nýlega bárust líka fréttir af því, að tillaga 39 ríkja um hvalaverndarsvæði í Suður-Atlantshafi, 12.000 kílómetra í burtu, hefði ekki náð fram að ganga, m.a. vegna þess, að Ísland greiddi atkvæði gegn slíku griðasvæði, en tillaga umhverfisráðherra Brasilíu var studd af öllum helztu ríkjum Suður-Ameríku, Nýja-Sjálandi og Ástralíu, ríkjum sem tengjast svæðinu landfræðilega og málið varðar. Andstaða Íslendinga við friðun dýra og náttúruvernd á fjarlægum slóðum, nánast hinum megin á hnettinum – þar sem við eigum engra hagsmuna að gæta – er fyrir undirrituðum annarleg, skammarleg og siðlaus, en tilgangur hennar er sá einn, að tryggja áframhaldandi ágang á og spillingu þess lífríkis – líka margra dýra í útrýmingarhættu – sem þar er. Hér mætti víst líka tala um ónáttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega efndi ríkisstjórnin til blaðamannafundar til að kynna „stórsókn í loftslagsmálum“. Ekki færri en 7 ráðherrar mættu til leiks í Austurbæjarskóla til að kynna þetta stórmál; hér gætu menn séð, að þessi ríkisstjórn stæði fyrir sínu. Fjármálahlið sóknarinnar er þessi: Verja á 6,8 milljörðum til hennar næstu 6 árin. Það jafngildir 1,36 milljarða á ári. Sem hlutfall af ríkisfjármálum 2019, eru það 0,18%. Hóflegt hlutfall það. Um svipað leyti var greint frá því, að fjárfesta ætti 120 milljörðum í flugstöðina í Keflavík næstu 6 árin, sem í sjálfu sér er gott mál, en þessi fjárfesting í flugstöðinni er næstum tuttugu sinnum hærri en í loftlagsmálum. Fjármunir, sem settir verða í gott og heilnæmt loftslag fyrir landsmenn, eru því hlutfallslega ekki miklir, þó að þessi sókn sé auðvitað af því góða. Verulegur hluti sóknarinnar á að liggja í því, að draga úr mengun frá benzín- og olíuknúnum bílum. Banna skal nýskráningu þeirra frá 2030. Hefði ekki verið nær að stöðva nýskráningu þrælmengandi benzín- og díselbíla – fara yfir í hreina orku; okkar eigin rafmagnsorku – þá þegar 2025, eins og Norðmenn? Norðmenn hófu raunverulega stórsókn í loftslagsmálum fyrir nokkrum árum. Þeir byrjuðu á að fella niður innflutningsskatta og virðisaukaskatt á rafmagns- eða tvinnbílum. Með þessu lækkaði verð bílanna stórlega og fór verulega niður fyrir verð sömu bíla með benzín- eða díselvél. Ekki nóg með það, heldur felldu ráðamenn í Noregi niður árlegan bílaskatt af rafmagnsbílum, borgartolla, bílastæðisgjöld, flutningsgjald með ferjum og leyfðu ökumönnum þessara bíla, að nota sérakreinar strætó og leigubíla. Öll bílnúmer rafmagnsbíla í Noregi byrja á EL- til aðgreiningar. Stjórnvöld þar beittu sér líka fyrir uppbyggingu hleðslustöðva í stórum stíl, en net þeirra er nú svo þéttriðið, að það eru minnst tvær hleðslustöðvar á 50 km millibili við vegakerfið. Þetta rafmagn er víðast hvar ókeypis. Hvað varðar viðleitni til að draga úr kolefnislosun í andrúmsloftið, má kalla sókn Norðmanna raunverulega stórsókn, sú sókn, sem hér á að fara í gang, nær því ekki. Sumir myndu kalla hana hálfkák. Auðvitað bætist gott átak til kolefnisbindingar við, en ríkisstjórnin hefði mátt gera þetta allt betur. Ríkisstjórnarflokkarnir boðuðu bættan hag eldri borgara, sem forgangsmál fyrir kosningar, en, þegar á reynir, er þetta greinilega ekkert forgangsmál. Tilfærsla innan skattkerfisins eða vaxtalækkun (með því að taka húsnæðiskostnað út úr framfærsluvísitölu) hefði getað fjármagnað þessi útgjöld. Ríkisstjórnin kynnti stórfellt átak í umhverfis-, dýra- og náttúruvernd í stjórnarsáttmála, og VG samþykkti á flokksfundi 2015 að beita sér fyrir stöðvun hvalveiða. Sl. sumar voru drepnar fleiri hreinkýr, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, en nokkru sinni fyrr, eða um 1.000. Umhverfisráðherra heimilaði þessa stórfelldu slátrun kúnna, þrátt fyrir, að allar stofnanir, sem með málið fara, hefðu mælt með því, að griðatími kálfanna yrði lengdur. Einhver hefði kallað það ónáttúru, að drepa yfir 1.000 hreinkýr frá bjargarlausum eða bjargarlitlum kálfum þeirra, eingöngu sér til skemmtunar; að gamni sínu. Engin áþreifanleg eða sannanlega þörf er á þessum veiðum. Snýr þetta auðvitað fyrst og fremst að veiðimönnum, en líka þeim, sem drápin leyfa. Eftir langt hlé á veiðum langreyða, vegna vandræða við sölu hvalaafurða, lét ríkisstjórnin það viðgangast, að veiðarnar væru hafnar að nýju og 146 langreyðar drepnar, margar með heiftarlegum hætti, þar sem kvalafullt dauðastríð dýranna – þetta eru háþróuð spendýr – getur staðið í 10-15 mínútur. Nær fullþroska kálfar í kviði kúnna voru kæfðir eða sprengdir með. Hvar var stjórnarsáttmáli og samþykkt VG!? Nýlega bárust líka fréttir af því, að tillaga 39 ríkja um hvalaverndarsvæði í Suður-Atlantshafi, 12.000 kílómetra í burtu, hefði ekki náð fram að ganga, m.a. vegna þess, að Ísland greiddi atkvæði gegn slíku griðasvæði, en tillaga umhverfisráðherra Brasilíu var studd af öllum helztu ríkjum Suður-Ameríku, Nýja-Sjálandi og Ástralíu, ríkjum sem tengjast svæðinu landfræðilega og málið varðar. Andstaða Íslendinga við friðun dýra og náttúruvernd á fjarlægum slóðum, nánast hinum megin á hnettinum – þar sem við eigum engra hagsmuna að gæta – er fyrir undirrituðum annarleg, skammarleg og siðlaus, en tilgangur hennar er sá einn, að tryggja áframhaldandi ágang á og spillingu þess lífríkis – líka margra dýra í útrýmingarhættu – sem þar er. Hér mætti víst líka tala um ónáttúru.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar