Kennarasamband í kór Halldóra Guðmundsdóttir skrifar 1. desember 2017 11:15 Það eru einstök forréttindi að fá að vinna með börnum og ég valdi mér kennslu að starfi því mér fannst það einfaldlega besta leiðin til þess að taka virkan þátt í samfélaginu. Leikskólinn er einstakt samfélag sem er nærandi og skapandi og býður alltaf upp á eitthvað óvænt. Þar er kærleikurinn undirstaða svo að öllum líði vel, og starfsfólk gefur bæði af sér og fær margfalt til baka. Það öfluga starf sem fer fram á leikskólum landsins er í raun stórmerkilegt miðað við þann skort sem skólastigið hefur búið við. Þar, rétt eins og í skólakerfinu öllu er tilfinnanleg vöntun á kennurum og æ erfiðara gengur að manna stöður. Þrátt fyrir að kennarar séu eldhugar og fullir af metnaði og útsjónarsemi verður starfið stöðugt erfiðara og flóknara og afleiðingin er of lítil nýliðun í greininni. Barnahópurinn er fjölbreyttari en áður, þarfirnar fleiri og engan veginn nægt fjármagn til staðar. Mannekla og vinnuálag samhliða skorti á undirbúningi kennara gerir þeim ekki fært að mæta þessum áskorunum sem skyldi. Þessu verðum við að breyta. Góður aðbúnaður lykilatriði Það er óásættanlegt hvað mörgum börnum líður illa í skólanum, námslega og félagslega. Lesskilningur þeirra hefur aldrei verið minni og börn innflytjanda ná ekki tökum á tungumálinu og flosna því oft upp úr námi. Við þurfum að bregðast við þessu vandamáli í skólanum og þar eru vel menntaðir kennarar og góður aðbúnaður lykill að lausninni. Við þurfum að setja súrefnisgrímuna fyrst á kennarana, svo þeir séu færir um að hjálpa öðrum. Við þurfum því að tryggja þeim gott starfsumhverfi og mannsæmandi laun. Starfið er frábært en vegna gríðarlegrar streitu og bágra kjara hafa kennarar á öllum skólastigum hrökklast frá. Með bættu starfsumhverfi löðum við einnig til okkar ungt og ferskt fólk, sem hefur áhuga á að leggja þetta mikilvæga starf fyrir sig.Sameinuð erum við sterkari Kennarastéttin þarf að starfa betur saman og þar er Kennarasambandið í lykilhlutverki. Aðildarhópar eru misstórir og ekki allir jafnvel í stakk búnir að halda uppi öflugri kjarabaráttu. Til dæmis hafa tónlistarkennarar verið í slæmri stöðu vegna þess hversu fáir þeir eru og svo hafa stjórnendur ekki verkfallsrétt. Saman erum við sterkari! Kennarasambandið þarf að starfa sem einn kór: Við þurfum að nýta allar raddirnar til að skapa fallegan og öflugan samhljóm. Áfram kennarar!Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það eru einstök forréttindi að fá að vinna með börnum og ég valdi mér kennslu að starfi því mér fannst það einfaldlega besta leiðin til þess að taka virkan þátt í samfélaginu. Leikskólinn er einstakt samfélag sem er nærandi og skapandi og býður alltaf upp á eitthvað óvænt. Þar er kærleikurinn undirstaða svo að öllum líði vel, og starfsfólk gefur bæði af sér og fær margfalt til baka. Það öfluga starf sem fer fram á leikskólum landsins er í raun stórmerkilegt miðað við þann skort sem skólastigið hefur búið við. Þar, rétt eins og í skólakerfinu öllu er tilfinnanleg vöntun á kennurum og æ erfiðara gengur að manna stöður. Þrátt fyrir að kennarar séu eldhugar og fullir af metnaði og útsjónarsemi verður starfið stöðugt erfiðara og flóknara og afleiðingin er of lítil nýliðun í greininni. Barnahópurinn er fjölbreyttari en áður, þarfirnar fleiri og engan veginn nægt fjármagn til staðar. Mannekla og vinnuálag samhliða skorti á undirbúningi kennara gerir þeim ekki fært að mæta þessum áskorunum sem skyldi. Þessu verðum við að breyta. Góður aðbúnaður lykilatriði Það er óásættanlegt hvað mörgum börnum líður illa í skólanum, námslega og félagslega. Lesskilningur þeirra hefur aldrei verið minni og börn innflytjanda ná ekki tökum á tungumálinu og flosna því oft upp úr námi. Við þurfum að bregðast við þessu vandamáli í skólanum og þar eru vel menntaðir kennarar og góður aðbúnaður lykill að lausninni. Við þurfum að setja súrefnisgrímuna fyrst á kennarana, svo þeir séu færir um að hjálpa öðrum. Við þurfum því að tryggja þeim gott starfsumhverfi og mannsæmandi laun. Starfið er frábært en vegna gríðarlegrar streitu og bágra kjara hafa kennarar á öllum skólastigum hrökklast frá. Með bættu starfsumhverfi löðum við einnig til okkar ungt og ferskt fólk, sem hefur áhuga á að leggja þetta mikilvæga starf fyrir sig.Sameinuð erum við sterkari Kennarastéttin þarf að starfa betur saman og þar er Kennarasambandið í lykilhlutverki. Aðildarhópar eru misstórir og ekki allir jafnvel í stakk búnir að halda uppi öflugri kjarabaráttu. Til dæmis hafa tónlistarkennarar verið í slæmri stöðu vegna þess hversu fáir þeir eru og svo hafa stjórnendur ekki verkfallsrétt. Saman erum við sterkari! Kennarasambandið þarf að starfa sem einn kór: Við þurfum að nýta allar raddirnar til að skapa fallegan og öflugan samhljóm. Áfram kennarar!Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar