Lífið

World Class lýsir eftir handklæðaþjófi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alvarlegt brot hjá World Class.
Alvarlegt brot hjá World Class.
„Við biðjum eiganda reiðhjólsins vinsamlegast um að skila til okkar handklæðinu á næstu æfingu en það er bersýnilega er merkt sem eign World Class Iceland,“ segir í stöðufærslu frá líkamsræktarstöðinni World Class, en með færslunni fylgir mynd þar sem sjá má hjól fast aftan á biðfreið og handklæði merkt stöðinni á reiðhjólinu.

„Þessi handklæði eru ætluð viðskiptavinum okkar til notkunar við og á æfingum innan húsakynna World Class og er notkun annarsstaðar einfaldlega þjófnaður.“

Í mörg ár hefur fólk getað tekið sér lítil rauð handklæði í World Class til að taka með sér inn á æfingu. Spurning hvort að þjófurinn gefi sig fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×