Stefna í ranga átt Líney Lilja Þrastardóttir skrifar 29. mars 2017 15:00 Stjórnmál eru mikilvægur hluti af öllum samfélögum og hafa víðtæk áhrif hvert sem litið er. Þau koma okkur öllum við og stjórnmálalegar ákvarðanir sem teknar eru hafa alltaf áhrif á einhvern hluta af samfélaginu. Þrátt fyrir það er ekki mikið um almenna fræðslu um stjórnmál í grunnskólum. Umræður nemenda og kennara geta þó leitt til pólitískrar umræðu út frá öðru námsefni og svo má nefna að utanaðkomandi vitneskja, t.d. af netmiðlum, úr sjónvarpi og frá öðru fullorðnu fólki hefur sitt að segja. Áhugaleysi ungmenna á stjórnmálum hefur færst í aukanna á síðastliðnum árum og er það áhyggjuefni hjá eldra fólkinu. Þetta áhugaleysi er algjörlega stefna í ranga átt og á eflaust rætur sínar að rekja til þess hversu torskilin stjórnmálin eru þegar engin almennileg fræðsla hefur verið veitt.Stjórnmál fyrir allaNú á dögunum var lögð fram tillaga á þingi um að lækka kosningaaldur úr 18 ára aldri niður í 16 ára aldur. Ásamt tillögunni kom einnig fram greinargerð sem segir að hugmyndin með þessari tillögu sé að auka þátttöku ungs fólks í stjórnmálum, því að það er mikilvægt að fólk mæti á kjörstað og kjósi sinn stjórnmálaflokk, jafnt ungir sem aldnir. Í kjölfar seinustu kosninga þar sem kjörsókn var frekar dræm, einkum í aldursflokknum 18-24 ára, hafa þessar vangaveltur farið af stað. Þessi tillaga er bæði frábær og sniðug að öllu leyti og mun án efa auka áhugann og þátttöku ungs fólks í stjórnmálum að einhverju leyti. En er nægilegur skilningur hjá 16 ára unglingum á stjórnmálum til staðar til þess að þeir geti kosið?Hvað er til ráða?Mikilvægt er að fræða unga fólkið sem seinna meir mun stjórna landinu okkar betur um stjórnmál og reyna á einhvern hátt að gera stjórnmálin að áhugaverðum og spennandi hlut sem öllum finnst vert að fræðast um. Það er einnig mikilvægt að draga það jákvæða í stjórnmálunum fram og með því gera efnið áhugaverðara því einhvers staðar verður að byrja. Fræðslan gæti farið fram strax í grunnskólum þar sem kennarar fræða nemendur sína á uppbyggilegan hátt og beiti mismunandi og skemmtilegum kennsluaðferðum til að vekja áhuga hjá einhverjum. Það er auðvitað aldrei hægt að gera öllum nemendum í einu til geðs. Ýmsum öðrum aðferðum hefur verið beitt til að auka þennan áhuga og er það mjög jákvætt. Þar má einna helst nefna skuggakosningar framhaldsskólanema haustið 2016 og aðdraganda þeirra. Einnig er samfélagið meðvitað um þessi málefni og í sameiningu er hægt að breyta þessu til hins betra. Þó verður unga fólkið að vera bæði viljugt og meðvitað um það að láta stjórnmál landsins sig varða.Aukin fræðsla til góðs Ljóst er að fræðsla fyrir ungt fólk á íslenskum stjórnmálum verður að aukast og byrja þarf fyrr verði kosningaaldurinn lækkaður niður í 16 ára aldur. Skilningurinn verður að vera til staðar ef niðurstöður úr kosningum eiga að vera raunverulegar. Aukin fræðsla getur einnig leitt af sér aukinn áhuga og betri þátttöku hjá unga fólkinu í stjórnmálum. Þannig má snúa stefnunni og þróuninni inn á rétta braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Stjórnmál eru mikilvægur hluti af öllum samfélögum og hafa víðtæk áhrif hvert sem litið er. Þau koma okkur öllum við og stjórnmálalegar ákvarðanir sem teknar eru hafa alltaf áhrif á einhvern hluta af samfélaginu. Þrátt fyrir það er ekki mikið um almenna fræðslu um stjórnmál í grunnskólum. Umræður nemenda og kennara geta þó leitt til pólitískrar umræðu út frá öðru námsefni og svo má nefna að utanaðkomandi vitneskja, t.d. af netmiðlum, úr sjónvarpi og frá öðru fullorðnu fólki hefur sitt að segja. Áhugaleysi ungmenna á stjórnmálum hefur færst í aukanna á síðastliðnum árum og er það áhyggjuefni hjá eldra fólkinu. Þetta áhugaleysi er algjörlega stefna í ranga átt og á eflaust rætur sínar að rekja til þess hversu torskilin stjórnmálin eru þegar engin almennileg fræðsla hefur verið veitt.Stjórnmál fyrir allaNú á dögunum var lögð fram tillaga á þingi um að lækka kosningaaldur úr 18 ára aldri niður í 16 ára aldur. Ásamt tillögunni kom einnig fram greinargerð sem segir að hugmyndin með þessari tillögu sé að auka þátttöku ungs fólks í stjórnmálum, því að það er mikilvægt að fólk mæti á kjörstað og kjósi sinn stjórnmálaflokk, jafnt ungir sem aldnir. Í kjölfar seinustu kosninga þar sem kjörsókn var frekar dræm, einkum í aldursflokknum 18-24 ára, hafa þessar vangaveltur farið af stað. Þessi tillaga er bæði frábær og sniðug að öllu leyti og mun án efa auka áhugann og þátttöku ungs fólks í stjórnmálum að einhverju leyti. En er nægilegur skilningur hjá 16 ára unglingum á stjórnmálum til staðar til þess að þeir geti kosið?Hvað er til ráða?Mikilvægt er að fræða unga fólkið sem seinna meir mun stjórna landinu okkar betur um stjórnmál og reyna á einhvern hátt að gera stjórnmálin að áhugaverðum og spennandi hlut sem öllum finnst vert að fræðast um. Það er einnig mikilvægt að draga það jákvæða í stjórnmálunum fram og með því gera efnið áhugaverðara því einhvers staðar verður að byrja. Fræðslan gæti farið fram strax í grunnskólum þar sem kennarar fræða nemendur sína á uppbyggilegan hátt og beiti mismunandi og skemmtilegum kennsluaðferðum til að vekja áhuga hjá einhverjum. Það er auðvitað aldrei hægt að gera öllum nemendum í einu til geðs. Ýmsum öðrum aðferðum hefur verið beitt til að auka þennan áhuga og er það mjög jákvætt. Þar má einna helst nefna skuggakosningar framhaldsskólanema haustið 2016 og aðdraganda þeirra. Einnig er samfélagið meðvitað um þessi málefni og í sameiningu er hægt að breyta þessu til hins betra. Þó verður unga fólkið að vera bæði viljugt og meðvitað um það að láta stjórnmál landsins sig varða.Aukin fræðsla til góðs Ljóst er að fræðsla fyrir ungt fólk á íslenskum stjórnmálum verður að aukast og byrja þarf fyrr verði kosningaaldurinn lækkaður niður í 16 ára aldur. Skilningurinn verður að vera til staðar ef niðurstöður úr kosningum eiga að vera raunverulegar. Aukin fræðsla getur einnig leitt af sér aukinn áhuga og betri þátttöku hjá unga fólkinu í stjórnmálum. Þannig má snúa stefnunni og þróuninni inn á rétta braut.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun