Kennarasamband í kór Halldóra Guðmundsdóttir skrifar 1. desember 2017 11:15 Það eru einstök forréttindi að fá að vinna með börnum og ég valdi mér kennslu að starfi því mér fannst það einfaldlega besta leiðin til þess að taka virkan þátt í samfélaginu. Leikskólinn er einstakt samfélag sem er nærandi og skapandi og býður alltaf upp á eitthvað óvænt. Þar er kærleikurinn undirstaða svo að öllum líði vel, og starfsfólk gefur bæði af sér og fær margfalt til baka. Það öfluga starf sem fer fram á leikskólum landsins er í raun stórmerkilegt miðað við þann skort sem skólastigið hefur búið við. Þar, rétt eins og í skólakerfinu öllu er tilfinnanleg vöntun á kennurum og æ erfiðara gengur að manna stöður. Þrátt fyrir að kennarar séu eldhugar og fullir af metnaði og útsjónarsemi verður starfið stöðugt erfiðara og flóknara og afleiðingin er of lítil nýliðun í greininni. Barnahópurinn er fjölbreyttari en áður, þarfirnar fleiri og engan veginn nægt fjármagn til staðar. Mannekla og vinnuálag samhliða skorti á undirbúningi kennara gerir þeim ekki fært að mæta þessum áskorunum sem skyldi. Þessu verðum við að breyta. Góður aðbúnaður lykilatriði Það er óásættanlegt hvað mörgum börnum líður illa í skólanum, námslega og félagslega. Lesskilningur þeirra hefur aldrei verið minni og börn innflytjanda ná ekki tökum á tungumálinu og flosna því oft upp úr námi. Við þurfum að bregðast við þessu vandamáli í skólanum og þar eru vel menntaðir kennarar og góður aðbúnaður lykill að lausninni. Við þurfum að setja súrefnisgrímuna fyrst á kennarana, svo þeir séu færir um að hjálpa öðrum. Við þurfum því að tryggja þeim gott starfsumhverfi og mannsæmandi laun. Starfið er frábært en vegna gríðarlegrar streitu og bágra kjara hafa kennarar á öllum skólastigum hrökklast frá. Með bættu starfsumhverfi löðum við einnig til okkar ungt og ferskt fólk, sem hefur áhuga á að leggja þetta mikilvæga starf fyrir sig.Sameinuð erum við sterkari Kennarastéttin þarf að starfa betur saman og þar er Kennarasambandið í lykilhlutverki. Aðildarhópar eru misstórir og ekki allir jafnvel í stakk búnir að halda uppi öflugri kjarabaráttu. Til dæmis hafa tónlistarkennarar verið í slæmri stöðu vegna þess hversu fáir þeir eru og svo hafa stjórnendur ekki verkfallsrétt. Saman erum við sterkari! Kennarasambandið þarf að starfa sem einn kór: Við þurfum að nýta allar raddirnar til að skapa fallegan og öflugan samhljóm. Áfram kennarar!Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það eru einstök forréttindi að fá að vinna með börnum og ég valdi mér kennslu að starfi því mér fannst það einfaldlega besta leiðin til þess að taka virkan þátt í samfélaginu. Leikskólinn er einstakt samfélag sem er nærandi og skapandi og býður alltaf upp á eitthvað óvænt. Þar er kærleikurinn undirstaða svo að öllum líði vel, og starfsfólk gefur bæði af sér og fær margfalt til baka. Það öfluga starf sem fer fram á leikskólum landsins er í raun stórmerkilegt miðað við þann skort sem skólastigið hefur búið við. Þar, rétt eins og í skólakerfinu öllu er tilfinnanleg vöntun á kennurum og æ erfiðara gengur að manna stöður. Þrátt fyrir að kennarar séu eldhugar og fullir af metnaði og útsjónarsemi verður starfið stöðugt erfiðara og flóknara og afleiðingin er of lítil nýliðun í greininni. Barnahópurinn er fjölbreyttari en áður, þarfirnar fleiri og engan veginn nægt fjármagn til staðar. Mannekla og vinnuálag samhliða skorti á undirbúningi kennara gerir þeim ekki fært að mæta þessum áskorunum sem skyldi. Þessu verðum við að breyta. Góður aðbúnaður lykilatriði Það er óásættanlegt hvað mörgum börnum líður illa í skólanum, námslega og félagslega. Lesskilningur þeirra hefur aldrei verið minni og börn innflytjanda ná ekki tökum á tungumálinu og flosna því oft upp úr námi. Við þurfum að bregðast við þessu vandamáli í skólanum og þar eru vel menntaðir kennarar og góður aðbúnaður lykill að lausninni. Við þurfum að setja súrefnisgrímuna fyrst á kennarana, svo þeir séu færir um að hjálpa öðrum. Við þurfum því að tryggja þeim gott starfsumhverfi og mannsæmandi laun. Starfið er frábært en vegna gríðarlegrar streitu og bágra kjara hafa kennarar á öllum skólastigum hrökklast frá. Með bættu starfsumhverfi löðum við einnig til okkar ungt og ferskt fólk, sem hefur áhuga á að leggja þetta mikilvæga starf fyrir sig.Sameinuð erum við sterkari Kennarastéttin þarf að starfa betur saman og þar er Kennarasambandið í lykilhlutverki. Aðildarhópar eru misstórir og ekki allir jafnvel í stakk búnir að halda uppi öflugri kjarabaráttu. Til dæmis hafa tónlistarkennarar verið í slæmri stöðu vegna þess hversu fáir þeir eru og svo hafa stjórnendur ekki verkfallsrétt. Saman erum við sterkari! Kennarasambandið þarf að starfa sem einn kór: Við þurfum að nýta allar raddirnar til að skapa fallegan og öflugan samhljóm. Áfram kennarar!Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar