Handbolti

Valsmenn ætla ekki að kæra en mótmæla kröftuglega

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anton Rúnarsson og félagar í Val áttu við ramman reip að draga í Rúmeníu í gær.
Anton Rúnarsson og félagar í Val áttu við ramman reip að draga í Rúmeníu í gær. vísir/andri marinó
Valsmenn ætla ekki að kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við mbl.is í morgun.

Valsmenn voru afar ósáttir við frammistöðu tékkneska dómaraparsins sem virtist dæma með rúmenska liðinu og hjálpað því yfir línuna. Potaissa Turda vann leikinn í gær 32-23 og fór áfram 54-53 samanlagt.

Þrátt fyrir að hafa hætt við að kæra ætla Valsmenn að senda harðorð mótmæli til Handknattleikssambands Evrópu.

„Lögfræðingur okkar hefur farið yfir kærur til EHF vegna svipaðra mála og þar ber allt að sama brunni. Málunum virðist stungið undir teppið eða eitthvað þvíumlíkt,“ sagði Óskar Bjarni í samtalinu við mbl.is.

„Eftir að hafa farið yfir málið og rætt við nokkra reynda menn innan hreyfingarinnar er niðurstaða okkar að senda kröftug mótmæli til EHF og láta þar við sitja. Kæra þjónar ekki tilgangi, því miður. Við erum hins vegar ekki tilbúnir að sætta okkur við framkomuna þegjandi og hljóðalaust.“


Tengdar fréttir

Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu

Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag.

Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu

Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun.

Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“

Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×