Fréttaskýring: Sjálfstæðisflokkur hákarl íslenskra stjórnmála Jakob Bjarnar skrifar 23. mars 2017 11:10 Bjarni gleðst yfir handabandi Óttars og Benedikts. Í kosningunum gáfu Viðreisn og BF sig út fyrir að vera frjálslyndir flokkar en eru nú í ríkisstjórn með burðarflokki kerfisins. visir/ernir Svo virðist sem ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé banvænt. Fáir flokkar lifa hjónabandið af og umburðarlyndi kjósenda, annarra en flokkshollra Sjálfstæðismanna, er af skornum skammti og minna en oftast áður. Í samtali við Vísi í gær sagðist Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, greina mikla reiði meðal kjósenda meðal annars vegna þess að ekki tókst að mynda fimm flokka stjórn. Svo mikla reiði að hún hrökklaðist út af Facebook.Sjálfstæðisflokkurinn er ekki cover-bandHvorki Viðreisn né Björt framtíð fengju kjörinn mann á þing ef kosið væri núna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Björt framtíð fengi 3,8 prósent og Viðreisn 3,1 prósent. Meðan þessu fer fram heldur Sjálfstæðisflokkurinn sínu og gott betur með 32,1 prósents fylgis. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri velti þessari stöðu fyrir sér á Facebooksíðu sinni í morgun og miðað við viðbrögð telja margir hann hafa hitt naglann á höfuðið í snarpri umsögn: „Hvers vegna ættir þú líka að kjósa Bjarta framtíð eða Viðreisn þegar þú getur kosið Sjálfstæðisflokkinn beint? Það fer enginn á tónleika með cover-bandi þegar alvöru hljómsveitin er að spila í næsta sal.“Sjálfstæðisflokkurinn nýtur þess að vera í ríkisstjórnHvað veldur? Vísir leitaði haldbærari skýringa en þeirra að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki cover-band. Og þær eru í sjálfu sér ekki flóknar né nýstárlegar. „Það hefur lengi verið eitt einkenni á fylgisþróun stjórnmálaflokka á Íslandi, að samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins gjalda stjórnarsamstarfsins við hann í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Bifröst: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum og nýtur þess gjarnan í fylgi að vera í ríkisstjórn. Fólk lítur til forystu hans á meðan samstarfsflokkurinn/flokkarnir fá yfir sig mótstöðuna.“Hákarlinn sem svamlar á ÍslandsmiðumNýjasta dæmið er vitaskuld síðasta ríkisstjórn, gríðarlega umdeild en fylgi Sjálfstæðisflokksins haggaðist vart í síðustu alþingiskosningum meðan Framsóknarflokkurinn hlaut sína verstu útkomu frá upphafi. Þetta er segin saga. Að fylgið fljúgi af Viðreisn og Bjartri framtíð er þannig í samræmi við íslenska stjórnmálasögu. Þessir eru megindrættirnir þó finna megi dæmi í Íslandssögunni að flokkar hafi ekki komið slippir og snauðir, rifnir og tættir út úr samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.Prófessor Eiríkur segir að heldur megi líkja Sjálfstæðisflokknum við hákarl en svarta ekkju; hann étur upp fylgi samstarfsflokkanna.visir/EyþórEiríkur vill fremur líkja Sjálfstæðisflokknum við hákarl en svarta ekkju sem drepur maka sinn. Flokkurinn étur upp fylgi samstarfsflokksins. Þá er annað í þessu líka, sem er að Viðreisn og Björt framtíð tilheyra ekki kjarnaflokkum flokkakerfisins, og sagan kennir að slíkum flokkum gengur illa að halda velli yfir langan tíma. „Það bar mjög langt á milli annars vegar D og hins vegar A/C. Frjálslyndu flokkarnir fá því ekki allt sitt fram. Þeir þurfa að sækja á um breytingar sem alltaf er erfiðar. Mér sýnist að þeir sem styðja ríkisstjórnina umbuni Sjálfstæðisflokknum fyrir forystuna á meðan fylgisfólk A/C eigi sumt erfitt með að sjá á eftir þessum áherslum flokkana inn í samstarf sem snýst fremur um stöðugleika heldur en kerfisbreytingar.“Íhaldssemi flokkshollra Sjálfstæðismanna lykilatriðiKjósendur Sjálfstæðisflokksins virðast standa með flokknum sama hvað gengur á og forgangsraða: Þeir virðast í grunninn einfaldlega vera á móti breytingum. Þannig má segja að „Leiðréttingin“, sem gengur í berhögg við allt sem Sjálfstæðisflokkurinn segist vera um, hefði átt að reynast flokkunum erfið. En, kjósendur flokksins kippa sér ekkert upp við það. Pólitísk ábyrgð virðist ekki vera til í þeirra bókum. Þeir virðast einfaldlega líta til þess að í grunninn gangi „Leiðréttingin“ út á að standa vörð um ríkjandi stöðu. „Frjálslyndir flokkar sem börðust fyrir kerfisbreytingum eru nú í ríkisstjórn með burðarflokki kerfisins sem er meira umhugað um á byggja á því sem fyrir er, fremur en að gera grundvallarbreytingar á kerfinu. Með öðrum orðum, Sjálfstæðisflokkurinn starfar nú eftir því sem kjósendur hans búast við og ætlast til af honum, á meðan kjósendur A/C áttu kannski von á öðru og ætlast til annars af sínum flokkum en nú birtist í stjórnarstefnunni,“ segir prófessor Eiríkur. Tengdar fréttir Gjörbreytt staða frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun Vinstri græn gætu myndað þriggja flokka ríkisstjórn með Pírötum og Samfylkingunni. Ný könnun bendir til að einungis fimm flokkar næðu fulltrúa á þing. Sjálfstæðisflokkurinn ennþá langstærsti flokkurinn en VG saxar á forskotið. 23. mars 2017 07:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní Sjá meira
Svo virðist sem ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé banvænt. Fáir flokkar lifa hjónabandið af og umburðarlyndi kjósenda, annarra en flokkshollra Sjálfstæðismanna, er af skornum skammti og minna en oftast áður. Í samtali við Vísi í gær sagðist Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, greina mikla reiði meðal kjósenda meðal annars vegna þess að ekki tókst að mynda fimm flokka stjórn. Svo mikla reiði að hún hrökklaðist út af Facebook.Sjálfstæðisflokkurinn er ekki cover-bandHvorki Viðreisn né Björt framtíð fengju kjörinn mann á þing ef kosið væri núna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Björt framtíð fengi 3,8 prósent og Viðreisn 3,1 prósent. Meðan þessu fer fram heldur Sjálfstæðisflokkurinn sínu og gott betur með 32,1 prósents fylgis. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri velti þessari stöðu fyrir sér á Facebooksíðu sinni í morgun og miðað við viðbrögð telja margir hann hafa hitt naglann á höfuðið í snarpri umsögn: „Hvers vegna ættir þú líka að kjósa Bjarta framtíð eða Viðreisn þegar þú getur kosið Sjálfstæðisflokkinn beint? Það fer enginn á tónleika með cover-bandi þegar alvöru hljómsveitin er að spila í næsta sal.“Sjálfstæðisflokkurinn nýtur þess að vera í ríkisstjórnHvað veldur? Vísir leitaði haldbærari skýringa en þeirra að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki cover-band. Og þær eru í sjálfu sér ekki flóknar né nýstárlegar. „Það hefur lengi verið eitt einkenni á fylgisþróun stjórnmálaflokka á Íslandi, að samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins gjalda stjórnarsamstarfsins við hann í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Bifröst: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum og nýtur þess gjarnan í fylgi að vera í ríkisstjórn. Fólk lítur til forystu hans á meðan samstarfsflokkurinn/flokkarnir fá yfir sig mótstöðuna.“Hákarlinn sem svamlar á ÍslandsmiðumNýjasta dæmið er vitaskuld síðasta ríkisstjórn, gríðarlega umdeild en fylgi Sjálfstæðisflokksins haggaðist vart í síðustu alþingiskosningum meðan Framsóknarflokkurinn hlaut sína verstu útkomu frá upphafi. Þetta er segin saga. Að fylgið fljúgi af Viðreisn og Bjartri framtíð er þannig í samræmi við íslenska stjórnmálasögu. Þessir eru megindrættirnir þó finna megi dæmi í Íslandssögunni að flokkar hafi ekki komið slippir og snauðir, rifnir og tættir út úr samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.Prófessor Eiríkur segir að heldur megi líkja Sjálfstæðisflokknum við hákarl en svarta ekkju; hann étur upp fylgi samstarfsflokkanna.visir/EyþórEiríkur vill fremur líkja Sjálfstæðisflokknum við hákarl en svarta ekkju sem drepur maka sinn. Flokkurinn étur upp fylgi samstarfsflokksins. Þá er annað í þessu líka, sem er að Viðreisn og Björt framtíð tilheyra ekki kjarnaflokkum flokkakerfisins, og sagan kennir að slíkum flokkum gengur illa að halda velli yfir langan tíma. „Það bar mjög langt á milli annars vegar D og hins vegar A/C. Frjálslyndu flokkarnir fá því ekki allt sitt fram. Þeir þurfa að sækja á um breytingar sem alltaf er erfiðar. Mér sýnist að þeir sem styðja ríkisstjórnina umbuni Sjálfstæðisflokknum fyrir forystuna á meðan fylgisfólk A/C eigi sumt erfitt með að sjá á eftir þessum áherslum flokkana inn í samstarf sem snýst fremur um stöðugleika heldur en kerfisbreytingar.“Íhaldssemi flokkshollra Sjálfstæðismanna lykilatriðiKjósendur Sjálfstæðisflokksins virðast standa með flokknum sama hvað gengur á og forgangsraða: Þeir virðast í grunninn einfaldlega vera á móti breytingum. Þannig má segja að „Leiðréttingin“, sem gengur í berhögg við allt sem Sjálfstæðisflokkurinn segist vera um, hefði átt að reynast flokkunum erfið. En, kjósendur flokksins kippa sér ekkert upp við það. Pólitísk ábyrgð virðist ekki vera til í þeirra bókum. Þeir virðast einfaldlega líta til þess að í grunninn gangi „Leiðréttingin“ út á að standa vörð um ríkjandi stöðu. „Frjálslyndir flokkar sem börðust fyrir kerfisbreytingum eru nú í ríkisstjórn með burðarflokki kerfisins sem er meira umhugað um á byggja á því sem fyrir er, fremur en að gera grundvallarbreytingar á kerfinu. Með öðrum orðum, Sjálfstæðisflokkurinn starfar nú eftir því sem kjósendur hans búast við og ætlast til af honum, á meðan kjósendur A/C áttu kannski von á öðru og ætlast til annars af sínum flokkum en nú birtist í stjórnarstefnunni,“ segir prófessor Eiríkur.
Tengdar fréttir Gjörbreytt staða frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun Vinstri græn gætu myndað þriggja flokka ríkisstjórn með Pírötum og Samfylkingunni. Ný könnun bendir til að einungis fimm flokkar næðu fulltrúa á þing. Sjálfstæðisflokkurinn ennþá langstærsti flokkurinn en VG saxar á forskotið. 23. mars 2017 07:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní Sjá meira
Gjörbreytt staða frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun Vinstri græn gætu myndað þriggja flokka ríkisstjórn með Pírötum og Samfylkingunni. Ný könnun bendir til að einungis fimm flokkar næðu fulltrúa á þing. Sjálfstæðisflokkurinn ennþá langstærsti flokkurinn en VG saxar á forskotið. 23. mars 2017 07:00