Erlent

Eldur logar í Kyndlinum

Kjartan Kjartansson skrifar
Kyndillinn (f.m.) er rándýrt íbúðarhúsnæði á 79 hæðum.
Kyndillinn (f.m.) er rándýrt íbúðarhúsnæði á 79 hæðum. Vísir/EPA
Skýjakljúfurinn Kyndillinn í Dúbaí stendur nú í ljósum logum. Embættismenn segja að byggingin hafi verið rýmd og slökkviliðsmenn glími nú við eldinn. Óljóst er hver upptök eldsins voru.

Kyndillinn er 79 hæðir og var hæsta íbúðabygging heims þegar hún opnaði árið 2011. Hún er talin 32. hæsta bygging heims.

Alls eru 676 íbúðir í skýjakljúfinum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Háhýsið skemmdist í eldsvoða fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×