Langömmubarn fyrstu forsetafrúar Íslands endurskrifaði íslenska körfuboltasögu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 06:30 Langömmubarn eiginkonu fyrsta forseta Íslands endurskrifaði íslenska körfuboltasögu í gær. Mikil tímamót urðu í íslenskum körfubolta í gær þegar Georgía Olga Kristiansen varð fyrsta konan til að dæma leik í efstu deild í íslenskum körfubolta. Georgía, sem heitir í höfuð langömmu sinnar, Georgíu Björnsson, konu Sveins Björnssonar fyrsta forseta íslenska lýðveldisins, dæmdi í gærkvöldi leik Vals og Tindastóls. Enn eitt karlavígið er þar með fallið en Arnar Björnsson talaði við Georgíu í gær. „Tilfinningin er mjög góð og að sjálfsögðu er ég mjög spennt,“ sagði Georgía Olga Kristiansen við Arnar fyrir leikinn. Af hverju er hún ekki búin að fá tækifærið fyrr? „Það er góð spurning. Það skiptir svo sem ekki máli því ég er að fara að dæma þennan leik í kvöld. Ég er búin að ná því markmiðinu mínu núna,“ sagði Georgía. Hefur hún einhvern tímann hugsað um að hætta í dómgæslunni? „Já, þegar það koma erfiðar hindranir, þá stoppar maður stundum og veltir stöðunni fyrir sér, setur sér ný markmið og veltir því fyrir sér hvort að þetta sé þess virði,“ sagði Georgía. Hún bjóst ekki við að leikmennirnir verði ókurteisir við hana. „Ég held að þeir verði alls ekki ókurteisari við mig. Ég er ekki að gera þetta í fyrsta skipti,“ sagði Georgía en af hverju eru ekki fleiri konur að dæma? „Ég væri til í að vita svarið við þeirri spurningu,“ sagði Georgía en það má heyra allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Langömmubarn eiginkonu fyrsta forseta Íslands endurskrifaði íslenska körfuboltasögu í gær. Mikil tímamót urðu í íslenskum körfubolta í gær þegar Georgía Olga Kristiansen varð fyrsta konan til að dæma leik í efstu deild í íslenskum körfubolta. Georgía, sem heitir í höfuð langömmu sinnar, Georgíu Björnsson, konu Sveins Björnssonar fyrsta forseta íslenska lýðveldisins, dæmdi í gærkvöldi leik Vals og Tindastóls. Enn eitt karlavígið er þar með fallið en Arnar Björnsson talaði við Georgíu í gær. „Tilfinningin er mjög góð og að sjálfsögðu er ég mjög spennt,“ sagði Georgía Olga Kristiansen við Arnar fyrir leikinn. Af hverju er hún ekki búin að fá tækifærið fyrr? „Það er góð spurning. Það skiptir svo sem ekki máli því ég er að fara að dæma þennan leik í kvöld. Ég er búin að ná því markmiðinu mínu núna,“ sagði Georgía. Hefur hún einhvern tímann hugsað um að hætta í dómgæslunni? „Já, þegar það koma erfiðar hindranir, þá stoppar maður stundum og veltir stöðunni fyrir sér, setur sér ný markmið og veltir því fyrir sér hvort að þetta sé þess virði,“ sagði Georgía. Hún bjóst ekki við að leikmennirnir verði ókurteisir við hana. „Ég held að þeir verði alls ekki ókurteisari við mig. Ég er ekki að gera þetta í fyrsta skipti,“ sagði Georgía en af hverju eru ekki fleiri konur að dæma? „Ég væri til í að vita svarið við þeirri spurningu,“ sagði Georgía en það má heyra allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira