Leigubílum fjölgar ekki í takti við ferðamenn Benedikt Bóas skrifar 23. mars 2017 07:00 Þrír leigubílstjórar biðu eftir fundi samgöngunefndar Alþingis í gærmorgun. Valur Ármann Gunnarsson er lengst til hægri. vísir/gva Leigubifreiðum á Íslandi hefur ekki fjölgað síðan ferðamenn voru 100 þúsund. Þrátt fyrir gífurlega fjölgun ferðamanna eru leigubílaleyfin enn um 600 talsins og hefur ekki fjölgað í nokkur ár. Til að geta orðið leigubílstjóri þarf að gangast undir þrenns konar nám og próf auk þess að aka sem afleysingamaður hjá leyfishafa í 1.250-1.600 daga áður viðkomandi getur öðlast réttindi til að aka fólki gegn gjaldi. Bifreiðastjórafélagið Fylkir og A-stöðin, leigubílar í Reykjanesbæ, sendu inn umsögn varðandi frumvarp um farþega- og farmflutninga þar sem þetta kemur fram. Valur Ármann Gunnarsson, talsmaður Fylkis, segir að fjölmargir hafi vaðið inn á þeirra starfsvettvang og svört atvinnustarfsemi blómstri í ferðaþjónustunni. „Það er varla hægt að sjá bíla í dag nema með ferðamenn og enginn þeirra hefur leyfi til fólksflutninga. Það ríkir algert gullgrafaraæði hér. Við erum búin að funda með ríkisskattstjóra og lögreglu til að fá þá til að takast á við þetta,“ segir hann. Í umsögn SBA-Norðurleiðar um frumvarpið er ósk um að nýta allt að átta manna bifreiðar í hópbifreiðaakstri og að eðalvagnaþjónusta falli ekki undir skilyrði um leigubílaakstur. „Rútufyrirtækjum er ekki heimilt að sækja farþega á hótel og skutla á BSÍ eða í Holtagarða. Við erum með ákveðinn einkarétt á flutningum á færri farþegum. Rútufyrirtæki eru að sækja einn og einn farþega og vilja nú fá að nota smærri bíla til að skutlast með farþega. Það er ekki þeirra starf.“ Valur bendir á að hver ferð sé laun leigubílstjóra. Séu aðrir að sinna þeirra störfum sé lítið til skiptanna. Þá sé starfsstéttin skattpínd. „Við borgum fullt gjald af eldsneyti og virðisauka af viðhaldi og fleira og fleira. Rútufyrirtæki eru með niðurfellingu á virðisaukaskattinum. Lagaumhverfið hér er óstabílt og allir virðast geta farið inn á þetta svið án þess að löggjafinn og eftirlitsaðilar geri nokkurn skapaðan hlut. Það virðist vera að rútufyrirtæki hafi góðan hljómgrunn þessa stundina og í umsögn þeirra nota þeir að það sé óumhverfisvænt að skutlast með fáa á stórum bílum. Það er mikið bull í gangi og við hreinlega vitum ekki hvernig á að tækla svona vitleysu,“ segir Valur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Leigubifreiðum á Íslandi hefur ekki fjölgað síðan ferðamenn voru 100 þúsund. Þrátt fyrir gífurlega fjölgun ferðamanna eru leigubílaleyfin enn um 600 talsins og hefur ekki fjölgað í nokkur ár. Til að geta orðið leigubílstjóri þarf að gangast undir þrenns konar nám og próf auk þess að aka sem afleysingamaður hjá leyfishafa í 1.250-1.600 daga áður viðkomandi getur öðlast réttindi til að aka fólki gegn gjaldi. Bifreiðastjórafélagið Fylkir og A-stöðin, leigubílar í Reykjanesbæ, sendu inn umsögn varðandi frumvarp um farþega- og farmflutninga þar sem þetta kemur fram. Valur Ármann Gunnarsson, talsmaður Fylkis, segir að fjölmargir hafi vaðið inn á þeirra starfsvettvang og svört atvinnustarfsemi blómstri í ferðaþjónustunni. „Það er varla hægt að sjá bíla í dag nema með ferðamenn og enginn þeirra hefur leyfi til fólksflutninga. Það ríkir algert gullgrafaraæði hér. Við erum búin að funda með ríkisskattstjóra og lögreglu til að fá þá til að takast á við þetta,“ segir hann. Í umsögn SBA-Norðurleiðar um frumvarpið er ósk um að nýta allt að átta manna bifreiðar í hópbifreiðaakstri og að eðalvagnaþjónusta falli ekki undir skilyrði um leigubílaakstur. „Rútufyrirtækjum er ekki heimilt að sækja farþega á hótel og skutla á BSÍ eða í Holtagarða. Við erum með ákveðinn einkarétt á flutningum á færri farþegum. Rútufyrirtæki eru að sækja einn og einn farþega og vilja nú fá að nota smærri bíla til að skutlast með farþega. Það er ekki þeirra starf.“ Valur bendir á að hver ferð sé laun leigubílstjóra. Séu aðrir að sinna þeirra störfum sé lítið til skiptanna. Þá sé starfsstéttin skattpínd. „Við borgum fullt gjald af eldsneyti og virðisauka af viðhaldi og fleira og fleira. Rútufyrirtæki eru með niðurfellingu á virðisaukaskattinum. Lagaumhverfið hér er óstabílt og allir virðast geta farið inn á þetta svið án þess að löggjafinn og eftirlitsaðilar geri nokkurn skapaðan hlut. Það virðist vera að rútufyrirtæki hafi góðan hljómgrunn þessa stundina og í umsögn þeirra nota þeir að það sé óumhverfisvænt að skutlast með fáa á stórum bílum. Það er mikið bull í gangi og við hreinlega vitum ekki hvernig á að tækla svona vitleysu,“ segir Valur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira