Þótti svið úr bílalúgu BSÍ gómsæt en hákarlinn heillaði ekki Guðný Hrönn skrifar 10. mars 2017 10:15 Matty í miðjunni ásamt teyminu á bak við Dead Set on Life þættina. Mynd/Matty Kanadíski kokkurinn Matty Matheson flaug af landi brott í gær eftir að hafa dvalið á Íslandi í nokkra daga. Hann var hér á landi til að kynnast íslenskri matarmenningu og taka upp sjónvarpsþátt. Eitt af fyrstu verkefnum sjónvarpsstjörnunnar Mattys á Íslandi og tökuliðs hans var að heimsækja Ragnar Eiríksson á Dilli en Dill varð á dögunum fyrsti íslenski veitingastaðurinn til að hljóta Michelin-stjörnu. „Við kíktum á Dill, héngum þar og elduðum smá. Svo höfum við bara verið að skoða Reykjavík og ferðast um Ísland,“ segir Matty. „Við könnuðum matarmenninguna á Íslandi og kynntumst því hversu ung hún í raun og veru er, ef við miðum við önnur lönd. Sérstaklega á það við veitingahúsageirann. Við fengum innsýn í hann og hvernig hlutirnir hafa þróast á síðustu áratugum, hvernig fólk var áður fyrr mestmegnis að borða á börum, búllum eða heima hjá sér. Ég meina, fyrsti fíni veitingastaðurinn á Íslandi var stofnaður fyrir einhverjum sextíu árum, það er ekki langur tími. Svo höfum við verið að skemmta okkur og gera þessa hefðbundnu túristahluti,“ segir Matty sem fór meðal annars að sjá Gullfoss og Geysi og svo baðaði hann sig í Gömlu lauginni við Flúðir. Matty fór svo í bílalúguna á BSÍ og fékk sér svið sem honum þótti afar bragðgóð. „Þau voru gómsæt, mjög góð!“ segir Matty sem borðaði sviðin með bestu lyst, meira að segja augun líka.Þótti hákarlinn ekki ógeðslegur Matty bragðaði einnig á kæstum hákarli. „Uhm, það var allt í lagi bara. Ég held að þetta sé bragð sem maður þurfi að venjast, eitthvað sem maður þarf að hafa borðað alla sína ævi til að kunna að meta. Þetta er einstakur matur að mínu mati en þetta er ekki sá matur sem ég fílaði mest af því sem ég smakkaði í heimsókn minni. Þetta var alls ekki ógeðslegt samt, eins og mörgum þykir þetta.“Matty Matheson flaug af landi brott í gær eftir að hafa kynnt sér íslenska matarmenningu.Mynd/Matty„Það er smá spes að það sé hálfgerð skylda fyrir túrista að smakka kæstan hákarl hér á Íslandi því þetta er bara ammóníaklyktandi fiskbiti. Það er mjög sterk lykt af hákarlinum, svo bítur maður í hann og hann er frekar bragðlaus en svo þegar maður byrjar að tyggja þá er eins og bragðið losni úr læðingi. Einhver sagði mér að ég ætti að prófa þetta með smá ostbita. Kæsti hákarlinn er kannski tilvalinn fyrir þá sem elska mjög sterka osta. En ég hef alveg smakkað osta sem eru mun sterkari en hákarlinn sem ég smakkaði,“ útskýrir Matty sem bjóst við að hákarlinn liti mun verr út en raun bar vitni. „Ég hélt að þetta yrði einhver viðbjóður, eitthvert ógeðslegt kjöt í einhverri tunnu. En svo var þetta bara mjög fallegur, lítill hvítur kjötbiti,“ segir hann og hlær. Matty fór svo auðvitað á Bæjarins bestu. „Jáá?… ég veit ekki. Þetta var fínt en ég veit ekki hvort pulsan er eitthvað miklu betri heldur en á einhverjum öðrum pulsustað,“ segir Matty spurður út í hvernig honum hafi líkað pulsurnar á Bæjarins bestu. „Þetta er góð pulsa, en þeir eru að bjóða upp á sömu pulsuna og margir aðrir staðir. Ég meina?… ég er búinn að fá mjög góðar pulsur á bensínstöðvum. Helsti munurinn er kannski bara sá að það er svo mikið að gera [á Bæjarins bestu] að þeir eru með svo ferskt hráefni. Það er meiri hraði hjá þeim þannig að pulsurnar liggja aldrei lengi í pottinum. En þetta er víst bara einn af þessum hlutum sem maður verður að gera á Íslandi, eitthvað sem er mælt með.“ Þátturinn um heimsókn Mattys til Íslands verður partur af þriðju þáttaröð Vice-þáttanna Dead Set on Life. Þáttaröðin verður sýnd í vor. „Við gefum þættina út einhvern tímann frá apríl til júní. Þannig að það er stutt í það.“ Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Kanadíski kokkurinn Matty Matheson flaug af landi brott í gær eftir að hafa dvalið á Íslandi í nokkra daga. Hann var hér á landi til að kynnast íslenskri matarmenningu og taka upp sjónvarpsþátt. Eitt af fyrstu verkefnum sjónvarpsstjörnunnar Mattys á Íslandi og tökuliðs hans var að heimsækja Ragnar Eiríksson á Dilli en Dill varð á dögunum fyrsti íslenski veitingastaðurinn til að hljóta Michelin-stjörnu. „Við kíktum á Dill, héngum þar og elduðum smá. Svo höfum við bara verið að skoða Reykjavík og ferðast um Ísland,“ segir Matty. „Við könnuðum matarmenninguna á Íslandi og kynntumst því hversu ung hún í raun og veru er, ef við miðum við önnur lönd. Sérstaklega á það við veitingahúsageirann. Við fengum innsýn í hann og hvernig hlutirnir hafa þróast á síðustu áratugum, hvernig fólk var áður fyrr mestmegnis að borða á börum, búllum eða heima hjá sér. Ég meina, fyrsti fíni veitingastaðurinn á Íslandi var stofnaður fyrir einhverjum sextíu árum, það er ekki langur tími. Svo höfum við verið að skemmta okkur og gera þessa hefðbundnu túristahluti,“ segir Matty sem fór meðal annars að sjá Gullfoss og Geysi og svo baðaði hann sig í Gömlu lauginni við Flúðir. Matty fór svo í bílalúguna á BSÍ og fékk sér svið sem honum þótti afar bragðgóð. „Þau voru gómsæt, mjög góð!“ segir Matty sem borðaði sviðin með bestu lyst, meira að segja augun líka.Þótti hákarlinn ekki ógeðslegur Matty bragðaði einnig á kæstum hákarli. „Uhm, það var allt í lagi bara. Ég held að þetta sé bragð sem maður þurfi að venjast, eitthvað sem maður þarf að hafa borðað alla sína ævi til að kunna að meta. Þetta er einstakur matur að mínu mati en þetta er ekki sá matur sem ég fílaði mest af því sem ég smakkaði í heimsókn minni. Þetta var alls ekki ógeðslegt samt, eins og mörgum þykir þetta.“Matty Matheson flaug af landi brott í gær eftir að hafa kynnt sér íslenska matarmenningu.Mynd/Matty„Það er smá spes að það sé hálfgerð skylda fyrir túrista að smakka kæstan hákarl hér á Íslandi því þetta er bara ammóníaklyktandi fiskbiti. Það er mjög sterk lykt af hákarlinum, svo bítur maður í hann og hann er frekar bragðlaus en svo þegar maður byrjar að tyggja þá er eins og bragðið losni úr læðingi. Einhver sagði mér að ég ætti að prófa þetta með smá ostbita. Kæsti hákarlinn er kannski tilvalinn fyrir þá sem elska mjög sterka osta. En ég hef alveg smakkað osta sem eru mun sterkari en hákarlinn sem ég smakkaði,“ útskýrir Matty sem bjóst við að hákarlinn liti mun verr út en raun bar vitni. „Ég hélt að þetta yrði einhver viðbjóður, eitthvert ógeðslegt kjöt í einhverri tunnu. En svo var þetta bara mjög fallegur, lítill hvítur kjötbiti,“ segir hann og hlær. Matty fór svo auðvitað á Bæjarins bestu. „Jáá?… ég veit ekki. Þetta var fínt en ég veit ekki hvort pulsan er eitthvað miklu betri heldur en á einhverjum öðrum pulsustað,“ segir Matty spurður út í hvernig honum hafi líkað pulsurnar á Bæjarins bestu. „Þetta er góð pulsa, en þeir eru að bjóða upp á sömu pulsuna og margir aðrir staðir. Ég meina?… ég er búinn að fá mjög góðar pulsur á bensínstöðvum. Helsti munurinn er kannski bara sá að það er svo mikið að gera [á Bæjarins bestu] að þeir eru með svo ferskt hráefni. Það er meiri hraði hjá þeim þannig að pulsurnar liggja aldrei lengi í pottinum. En þetta er víst bara einn af þessum hlutum sem maður verður að gera á Íslandi, eitthvað sem er mælt með.“ Þátturinn um heimsókn Mattys til Íslands verður partur af þriðju þáttaröð Vice-þáttanna Dead Set on Life. Þáttaröðin verður sýnd í vor. „Við gefum þættina út einhvern tímann frá apríl til júní. Þannig að það er stutt í það.“
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira