Erlent

Björn varð starfsmanni dýragarðs að bana í Svíþjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Dýrið var tveggja ára skógarbjörn sem nú hefur verið aflífað. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Dýrið var tveggja ára skógarbjörn sem nú hefur verið aflífað. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Nítján ára starfsmaður dýragarðs í Orsa í sænsku Dölunum lést á sjúkrahúsi í dag eftir að hafa orðið fyrir árás bjarnardýrs fyrr um daginn.

Árásin átti sér stað skömmu fyrir klukkan 10:30 að staðartíma, um 8:30 að íslenskum tíma.

„Eitthvað hefur farið úrskeiðis þegar starfsmaðurinn fór inn í búrið og birninum hefur á einhvern hátt tekist að komast þar inn. Þetta var ungur skógarbjörn sem var síðar aflífaður,“ segir Anders Blomquist, starfandi forstjóri félags sem rekur Orsa Rovdjurspark.

Í frétt SVT kemur fram að árásin hafi átt sér stað þegar viðburður í skipulagðri dagskrá garðsins fór þar fram. Var starfsmaðurinn að fylgja fjölskyldu inn í sérstakt búr þar sem verið var að undirbúa að gefa dýrunum þegar tveggja ára björn réðst á hann. Fjölskyldan meiddist ekki. Virðist sem birninum hafi tekist að grafa sér leið inn í búrið.

Búið er að loka dýragarðinum í dag vegna slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×