Bókaþjóðin vaknar Lilja Alfreðsdóttir. skrifar 28. september 2017 07:00 Íslendingar eru bókaþjóð. Bækur eru vettvangur nýsköpunar og grundvöllur símenntunar alla ævi. Bækur eru snar þáttur í málþroska barna. Þær gegna lykilhlutverki í menntakerfinu og miðla sögu og menningu okkar til komandi kynslóða. Menntun, skólar og bækur eru lykill að framförum og því mikilvægt að efla allt er viðkemur skapandi skrifum, lestri og útgáfu. Læsi er forsenda þekkingar og lykill að sjálfsvirðingu. Íslensk tunga á undir högg að sækja. Öflug útgáfa á frumsömdu og þýddu fræðslu- og kennsluefni á öllum skólastigum er nauðsynleg til að styrkja innlent fræðastarf og auðga íslenska tungu af hugtökum og íðorðum á öllum sviðum. Niðurstöður PISA-rannsóknar frá 2015 sýna að Ísland kemur lakast út á Norðurlöndunum í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi og er auk þess undir OECD-meðaltali. Ljóst er að þessi árangur í PISA-rannsókninni er óásættanlegur. Bóksala hefur dregist saman um rúm 31% frá árinu 2008 og má segja að um hrun sé að ræða. Þegar svona aðstæður koma upp, þá ber stjórnvöldum að nýta stjórnvaldstæki sín, eins og skattkerfið, og bregðast við. Ein leið er að afnema bókaskatt og því lagði ég fram frumvarp á lokadegi þingsins þess efnis. Þverpólitísk sátt hefur myndast í þinginu um málið, þar sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka eru meðflutningsmenn. Bækur eru almennt í lægra skattþrepi meðal þjóða heims. Fimm Evrópuþjóðir hafa afnumið virðisaukaskatt á bókum til að efla læsi og vernda menningu sína og tungu, þ.e. Norðmenn, Færeyingar, Bretar, Írar og Úkraínumenn. Meðaltal virðisaukaskatts á bókum í Evrópu er 7%. Þrjátíu lönd í Evrópu eru með lægri virðisaukaskatt á bókum en hér á landi. Sænsk stjórnvöld lækkuðu virðisaukaskatt á bókum árið 2002 úr 25% niður í 6%. Sala bóka jókst um 16% fyrsta árið og áhrifin voru viðvarandi. Ekki þurfti lengur að styðja sérstaklega við bóksölu í jaðarbyggðum og fleiri fjölbreyttari bókaútgáfur spruttu upp. Það er afar ánægjulegt að þverpólitísk sátt hefur myndast um að afnema bókaskatt og því á að vera auðvelt að hrinda því í framkvæmd á næsta þingi. Bókaþjóðin mun standa undir nafni með afnámi bókaskattsins.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru bókaþjóð. Bækur eru vettvangur nýsköpunar og grundvöllur símenntunar alla ævi. Bækur eru snar þáttur í málþroska barna. Þær gegna lykilhlutverki í menntakerfinu og miðla sögu og menningu okkar til komandi kynslóða. Menntun, skólar og bækur eru lykill að framförum og því mikilvægt að efla allt er viðkemur skapandi skrifum, lestri og útgáfu. Læsi er forsenda þekkingar og lykill að sjálfsvirðingu. Íslensk tunga á undir högg að sækja. Öflug útgáfa á frumsömdu og þýddu fræðslu- og kennsluefni á öllum skólastigum er nauðsynleg til að styrkja innlent fræðastarf og auðga íslenska tungu af hugtökum og íðorðum á öllum sviðum. Niðurstöður PISA-rannsóknar frá 2015 sýna að Ísland kemur lakast út á Norðurlöndunum í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi og er auk þess undir OECD-meðaltali. Ljóst er að þessi árangur í PISA-rannsókninni er óásættanlegur. Bóksala hefur dregist saman um rúm 31% frá árinu 2008 og má segja að um hrun sé að ræða. Þegar svona aðstæður koma upp, þá ber stjórnvöldum að nýta stjórnvaldstæki sín, eins og skattkerfið, og bregðast við. Ein leið er að afnema bókaskatt og því lagði ég fram frumvarp á lokadegi þingsins þess efnis. Þverpólitísk sátt hefur myndast í þinginu um málið, þar sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka eru meðflutningsmenn. Bækur eru almennt í lægra skattþrepi meðal þjóða heims. Fimm Evrópuþjóðir hafa afnumið virðisaukaskatt á bókum til að efla læsi og vernda menningu sína og tungu, þ.e. Norðmenn, Færeyingar, Bretar, Írar og Úkraínumenn. Meðaltal virðisaukaskatts á bókum í Evrópu er 7%. Þrjátíu lönd í Evrópu eru með lægri virðisaukaskatt á bókum en hér á landi. Sænsk stjórnvöld lækkuðu virðisaukaskatt á bókum árið 2002 úr 25% niður í 6%. Sala bóka jókst um 16% fyrsta árið og áhrifin voru viðvarandi. Ekki þurfti lengur að styðja sérstaklega við bóksölu í jaðarbyggðum og fleiri fjölbreyttari bókaútgáfur spruttu upp. Það er afar ánægjulegt að þverpólitísk sátt hefur myndast um að afnema bókaskatt og því á að vera auðvelt að hrinda því í framkvæmd á næsta þingi. Bókaþjóðin mun standa undir nafni með afnámi bókaskattsins.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar