Grunnsáttmáli þjóðarinnar Ragnar Aðalsteinsson skrifar 28. september 2017 07:00 Í þingsetningarræðu sinni nýverið taldi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að minnast ætti aldarafmælis sambandslagasamningsins 1918 og stjórnarskrárinnar 1920 „með því að vinna af einurð að breytingum á grunnsáttmála þjóðarinnar, breytingum sem vitna um sameiginlega sýn sem flestra á umhverfi og auðlindir, samfélag og stjórnskipun, ábyrgð og vald“. Vert er að vekja athygli á því að forsetinn nefnir stjórnarskrána grunnsáttmála þjóðarinnar, en ekki sáttmála þings og þjóðar eins og stundum er sagt. Í þessum orðum forsetans felst sú skoðun hans að það sé hlutverk þjóðarinnar að setja landinu stjórnarskrá. Það getur hún gert t.d. með milligöngu stjórnlagaþings, sem til þess og þess eingöngu er kjörið. Vissulega þarf að breyta stjórnarskránni til að unnt sé að fela stjórnlagaþingi að setja okkur nýja stjórnarskrá eða breyta gildandi stjórnarskrá. Jafnframt verður að ákveða að skylt sé að bera niðurstöður stjórnlagaþings undir þjóðaratkvæði og þá fyrst er þjóðin hefur staðfest hana taki hún gildi. Hugsjónin um stjórnlagaþing eða þjóðfund sem setji landinu stjórnarskrá hefur lifað með þjóðinni frá miðri nítjándu öld, en sjaldan hefur þessi lífsandi verið jafn almennur og nú. Forsætisráðherra brást við hugmynd forsetans um grunnsáttmála þjóðar með því að tefla fram hugmyndum um að stjórnarskráin yrði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum og „allir flokkarnir vinni sameiginlega að því“. (RUV 200917) Enn og aftur er afstaðan sú að stjórnarskráin tilheyri eða sé eign stjórnmálaflokkanna og er þá átt við þingflokka á Alþingi. Kenningin um fullveldi fólksins og um að allt vald komi frá þjóðinni er óumdeild. Í henni felst að það er hlutverk þjóðarinnar að ákveða hvaða vald hún framselur stjórnvöldum og hvernig hún skiptir því milli þeirra. Einnig mælir hún fyrir um takmarkanir á því valdi en þær birtast einkum i ákvæðum stjórnarskrár um mannréttindi. Stjórnmálamenn geta ekki ákveðið sínar eigin leikreglur. Þeir eru fyrir fólkið en fólkið ekki fyrir þá. Ákvæðið um að Alþingi fari með valdið til að auka við eða breyta stjórnarskránni setti konungur í stjórnarskrána 1874, sem Íslendingar hvorki samþykktu né staðfestu. Vandinn er sá hvernig við komum valdinu til að setja landinu stjórnarskrá í réttar hendur. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í þingsetningarræðu sinni nýverið taldi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að minnast ætti aldarafmælis sambandslagasamningsins 1918 og stjórnarskrárinnar 1920 „með því að vinna af einurð að breytingum á grunnsáttmála þjóðarinnar, breytingum sem vitna um sameiginlega sýn sem flestra á umhverfi og auðlindir, samfélag og stjórnskipun, ábyrgð og vald“. Vert er að vekja athygli á því að forsetinn nefnir stjórnarskrána grunnsáttmála þjóðarinnar, en ekki sáttmála þings og þjóðar eins og stundum er sagt. Í þessum orðum forsetans felst sú skoðun hans að það sé hlutverk þjóðarinnar að setja landinu stjórnarskrá. Það getur hún gert t.d. með milligöngu stjórnlagaþings, sem til þess og þess eingöngu er kjörið. Vissulega þarf að breyta stjórnarskránni til að unnt sé að fela stjórnlagaþingi að setja okkur nýja stjórnarskrá eða breyta gildandi stjórnarskrá. Jafnframt verður að ákveða að skylt sé að bera niðurstöður stjórnlagaþings undir þjóðaratkvæði og þá fyrst er þjóðin hefur staðfest hana taki hún gildi. Hugsjónin um stjórnlagaþing eða þjóðfund sem setji landinu stjórnarskrá hefur lifað með þjóðinni frá miðri nítjándu öld, en sjaldan hefur þessi lífsandi verið jafn almennur og nú. Forsætisráðherra brást við hugmynd forsetans um grunnsáttmála þjóðar með því að tefla fram hugmyndum um að stjórnarskráin yrði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum og „allir flokkarnir vinni sameiginlega að því“. (RUV 200917) Enn og aftur er afstaðan sú að stjórnarskráin tilheyri eða sé eign stjórnmálaflokkanna og er þá átt við þingflokka á Alþingi. Kenningin um fullveldi fólksins og um að allt vald komi frá þjóðinni er óumdeild. Í henni felst að það er hlutverk þjóðarinnar að ákveða hvaða vald hún framselur stjórnvöldum og hvernig hún skiptir því milli þeirra. Einnig mælir hún fyrir um takmarkanir á því valdi en þær birtast einkum i ákvæðum stjórnarskrár um mannréttindi. Stjórnmálamenn geta ekki ákveðið sínar eigin leikreglur. Þeir eru fyrir fólkið en fólkið ekki fyrir þá. Ákvæðið um að Alþingi fari með valdið til að auka við eða breyta stjórnarskránni setti konungur í stjórnarskrána 1874, sem Íslendingar hvorki samþykktu né staðfestu. Vandinn er sá hvernig við komum valdinu til að setja landinu stjórnarskrá í réttar hendur. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar