Nemar frá Madríd greiddu fyrir húsnæði sem ekki var til Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2017 14:05 Skuggabaldrar notfæra sér neyð á húsnæðismarkaði. Nýjustu fórnarlömbin eru nemar frá Spáni. Illt afspurnar fyrir land og þjóð, segir skólastjóri. Valdemar G. Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans, setti inn tilkynningu í umræðuhóp leigjenda á Facebook. Þar segir að tveir nemendur frá Spáni leiti nú húsnæðis þar sem fyrirframleigð íbúð reyndist ekki vera til. „Þetta snýst um nokkurra vikna skjólshús fyrir einn eða tvo. Vinsamlegast látið vita ef þið vitið um einhverja möguleika fyrir þá.“Neyðarkall frá MadrídVísir hefur greint frá því að óprúttnir aðilar hafa gert sér mat úr ófremdarástandi á húsnæðismarkaði og haft fé af fólki í húsnæðishraki. En, fórnarlömbin eru af ýmsu tagi. Valdemar segir, í samtali við Vísi, skelfilegt að heyra þetta og vitaskuld afar illt afspurnar fyrir Ísland. „Ég fékk póst frá vinaskóla okkar í Madríd, IES Principe Felipe, neyðarkall frá konu sem sér um erlend samskipti,“ segir Valdemar en þar er hrakhólum og svikunum lýst. Þeir höfðu greitt fyrir húsnæði en þegar til kom var þetta húsnæði ekki til. Valdemar telur líklegast úr því sem komið er að nemendurnir hafi hætt við og horfið heim á ný.Vinsælt að koma í skiptinám til Íslands„Þetta er skelfilega aðstaða sem krakkarnir lenda í. Við höfum verið í sambandi við skóla bæði í Hollandi og á Spáni. Hollendingarnir eru í standandi vandræðum með að finna húsnæði hér, styrkurinn hrekkur ekki til að mæta húsnæðiskostnaði.“ Vinsælt hefur verið að koma til Íslands í gegnum Erasmus plús styrki. Þeir hrökkva ekki til en nemendur borga þá með sér til að brúa bilið. Valdemar segir að hjá honum nú, í Raftækniskólanum, séu tíu Þjóðverjar en þeir voru búnir að semja fyrirfram við hostel á Reykjavíkursvæðinu. „Já, þetta er ljótt að heyra og ég velti fyrir mér því hvort búið væri að kæra þetta til lögreglu? En, ég veit ekki einu sinni hvaða skóla þeir voru að heimsækja, þeir eru ekki að koma til okkar heldur sennilega Borgarholtsskóla eða einhvers annars verknámsskóla,“ segir Valdemar skólastjóri. Tengdar fréttir Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Valdemar G. Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans, setti inn tilkynningu í umræðuhóp leigjenda á Facebook. Þar segir að tveir nemendur frá Spáni leiti nú húsnæðis þar sem fyrirframleigð íbúð reyndist ekki vera til. „Þetta snýst um nokkurra vikna skjólshús fyrir einn eða tvo. Vinsamlegast látið vita ef þið vitið um einhverja möguleika fyrir þá.“Neyðarkall frá MadrídVísir hefur greint frá því að óprúttnir aðilar hafa gert sér mat úr ófremdarástandi á húsnæðismarkaði og haft fé af fólki í húsnæðishraki. En, fórnarlömbin eru af ýmsu tagi. Valdemar segir, í samtali við Vísi, skelfilegt að heyra þetta og vitaskuld afar illt afspurnar fyrir Ísland. „Ég fékk póst frá vinaskóla okkar í Madríd, IES Principe Felipe, neyðarkall frá konu sem sér um erlend samskipti,“ segir Valdemar en þar er hrakhólum og svikunum lýst. Þeir höfðu greitt fyrir húsnæði en þegar til kom var þetta húsnæði ekki til. Valdemar telur líklegast úr því sem komið er að nemendurnir hafi hætt við og horfið heim á ný.Vinsælt að koma í skiptinám til Íslands„Þetta er skelfilega aðstaða sem krakkarnir lenda í. Við höfum verið í sambandi við skóla bæði í Hollandi og á Spáni. Hollendingarnir eru í standandi vandræðum með að finna húsnæði hér, styrkurinn hrekkur ekki til að mæta húsnæðiskostnaði.“ Vinsælt hefur verið að koma til Íslands í gegnum Erasmus plús styrki. Þeir hrökkva ekki til en nemendur borga þá með sér til að brúa bilið. Valdemar segir að hjá honum nú, í Raftækniskólanum, séu tíu Þjóðverjar en þeir voru búnir að semja fyrirfram við hostel á Reykjavíkursvæðinu. „Já, þetta er ljótt að heyra og ég velti fyrir mér því hvort búið væri að kæra þetta til lögreglu? En, ég veit ekki einu sinni hvaða skóla þeir voru að heimsækja, þeir eru ekki að koma til okkar heldur sennilega Borgarholtsskóla eða einhvers annars verknámsskóla,“ segir Valdemar skólastjóri.
Tengdar fréttir Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00