
Sæstrengur! Er það góð hugmynd?
Sala orku um lengsta og dýrasta sæstreng í heimi er tæknilega útfæranlegt verkefni. Hins vegar er ástæða til að velta fyrir sér eftirfarandi: Gríðarmiklar fjárfestingar hafa verið gerðar í grænni orkutækni undanfarin ár. Nýsköpun og tækniþróun hafa blómstrað á þessu sviði (erlendis) og einungis tímaspursmál hvenær árangurinn lítur dagsins ljós. Vöxtur frekari fjárfestinga í grænni orkutækni er fyrirsjáanlegur og mun enn auka framboð og valmöguleika, nýr ofur-fjárfestingasjóður ríkasta manns heims, Bill Gates, er vísbending um hvert hugur fjárfesta stefnir.
Í hverri viku fellur meiri endurnýjanleg orka á jörðina en mannkynið notar í heild sinni – á ári. Líklegt er að nýting aukist hratt á næstu árum; ný efni, ný framleiðslutækni og breytt hugsun munu sjá til þess. Þýskaland er á undan eigin áætlun um breytingu úr kjarnorku í græna orku (30% orku nú græn), þróun sem gengur þvert á efasemdaraddir. Framboð og nýting eru líklegri til að aukast verulega frekar en hitt.
Fjölmargar nýjar og jafnvel betri – staðbundnar – lausnir til vinnslu grænnar orku eru enn fremur líklegar til að líta dagsins ljós á næstu árum. Hverjar eru líkur þess að lengsti og dýrasti sæstrengur heims – og mesta orkutap – verði samkeppnisfær og styrki íslenska velferð?
Orkuverð margfaldaðist
Noregur hefur nú þegar tengt sig við umheiminn með sæstreng. Það er margt ákaflega gott í Noregi þegar kemur að lífsgæðum og velferð venjulegs fólks. Hins vegar er mér minnisstæður harður vetur þegar orkuverð margfaldaðist. Orsök þessa reyndist orkusala sumarið áður, er tiltekin vatnslón tæmdust við orkusölu úr landi. Í kjölfarið fékk almenningur það hlutskipti að slást um afgangsorku – restar – í vatnslónum Noregs og greiða fyrir það margfalt verð. Þetta kom sér auðvitað ekki illa fyrir orkufyrirtækið (góð sumar- og vetrarsala), öllu verr fyrir almenning. Allt undir merkjum markaðsfræðanna góðu. Þekkt er að orkuverð hækkaði verulega eftir tilkomu sæstrengs.
Vatn, sundlaugar og heitir pottar eru ómetanleg lífsgæði á Íslandi og frelsi sem endurspeglast í því að eiga einfaldlega nóg af dásamlega heitu og köldu vatni? Hvernig verður rekstrarumhverfi baðstaða og heimila eftir verðhækkun orkunnar? Er ekki rétt að spyrja hvernig sæstrengur til Evrópu auki hagsæld og lífsgæði íslensks almennings? Ungt fólk, verkafólk, öryrkjar, lífeyrisþegar, einstæðir foreldrar, kennarar og vel menntað fólk sem ekki getur lifað af laununum sínum á Íslandi, þá meðtalið.
Skoðum einn þátt enn. 100 milljarða fjárfesting í nýjum raforkuflutningskerfum endurspeglar áætlanir um afar fyrirferðarmikið kerfi. Ásýnd náttúru Íslands er viðfangsefni stærsta iðnaðar á Íslandi í dag. Ferðamannaiðnaðurinn skapar tekjur og tækifæri í annarri stærðargráðu en álfyrirtæki eða sambærilegt mun nokkurn tíma gera. Allar helstu áætlanir Landsnets um raforkuflutningskerfi fela í sér hefðbundnar stálgrindur, táknmynd liðinna tíma iðnvæðingar og stóriðjuhugsunar. Full ástæða er til að efast um að slíkt hafi góð áhrif á ferðamannagreinina sem nær nú yfir allt landið. Hin neikvæða ímynd orkunnar sem Landsnet kappkostar að viðhalda með úr sér gengnum lausnum og yfirgangi – þá einna helst í dómssölum – er ekki bara skaðleg íslenskum orkuiðnaði, hún er líklega enn skaðlegri stærstu atvinnugrein landsins; ferðamannaiðnaði. Hversu skynsamleg er slík áhætta? Hver er þörfin, í tölum, á mannamáli?
Vissulega erfitt að átta sig á því hvernig sæstrengur styrkir íslenska velferð. Þvert á móti, þá virðist fátt í kortunum styðja slíka ofurframkvæmd. Hins vegar er fjölmargt sem bendir skýrt til að afleiðingin verði skerðing á almennum lífsgæðum, skerðing á íslenskri velferð, eina ferðina enn.
Kæru lesendur, þetta ætti að vera í okkur höndum, en er ekki. Gerum eitthvað í málinu. Verjum íslenska velferð, íslenska náttúru og íslenskar auðlindir gagnvart fámennum sérhagsmunaöflum sem þurfa sífellt meira. Sé landsbyggðin raunverulega að verða rafmagnslaus, er bæði hagkvæmara og umhverfisvænna að nota staðbundnar lausnir. 100 milljarða flutningskerfi – fyrir sæstreng – er ekki góð hugmynd.
Skoðun

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar