Guðlaugur og Óskar: Erum með besta varnarlið landsins Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2017 18:24 Guðlaugur bendir sínum mönnum á að halda ró. Vísir/Ernir Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum. „Vörnin stóð bara gríðarlega vel, Siggi [Sigurður Ingiberg Ólafsson] kom í markið og þeir gátu ekki skorað hjá honum,“ sagði Guðlaugur þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvað hefði eiginlega gerst í síðari hálfleik. Valsmenn unnu seinni hálfleikinn með 9 marka mun eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. „Við vorum tiltölulega rólegir, vorum að fá okkur aðeins of mikið af hraðaupphlaupum þar sem við vorum ekki að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik. Við vissum að við þyrftum að ná okkar hraðaupphlaupum, halda ró og þá myndi þetta koma,“ sagði Óskar Bjarni en þeir félagar hafa myndað sterkt þjálfarateymi hjá Val í vetur. „Við erum með besta varnarlið Íslands. Við erum búnir að vinna tvo titla á vörninni og það er mikið til Gulla að þakka. Við erum með stráka sem nenna að spila vörn, það er bara lykillinn,“ bætti Óskar Bjarni við. Það hefur mikið gengið á hjá Val í vetur og þeir fóru meðal annars alla leið í undanúrslit Evrópukeppninnar þar sem þeir féllu úr leik á grátlegan hátt. „Evrópuævintýrið gaf ótrúlegan kraft inn í hópinn, það er bara þannig,“ sagði Guðlaugur áður en hann var hlaupinn í verðlaunaafhendingu. „Ég þarf að fara að taka á móti bikarnum,“ sagði Guðlaugur skælbrosandi að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45 Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09 Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum. „Vörnin stóð bara gríðarlega vel, Siggi [Sigurður Ingiberg Ólafsson] kom í markið og þeir gátu ekki skorað hjá honum,“ sagði Guðlaugur þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvað hefði eiginlega gerst í síðari hálfleik. Valsmenn unnu seinni hálfleikinn með 9 marka mun eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. „Við vorum tiltölulega rólegir, vorum að fá okkur aðeins of mikið af hraðaupphlaupum þar sem við vorum ekki að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik. Við vissum að við þyrftum að ná okkar hraðaupphlaupum, halda ró og þá myndi þetta koma,“ sagði Óskar Bjarni en þeir félagar hafa myndað sterkt þjálfarateymi hjá Val í vetur. „Við erum með besta varnarlið Íslands. Við erum búnir að vinna tvo titla á vörninni og það er mikið til Gulla að þakka. Við erum með stráka sem nenna að spila vörn, það er bara lykillinn,“ bætti Óskar Bjarni við. Það hefur mikið gengið á hjá Val í vetur og þeir fóru meðal annars alla leið í undanúrslit Evrópukeppninnar þar sem þeir féllu úr leik á grátlegan hátt. „Evrópuævintýrið gaf ótrúlegan kraft inn í hópinn, það er bara þannig,“ sagði Guðlaugur áður en hann var hlaupinn í verðlaunaafhendingu. „Ég þarf að fara að taka á móti bikarnum,“ sagði Guðlaugur skælbrosandi að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45 Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09 Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45
Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn