Kennarasamband í kór Halldóra Guðmundsdóttir skrifar 1. desember 2017 11:15 Það eru einstök forréttindi að fá að vinna með börnum og ég valdi mér kennslu að starfi því mér fannst það einfaldlega besta leiðin til þess að taka virkan þátt í samfélaginu. Leikskólinn er einstakt samfélag sem er nærandi og skapandi og býður alltaf upp á eitthvað óvænt. Þar er kærleikurinn undirstaða svo að öllum líði vel, og starfsfólk gefur bæði af sér og fær margfalt til baka. Það öfluga starf sem fer fram á leikskólum landsins er í raun stórmerkilegt miðað við þann skort sem skólastigið hefur búið við. Þar, rétt eins og í skólakerfinu öllu er tilfinnanleg vöntun á kennurum og æ erfiðara gengur að manna stöður. Þrátt fyrir að kennarar séu eldhugar og fullir af metnaði og útsjónarsemi verður starfið stöðugt erfiðara og flóknara og afleiðingin er of lítil nýliðun í greininni. Barnahópurinn er fjölbreyttari en áður, þarfirnar fleiri og engan veginn nægt fjármagn til staðar. Mannekla og vinnuálag samhliða skorti á undirbúningi kennara gerir þeim ekki fært að mæta þessum áskorunum sem skyldi. Þessu verðum við að breyta. Góður aðbúnaður lykilatriði Það er óásættanlegt hvað mörgum börnum líður illa í skólanum, námslega og félagslega. Lesskilningur þeirra hefur aldrei verið minni og börn innflytjanda ná ekki tökum á tungumálinu og flosna því oft upp úr námi. Við þurfum að bregðast við þessu vandamáli í skólanum og þar eru vel menntaðir kennarar og góður aðbúnaður lykill að lausninni. Við þurfum að setja súrefnisgrímuna fyrst á kennarana, svo þeir séu færir um að hjálpa öðrum. Við þurfum því að tryggja þeim gott starfsumhverfi og mannsæmandi laun. Starfið er frábært en vegna gríðarlegrar streitu og bágra kjara hafa kennarar á öllum skólastigum hrökklast frá. Með bættu starfsumhverfi löðum við einnig til okkar ungt og ferskt fólk, sem hefur áhuga á að leggja þetta mikilvæga starf fyrir sig.Sameinuð erum við sterkari Kennarastéttin þarf að starfa betur saman og þar er Kennarasambandið í lykilhlutverki. Aðildarhópar eru misstórir og ekki allir jafnvel í stakk búnir að halda uppi öflugri kjarabaráttu. Til dæmis hafa tónlistarkennarar verið í slæmri stöðu vegna þess hversu fáir þeir eru og svo hafa stjórnendur ekki verkfallsrétt. Saman erum við sterkari! Kennarasambandið þarf að starfa sem einn kór: Við þurfum að nýta allar raddirnar til að skapa fallegan og öflugan samhljóm. Áfram kennarar!Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það eru einstök forréttindi að fá að vinna með börnum og ég valdi mér kennslu að starfi því mér fannst það einfaldlega besta leiðin til þess að taka virkan þátt í samfélaginu. Leikskólinn er einstakt samfélag sem er nærandi og skapandi og býður alltaf upp á eitthvað óvænt. Þar er kærleikurinn undirstaða svo að öllum líði vel, og starfsfólk gefur bæði af sér og fær margfalt til baka. Það öfluga starf sem fer fram á leikskólum landsins er í raun stórmerkilegt miðað við þann skort sem skólastigið hefur búið við. Þar, rétt eins og í skólakerfinu öllu er tilfinnanleg vöntun á kennurum og æ erfiðara gengur að manna stöður. Þrátt fyrir að kennarar séu eldhugar og fullir af metnaði og útsjónarsemi verður starfið stöðugt erfiðara og flóknara og afleiðingin er of lítil nýliðun í greininni. Barnahópurinn er fjölbreyttari en áður, þarfirnar fleiri og engan veginn nægt fjármagn til staðar. Mannekla og vinnuálag samhliða skorti á undirbúningi kennara gerir þeim ekki fært að mæta þessum áskorunum sem skyldi. Þessu verðum við að breyta. Góður aðbúnaður lykilatriði Það er óásættanlegt hvað mörgum börnum líður illa í skólanum, námslega og félagslega. Lesskilningur þeirra hefur aldrei verið minni og börn innflytjanda ná ekki tökum á tungumálinu og flosna því oft upp úr námi. Við þurfum að bregðast við þessu vandamáli í skólanum og þar eru vel menntaðir kennarar og góður aðbúnaður lykill að lausninni. Við þurfum að setja súrefnisgrímuna fyrst á kennarana, svo þeir séu færir um að hjálpa öðrum. Við þurfum því að tryggja þeim gott starfsumhverfi og mannsæmandi laun. Starfið er frábært en vegna gríðarlegrar streitu og bágra kjara hafa kennarar á öllum skólastigum hrökklast frá. Með bættu starfsumhverfi löðum við einnig til okkar ungt og ferskt fólk, sem hefur áhuga á að leggja þetta mikilvæga starf fyrir sig.Sameinuð erum við sterkari Kennarastéttin þarf að starfa betur saman og þar er Kennarasambandið í lykilhlutverki. Aðildarhópar eru misstórir og ekki allir jafnvel í stakk búnir að halda uppi öflugri kjarabaráttu. Til dæmis hafa tónlistarkennarar verið í slæmri stöðu vegna þess hversu fáir þeir eru og svo hafa stjórnendur ekki verkfallsrétt. Saman erum við sterkari! Kennarasambandið þarf að starfa sem einn kór: Við þurfum að nýta allar raddirnar til að skapa fallegan og öflugan samhljóm. Áfram kennarar!Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar