Stjórn HSÍ krefst rannsókn á frammistöðu dómaranna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2017 10:46 Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals. Vísir/Stefán Stjórn Handknattleikssambands ÍSlands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún hafi sent Handknattleikssambandi Evrópu formlega kvörtun vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og Potaissa í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu á sunnudag. Valur tapaði leiknum með níu marka mun og rimmunni með einu marki samtals. Þjálfarar og leikmenn Vals sem og fjölmargir aðrir Íslendingar voru furðu lostnir yfir frammistöðu dómaranna í leiknum. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði augljóst mál að dómararnir hefðu verið keyptir. „Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða,“ segir í yfirlýsingu stjórnar HSÍ. „HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi,“ segir enn fremur. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér en í gær barst HSÍ svar frá EHF þar sem tekið var fram að málið verði skoðað. „Handknattleikssambands Íslands sendi í gær formlega kvörtun til Evrópska handknattleikssambandsins vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og AHC Potaissa þann 30. apríl sl. Bréf þess efnis var sent í kjölfar kvörtunar Vals. Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða. Óskað var eftir skjótum viðbrögðum og upplýsingum um hvernig rannsókn málsins yrði háttað. HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi. HSÍ átelur samt sem áður að bornar séu þungar sakir um spillingu og annað í þeim dúr án þess að geta sýnt fram á það. Slík ummæli eru íþróttinni ekki til framdráttar. HSÍ hvetur alla til að gæta hófs í orðavali um frammistöðu dómaranna og gefi EHF ráðrúm til að rannsaka málið. Í gærkvöldi barst svar frá EHF þar sem tekið er fram málið verði skoðað og óskað eftir frekari upplýsingum. Stjórn HSÍ“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Valsmenn ætla ekki að kæra en mótmæla kröftuglega Valsmenn ætla ekki að kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. 1. maí 2017 12:09 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómgæslunnar í seinni leik liðsins í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. 2. maí 2017 12:15 „Þjálfarinn viðurkenndi 20 þúsund evrur á dómarana“ Hlynur Morthens, markvörður Vals, veltir fyrir sér hvort hann vilji halda áfram að spila handbolta. 1. maí 2017 09:33 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Stjórn Handknattleikssambands ÍSlands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún hafi sent Handknattleikssambandi Evrópu formlega kvörtun vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og Potaissa í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu á sunnudag. Valur tapaði leiknum með níu marka mun og rimmunni með einu marki samtals. Þjálfarar og leikmenn Vals sem og fjölmargir aðrir Íslendingar voru furðu lostnir yfir frammistöðu dómaranna í leiknum. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði augljóst mál að dómararnir hefðu verið keyptir. „Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða,“ segir í yfirlýsingu stjórnar HSÍ. „HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi,“ segir enn fremur. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér en í gær barst HSÍ svar frá EHF þar sem tekið var fram að málið verði skoðað. „Handknattleikssambands Íslands sendi í gær formlega kvörtun til Evrópska handknattleikssambandsins vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og AHC Potaissa þann 30. apríl sl. Bréf þess efnis var sent í kjölfar kvörtunar Vals. Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða. Óskað var eftir skjótum viðbrögðum og upplýsingum um hvernig rannsókn málsins yrði háttað. HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi. HSÍ átelur samt sem áður að bornar séu þungar sakir um spillingu og annað í þeim dúr án þess að geta sýnt fram á það. Slík ummæli eru íþróttinni ekki til framdráttar. HSÍ hvetur alla til að gæta hófs í orðavali um frammistöðu dómaranna og gefi EHF ráðrúm til að rannsaka málið. Í gærkvöldi barst svar frá EHF þar sem tekið er fram málið verði skoðað og óskað eftir frekari upplýsingum. Stjórn HSÍ“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Valsmenn ætla ekki að kæra en mótmæla kröftuglega Valsmenn ætla ekki að kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. 1. maí 2017 12:09 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómgæslunnar í seinni leik liðsins í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. 2. maí 2017 12:15 „Þjálfarinn viðurkenndi 20 þúsund evrur á dómarana“ Hlynur Morthens, markvörður Vals, veltir fyrir sér hvort hann vilji halda áfram að spila handbolta. 1. maí 2017 09:33 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30
Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00
Valsmenn ætla ekki að kæra en mótmæla kröftuglega Valsmenn ætla ekki að kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. 1. maí 2017 12:09
Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47
Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómgæslunnar í seinni leik liðsins í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. 2. maí 2017 12:15
„Þjálfarinn viðurkenndi 20 þúsund evrur á dómarana“ Hlynur Morthens, markvörður Vals, veltir fyrir sér hvort hann vilji halda áfram að spila handbolta. 1. maí 2017 09:33